Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

26. febrúar 2018

71. fundur Skipulags- og umferðanefndar, mánudaginn 26. febrúar 2018, kl. 8.00 að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi.

Fundinn sátu: Bjarni Torfi Álfþórsson, Ásgeir Bjarnason, Anna Margrét Hauksdóttir, Stefán Bergmann, Ragnhildur Ingólfsdóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson byggingarfulltrúi.

Fundargerð ritaði: Hervör Pálsdóttir.

Fulltrúi ungmennaráðs: Boðuð forföll.

Fundur settur kl. 8.00.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

Skipulagsmál samkvæmt Skipulagslögum nr. 123/2010:

  1. Mál nr. 2018020114, Vaxtarmörk á Álfsnesi.
    Heiti máls: Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins – Vaxtamörk á Álfsnesi – verkefnislýsing fyrir breytingu á svæðisskipulagi
    Lýsing: Verkefnislýsing til kynningar og umsagnar, sbr. 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga og 2. mgr. 6. gr. laga um umhverfismat áætlana.
    Afgreiðsla: Nefndin gerir ekki athugasemdir.
  2. Mál nr. 2017110135, Hamarsgata 6 – 8.
    Heiti máls: Umsókn um deiliskipulagsbreytingu og kynning hennar.
    Lýsing: Tillaga lögð fram.
    Afgreiðsla: Samþykkt að senda í auglýsingu skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og senda bréf til kynningar á Hamarsgötu 2 og 4, Skerjabraut 9 og Lamastaðabraut 2, 4, 6, 8, 10, 12 & 14.
  3. Mál nr. 2018010326, sjóvarnargarður við 8. braut Nesvallar.
    Heiti máls: Hliðrun sjóvarnargarða við 8. braut Nesvallar.
    Lýsing: Golfklúbbur Ness – Nesklúbburinn óskar heimildar um hliðrun brautar austast á Suðurnesi.
    Afgreiðsla: Nefndin vísar til bæjarráðs að meta fýsileika hugmyndar um framkvæmdir við hliðrun sjóvarnargarða við Suðurnes og Hrólfsskálavör og í því samhengi að geyma efni úr uppgreftri við íþróttamiðstöð innan bæjarmarka.

    Byggingarmál samkvæmt Mannvirkjalögum nr. 160/2010:
  4. Mál nr. 2018020105, Austurströnd 10.
    Heiti máls: Fyrirspurn um að breyta iðnaðarhúsnæði í íbúðarrými.
    Lýsing: Fyrirspurn lögð fram.
    Afgreiðsla: Nefndin tekur neikvætt í fyrirspurnina.
  5. Mál nr. 2018020097, Hrólfsskálavör 2.
    Heiti máls: Fyrirspurn um heimild til að bæta sjóvörn/brimvörn framan við viðbyggingu.
    Lýsing: Fyrirspurn lögð fram.
    Afgreiðsla: Nefndin tekur jákvætt í fyrirspurnina. Nefndin óskar eftir umsögn Vegagerðarinnar (Siglingasviðs) um framkvæmdina ásamt styrkingu á sjóvarnargarði Hrólfsskálavarar almennt. Nefndin óskar einnig eftir umsögn umhverfisnefndar Seltjarnarnesbæjar.
  6. Mál nr. 2018020109, Eiðistorg 13.
    Heiti máls: Fyrirspurn um að breyta húsnæði ÁTVR/Vínbúðarinnar.
    Lýsing: Fyrirspurn lögð fram.
    Afgreiðsla: Nefndin tekur jákvætt í fyrirspurnina.
  7. Mál nr. 2017030052, Melabraut 12.
    Heiti máls: Fyrirspurn um deiliskipulagsbreytingu.
    Lýsing: Grenndarkynningu lokið. Athugasemdir úr grenndarkynningu kynntar. Umræða um málið.
    Afgreiðsla: Nefndin vísar málinu til skipulagshöfunda til umsagnar.
  8. Mál nr. 2018020002, Kirkjubraut 1.
    Heiti máls: Umsókn um fjölgun eigna úr 5 í 6.
    Lýsing: Umræða um umsókn.
    Afgreiðsla: Umsókn er hafnað og vísað í fyrri afgreiðslu nefndarinnar á fyrirspurnum sama efnis.
  9. Mál nr. 2017070097, Unnarbraut 32.
    Heiti máls: Erindi til Skipulags- og umferðarnefndar frá íbúum að Unnarbraut 32, dags. 19. febrúar sl.
    Lýsing: Umræða um málið.
    Afgreiðsla: Byggingarfulltrúa og lögmanni bæjarins falið að svara erindinu í samræmi við úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 76/2017.

    Umferðarmál
  10. Breyting á biðskyldu við gatnamót Bygggarða og Norðurstrandar.
    Lýsing: Færa biðskyldu frá Norðurströnd og setja á Bygggarða.
    Afgreiðsla: Nefndin samþykkir að færa biðskyldu frá Norðurströnd og setja á Bygggarða. Nefndin óskar eftir samþykki Vegagerðarinnar og lögreglu á breytingunni.

    Næsti fundur nefndarinnar er ákveðinn 19. mars nk.

Fundi slitið kl. 9.31.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?