Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

08. febrúar 2018

Fundargerð 70. fundar Skipulags- og umferðanefndar, fimmtudaginn 8. febrúar 2018, kl. 8.00, að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi.

Mættir:

Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Ásgeir Guðmundur Bjarnason, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Stefán Bergmann. Fulltrúi ungmennaráðs boðaði forföll.

Sigurður Valur Ásbjarnarson byggingarfulltrúi ritaði fundargerð.

Skipulagsmál samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010

  1. Mál nr. 2018011327
    Heiti máls: Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, miðborgin.
    Lýsing: Lögð fram drög að tillögu umhverfis- og skipulagssviðs dags. 8.desember 2017 að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur er varðar markmið um göngugötur í miðborg Reykjavíkur.
    Afgreiðsla: Nefndin gerir ekki athugasemdir.
  2. Mál nr. 2017100116
    Heiti máls: Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, efnisvinnslusvæði í Álfsnesvík
    Lýsing: Lögð fram verklýsing umhverfis- og skipulagssviðs, dags. janúar 2018, vegna breytinga á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 og nýs deiliskipulags fyrir efnisvinnslusvæði í Álfsnesvík.
    Afgreiðsla: Nefndin gerir ekki athugasemdir.
  3. Mál nr. 2018010326
    Heiti máls: Hliðrun sjóvarnargarða við 8. braut Nesvallar.
    Lýsing: Golfklúbbur Ness – Nesklúbburinn óskar heimildar um hliðrun brautar austast á Suðurnesi.
    Afgreiðsla: Nefndin óskar eftir skoðun Vegagerðarinnar (Siglingasvið) á framkvæmdinni og umsögn umhverfisnefndar bæjarfélagsins. Einnig óskar nefndin eftir kostnaðaráætlun vegna þessara framkvæmda.
  4. Mál nr. 2018010392
    Heiti máls: Breyting á aðalskipulagi og deiliskipulagi Valhúsahæðar.
    Lýsing: Útgáfa verkefnislýsingar dags. 26.01.2018.
    Afgreiðsla: Samþykkt að senda í kynningarferli í samræmi við sbr. 2.mgr. og 1.mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Byggingarmál samkvæmt mannvirkjalögum nr. 160/2010
  5. Mál nr. 2018010136, Eiðismýri 20 
    Heiti máls: Fyrirspurn um breytingu á bílskúr í íbúðarými.
    Lýsing: Hugmynd að breytingu á bílskúr í kjallara og útlit suðurhliðar. Fyrir liggi samþykki íbúa, kjallari verður ekki að sérstakri íbúð.
    Afgreiðsla: Nefndin gerir ekki athugasemdir við framkvæmdina.
  6. Mál nr. 2017110201, Kirkjubraut 1
    Heiti máls: Fyrirspurn um fastanúmer, fjölgun íbúða og skiptingu bílskúrs. Umsókn um byggingarleyfi.
    Lýsing: Sjá fyrirspurn og lýsingu. Fyrirspurn lögð fram á síðasta fundi – málinu frestað.
    Afgreiðsla: Nefndin leggur áherslu á að eitt bílastæði innan lóðar, fylgi hverri íbúð.
  7. Mál nr. 2017100016, Lindarbraut 27
    Heiti máls: Fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi. Lóð ekki skipt upp og tillaga um nýtt lítið sérbýli á lóðinni.
    Lýsing: Ný tillaga lögð fyrir nefndina.
    Afgreiðsla: Neikvætt tekið í framlagða tillögu og er vísað í fyrri afgreiðslu nefndarinnar.
  8. Mál nr. 2017030052, Melabraut 12
    Heiti máls: Eigandi óskar eftir takmörkuðu byggingarleyfi til niðurrifs á Melabraut 12. Málið er í ferli.
    Lýsing: Ósk um takmarkað byggingarleyfi.
    Afgreiðsla: Nefndin samþykkir leyfi til að rífa húsið.
  9. Mál nr. 2017090131, Tjarnarstígur 3
    Heiti máls: Athugasemd við framkvæmd að Tjarnarstíg 3.
    Lýsing: Athugasemd við byggingarleyfi frá íbúa á Tjarnarstíg 1.
    Afgreiðsla: Breyting á Tjarnarstíg 3 er í samræmi við gildandi deiliskipulag.
  10. Mál nr. 2018020011, umsókn um stöðuleyfi/gámaleyfi á athafnasvæði Þjónustmiðstöðvar Seltjarnarnesbæjar.
    Heiti máls: Óskað er eftir stöðuleyfi fyrir gáma fyrir starfsemi Þjónustumiðstöðvar.
    Lýsing: Umsókn frá þjónustumiðstöð.
    Afgreiðsla: Nefndin samþykkir stöðuleyfi í eitt ár. Nefndin áréttar að sótt sé um leyfi fyrir sambærilegum framkvæmdum áður en farið er í framkvæmdir.

Næsti fundur verður mánudaginn 26.02.2018.

Fundarlok kl. 9.51

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?