Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

09. júlí 2018

Fundargerð 79. fundar skipulags- og umferðarnefndar mánudaginn 09.07.2018, kl. 8:00 að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi.

Mættir: Ragnhildur Jónsdóttir formaður, Ingimar Sigurðsson, Þorleifur Örn Gunnarsson, Ragnhildur Ingólfsdóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson byggingarfulltrúi. Sigríður Guðmundsdóttir og varamaður hennar voru erlendis.

Fundargerð ritaði: Sigurður Valur Ásbjarnarson.

Eftirfarandi mál voru tekin fyrir:

Skipulagsmál samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010:

  1. Mál nr. 2018020002
    Heiti máls: Kirkjubraut 1, deiliskipulagsbreyting.
    Lýsing: Nýr uppdráttur frá Landmótun lagður fram til samþykktar.
    Afgreiðsla: Uppdráttur samþykktur að áorðnum breytingum samkvæmt umræðu nefndarinnar. Samþykkt að senda í deiliskipulagsbreytingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Byggingarmál samkvæmt Mannvirkjalögum nr. 160/2010:
  2. Mál nr. 2018060181
    Heiti máls: Fornaströnd 5.
    Lýsing: Nýjar teikningar lagðar fram til samþykktar
    Afgreiðsla: Nefndin samþykkir umsóknina enda samræmast breytingarnar deiliskipulagi. Byggingarfulltrúa falið að afgreiða málið.
  3. Mál nr. 20180601961
    Heiti máls: Vesturströnd 10.
    Lýsing: Sótt er um leyfi fyrir 1. áfanga og setja tvo kvisti á lægri hluta íbúðarhússins og stækka núverandi kvist á norðurhlið.
    Afgreiðsla: Nefndin samþykkir umsóknina enda samræmast breytingarnar deiliskipulagi. Byggingarfulltrúa falið að afgreiða málið.

    Umferðarmál

    Heiti máls:
    Formaður tók til umræðu öryggismál í umferð bæjarbúa
    Lýsing:. Umferðarmál og gönguleiðir skólabarna.
    Afgreiðsla: Nefndin ákvað að taka umrædd mál til sérstakrar skoðunar á næsta fundi nefndarinnar.

    Önnur mál
    Fleiri mál voru ekki til umræðu og voru fundarlok kl. 8:42.

Sigurður Valur Ásbjarnarson

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?