Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

16. apríl 2018

Fundargerð 74. fundar skipulags- og umferðarnefndar, miðvikudaginn 16. apríl 2018, kl. 7.30 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Fundinn sátu: Bjarni Torfi Álfþórsson, Ásgeir G. Bjarnason, Anna Margrét Hauksdóttir, Stefán Bergmann, Ragnhildur Ingólfsdóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson byggingarfulltrúi.

Boðuð forföll: fulltrúi ungmennaráðs.

Fundargerð ritaði: Hervör Pálsdóttir.

Fundur settur kl. 7.30.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

Skipulagsmál samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010:

 1. Mál nr. 2017030052
  Heiti máls: Melabraut 12, deiliskipulag Bakkahverfis, nýbygging.
  Lýsing: Umsögn skipulagshöfunda liggur fyrir. Lóðarhafa gert skv. bókun nefndarinnar dags. 11. apríl sl. að laga uppdrætti samkvæmt athugasemdum frá skipulagshönnuði hverfisins. Innkomnar athugasemdir frá lóðarhafa eftir síðasta fund til umræðu.
  Afgreiðsla: Nefndin leggur áherslu á að hús nr. 12 rísi ekki hærra en hús nr. 14. Lóðarhafa gert að laga uppdrætti í samræmi við umræðu nefndarinnar og áður framkomnar athugasemdir.
  Byggingarmál samkvæmt mannvirkjalögum nr. 160/2010:
 2. Mál nr. 2018040084
  Heiti máls: Lóðarblöð fyrir Eiðistorg.
  Lýsing: Lóðarblöð fyrir Eiðistorg lögð fram til staðfestingar.
  Afgreiðsla: Frestað á milli funda. Lóðarblöð verði lagfærð til samræmis við umræðu nefndarinnar m.a. varðandi fjölda bílastæða og aðkomu.
 3. Mál nr. 2018020002
  Heiti máls: Kirkjubraut 1, fyrirspurn um fastanúmer, fjölgun íbúða og skiptingu bílskúrs.
  Lýsing: Umsókn um byggingarleyfi. Hafnað á fundi 26. febrúar sl. Nýjar teikningar lagðar fram. Byggingarfulltrúa var falið að ræða við fyrirspyrjanda í samræmi við umræðu nefndarinnar á fundi 11. apríl sl. Nýjar teikningar lagðar fram.
  Afgreiðsla: Nefndin hafnar útfærslu umsækjanda um bílastæði á suðurlóð.
 4. Mál nr. 2018040073
  Heiti máls: Gjaldskrá skipulags- og byggingarfulltrúa Seltjarnarnessbæjar.
  Lýsing: Drög að gjaldskrá lögð fram.
  Afgreiðsla: Nefndin samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.
 5.  Mál nr. 2018040095
  Heiti máls: Tjarnarstígur 10, umsókn um byggingarleyfi.
  Lýsing: Sótt um að byggja geymslu á lóð.
  Afgreiðsla: Nefndin hafnar umsókn um byggingarleyfi. Umsækjanda bent á að sækja um deiliskipulagsbreytingu á eigin kostnað.
 6. Mál nr. 22017080591
  Heiti máls: Varnarveggur við Sækambi eystri og vestri – sjóvarnir.
  Lýsing: Umsögn Vegagerðar liggur fyrir og er lögð fram.
  Afgreiðsla: Nefndin tekur jákvætt í fyrirspurnina og vísar til sviðsstjóra umhverfissviðs til úrvinnslu með Vegagerðinni. Nefndin leggur áherslu á að samþykktir uppdrættir að breyttum varnargarði liggi fyrir áður en til framkvæmda kemur.
 7. Mál nr. 2018020097
  Heiti máls: Hrólfsskálavör 2, fyrirspurn um heimild til að bæta sjóvörn/brimvörn framan við viðbyggingu.
  Lýsing: Umsögn Vegagerðar liggur fyrir og er lögð fram.
  Afgreiðsla: Nefndin tekur jákvætt í fyrirspurnina og vísar til sviðsstjóra umhverfissviðs til úrvinnslu með Vegagerðinni. Nefndin leggur áherslu á að samþykktir uppdrættir að breyttum varnargarði liggi fyrir áður en til framkvæmda kemur.
 8. Mál nr. 2018040142
  Heiti máls: Nesbali 7 – fyrirspurn um glugga og sólskála.
  Lýsing: Fyrirspurn um glugga og sólskála.
  Afgreiðsla: Nefndin tekur jákvætt í fyrirspurnina.

  Umferðarmál
 9. Mál nr. 2018020161
  Heiti máls: Endurskoðuð umferðaröryggisáætlun Seltjarnarnesbæjar.
  Lýsing: Frestað á síðasta fundi, drög lögð fram að nýju.
  Afgreiðsla: Nefndin óskar eftir kynningu VSÓ á drögum umferðaröryggisáætlunar.

  Önnur mál
  Mál nr. 201740042
  Heiti máls: Gróður á Valhúsahæð á Seltjarnarnesi.
  Lýsing: Skýrsla áður til umfjöllunar í umhverfisnefnd og samþykkt þar.
  Afgreiðsla: Skýrsla lögð fram. Nefndin óskar eftir kynningu á skýrslunni.

Fundi slitið kl. 8.54.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?