Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

09. maí 2018

Fundargerð 75. fundar skipulags- og umferðanefndar miðvikudaginn 9. maí 2018, kl. 7.30 að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi.

Mættir: Bjarni Torfi Álfþórsson, Axel Þórir Friðriksson, Anna Margrét Hauksdóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Ragnhildur Ingólfsdóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson.

Fulltrúi ungmennaráðs boðaði forföll.

Fundergerð ritaði: Hervör Pálsdóttir.

Baldur Pálsson mætir undir lið um endurskoðun umferðaröryggisáætlunar Seltjarnarnesbæjar.

Eftirfarandi mál voru tekin fyrir:

Skipulagsmál samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010:

  1. Mál nr. 2017030052
    Heiti máls: Melabraut 12, deiliskipulag Bakkahverfis, nýbygging.
    Lýsing: Ný tillaga lögð fram
    Afgreiðsla: Umsóknaraðila er falið að leiðrétta innsend gögn og felur skipulagshöfundi að svara framkomnum athugasemdum eftir grendarkynningu.
  2. Mál nr. 2018040089
    Heiti máls: Bollagarðar 73-75, fyrirspurn um deiliskipulagsbreytingu.
    Lýsing: Ný tillaga lögð fram.
    Afgreiðsla: Lagfæra þarf uppdrætti, ekki gert ráð fyrir nema tveimur bílastæðum á lóð.
  3. Mál nr. 2017110135, Hamarsgata 6-8
    Heiti máls: Hamarsgata 6-8, auglýsing tillögu að deiliskipulagsbreytingu.
    Lýsing: Athugasemdir til umræðu.
    Afgreiðsla: Athugasemdir lagðar fram og ræddar. Skipulagshönnuði er falið að svara framkomnum athugasemdum og koma með hugmyndir til móts við athugasemdir.

    Byggingarmál samkvæmt Mannvirkjalögum nr. 160/2010:
  4. Mál nr. 2018020002
    Heiti máls: Kirkjubraut 1, fyrirspurn um fastanúmer, fjölgun íbúða og skiptingu bílskúrs.
    Lýsing: Ný tillaga lögð fram.
    Afgreiðsla: Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram miðað við umræður nefndarinnar.
  5. Mál nr. 2018040190
    Heiti máls: Suðurmýri 52, endurnýjuð umsókn um byggingarleyfi fyrir stækkun húss, sbr. bókun skipulags- og umferðarnefndar 12. júlí 2007.
    Lýsing: Umsókn rædd.
    Afgreiðsla: Byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjanda og fá skýringar á umsókn.
  6. Mál nr. 2018040336
    Heiti máls: Leikskóli Seltjarnarness - umsókn um stöðuleyfi smáhýsa.
    Lýsing: Umsókn um stöðuleyfi fyrir smáhýsi á lóð við leikskóla Seltjarnarness.
    Afgreiðsla: Stöðuleyfi samþykkt til eins árs en skoða þarf staðsetningu með tilliti til byggingarreglugerðar.

    Guðmundur Ari leggur fram eftirfarandi bókun: Fyrir það fyrsta er það afar sorgleg staða að eftir 5 ára umræður um að brúa bilið á milli fæðingarlofs og leikskóla séum við að reisa gámabyggð við hlið leikskólalóðarinnar til þess eins að viðhalda núverandi inntöku í leikskóla Seltjarnarness. En fyrst þessi staða er komin upp er afar mikilvægt að staðsetning gámanna sé vel ígrunduð út frá þörfum leikskólans sem og framtíðaruppbyggingu á svæðinu. Það er kostnaðarsamt að þurfa færa gámana og þar sem um tímabundna lausn er að ræða er mikilvægt að gámarnir þrengi ekki að hugsanlegri framtíðaruppbyggingu leikskólans á Ráðhúsreitnum.
    Guðmundur Ari Sigurjónsson – Samfylkingu Seltirninga.

    Ragnhildur tekur undur bókun Guðmundar Ara en leggur jafnframt fram eftirfarandi bókun: Vegna klúðurs meirihlutans til að leysa þörfina um stækkun leikskólans á sómasamlegan hátt, þá samþykki ég þessa lausn til bráðabirgða til eins árs, svo að börnin fái leikskólapláss. Neslistinn hefur barist fyrir því í mörg ár að sameina skóla og leikskóla og hafa þá staðsetta á sama svæði. Ein ástæðan fyrir því er að þegar börnum er skutlað í leik/grunnskólann sé þeim öllum skutlað á einn stað og þurfi þ.a.l. ekki að fara yfir umferðaræðar eða að skutlað sé á fleiri staði og umferð þá aukin sérstaklega á íbúðarsvæðum.
    Ragnhildur Ingólfsdóttir – Neslistanum.
  7. Mál nr. 2018040292
    Heiti máls: Þjónustumiðstöð - umsókn um stöðuleyfi gáma.
    Lýsing: Sótt um stöðuleyfi í 1 ár fyrir 6 m löngum geymslugám á vinnusvæði Þjónustumiðstöðvar, sem er afgirt svæði milli Bygggarða 8 og 10, skv. teikningu.
    Afgreiðsla: Samþykkt stöðuleyfi til 1 árs.
  8. Mál nr. 2018040209
    Heiti máls: Eiðismýri 20 – Umsagnarbeiðni vegna nýs rekstrarleyfis fyrir gististað í flokki II.
    Lýsing: Umsókn rædd.
    Afgreiðsla: Nefndin gefur neikvæða umsögn. Samræmist ekki deiliskipulagi.
  9. Mál nr. 2201850013
    Heiti máls: Lóðir Nesvegur 100, 102 og 104.
    Lýsing: Lóðarmörk, stærðir lóða, bílastæði.
    Afgreiðsla: Byggingarfulltrúi upplýsir um málið. Nefndin felur byggingarfulltrúa að skoða málið áfram.
  10. Mál nr. 2018020097
    Heiti máls: Hrólfsskálavör 2, fyrirspurn um heimild til að bæta sjóvörn/brimvörn framan við viðbyggingu.
    Lýsing: Tillaga að frágangi og verktilhögun.
    Afgreiðsla: Nefndin tekur jákvætt í umsóknina og óskar eftir umsögn Vegagerðarinnar um tillögu að frágangi og verktilhögun.

    Umferðarmál
  11. Mál nr. 2018020161
    Heiti máls: Endurskoðuð umferðaröryggisáætlun Seltjarnarnesbæjar.
    Lýsing: Nefndin óskar eftir kynningu á umferðaröryggisáætlun. Baldur Pálsson sviðsstjóri mætir á fundinn og sér um kynningu.
    Afgreiðsla: Lögð fram til kynningar.

    Önnur mál
  12. Ragnhildur Ingólfsdóttir óskar eftir upplýsingum um hvenær hjúkrunarheimilið verður tekið í notkun.
    Afgreiðsla: Frestað til næsta fundar.

Fundi slitið 9.29.

Næsti fundur nefndarinnar er ákveðinn 13. júní kl. 8.00.

.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?