Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

15. desember 2017

68. fundur Skipulags- og umferðanefndar, föstudaginn 15. desember 2017, kl. 08.00 að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi.

Fundinn sátu: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Stefán Bergmann, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Axel Þórir Friðriksson. Áheyrnarfulltrúi ungmannaráðs boðaði forföll.

Fundargerð ritaði: Sigurður Valur Ásbjarnarson, byggingarfulltrúi.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

Skipulagsmál samkvæmt Skipulagslögum nr. 123/2010

 1. Mál.nr. 2017100116
  Heiti máls: Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, efnisvinnslusvæði í Álfsnesvík
  Lýsing: Lögð fram verklýsing vegna breytingu á aðalskipulagi og nýs deiliskipulags fyrir efnisvinnslusvæði í Álfsnesvík
  Afgreiðsla: Afgreiðslu frestað. Málið er enn í ferli.
 2. Mál.nr. 2015110030
  Heiti máls: Deiliskipulag Bollagarða og Hofgarða 
  Lýsing: Niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála.
  Afgreiðsla: Úrskurðarorð umhverfis- og auðlinarmála lögð fram til kynningar.
  Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu að hluta á ákvörðun Seltjarnarnessbæjar um samþykkt deiliskipulags Bollagarða og Hofgarða.
  Kröfu kærenda um að úrskurðarnefndin hlutist til um úrbætur á lóðamörkum Bollagarða 1-41 og Bollagarða 43-63 er vísað frá.

  Byggingamál samkvæmt Mannvirkjalögum nr. 160/2010
 3. Mál nr. 2017090131, Tjarnarstígur 3 
  Heiti máls: Ósk um hækkun á þaki í samræmi við skipulag.
  Lýsing: Nýjar teikningar – ósk um hækkun á þaki til samræmi við deiliskipulag. Afgreiðsla: Málið afgreitt á síðasta fundi – fyrirspurn frá lögmanni lögð fram til kynningar. Nefndin ítrekar að breytingar á þaki verði í samræmi við samþykktar teikningar og að ráðist verði í framkvæmdir á T5 hið fyrsta.
 4. Mál nr. 2017110135, Hamarsgata 6 – 8
  Heiti máls: Fyrirspurn um sameiningu lóða og breyttan byggingarreit
  Lýsing: Sjá teikningu
  Afgreiðsla: Skipulagsnefnd tekur jákvætt í fyrirspurnina að því gefnu að bæjarráð samþykki sameiningu lóða nr. 6 og 8.
 5. Mál nr. 2017110201, Kirkjubraut 1.
  Heiti máls: Fyrirspurn um fastanúmer, fjölgun íbúða, skiptingu bílskúrs.
  Lýsing: Sjá fyrirspurn og lýsingu.
  Afgreiðsla: Óskað er eftir frekari gögnum svo sem teikningum.
 6. Mál nr. 2017100016, Lindarbraut 27
  Heiti máls: Fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi.
  Lýsing: Sjá fyrirspurn og lýsingu.
  Afgreiðsla: Fagnefnd vísar málinu til skipulagshönnuða hverfisins til umsagnar.
 7. Lagt fram til kynningar gróðurkort af Valhúsarhæð sem er í vinnslu á vegum umhverfisnefndar.

Fundarlok kl. 9.29


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?