Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

13. ágúst 2018

80. fundur Skipulags- og umferðanefndar, mánudaginn 13. ágúst 2018, kl. 8.00 að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi.

Fundinn sátu: Ragnhildur Jónsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Sigríður Sigmarsdóttir, Karen María Jónsdóttir, Ragnhildur Ingólfsdóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson byggingarfulltrúi.

Þorleifur Örn Gunnarsson boðaði forföll.

Fulltrúi ungmennaráðs boðaði forföll.

Baldur Pálsson sat fundinn undir lið 5, Umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfarenda.

Fundargerð ritaði: Hervör Pálsdóttir.

Fundur settur kl. 8.00.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

Skipulagsmál samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010:

  1. Mál nr. 2018070083
    Heiti máls: Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Iðnaður og önnur landfrek starfsemi. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi (drög).
    Lýsing: Lögð fram sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, ásamt umhverfisskýrslu, sbr. lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana.
    Afgreiðsla: Nefndin gerir ekki athugasemdir en hefur áhyggjur af þungaflutningum að og frá Örfirisey.
  2. Mál nr. 2018070020
    Heiti máls: Deiliskipulag Vestursvæðis að Lindarbraut – Sævargarðar 12.
    Lýsing: Óskað er eftir deiliskipulagsbreytingu vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar við Sævargarða 12.
    Afgreiðsla: Nefndin hafnar beiðninni.
  3. Mál nr. 2018070099
    Heiti máls: Íþróttahús Seltjarnarness – auglýsingaskilti.
    Lýsing: Erindi handknattleiksdeildar varðandi staðsetningu auglýsingaskiltis við inngang íþróttamiðstöðvar.
    Afgreiðsla: Nefndin samþykkir að Hertz auglýsingaskilti verði fært yfir inngang íþróttamiðstöðvar til bráðabirgða. Nefndin samþykkir ekki frekari auglýsingaskilti á grundvelli erindisins. Skiltareglur bæjarfélagsins verða teknar til skoðunar.

    Byggingarmál samkvæmt Mannvirkjalögum nr. 160/2010:
  4. Mál nr. 2017090204
    Heiti máls: Kirkjubraut 7 – skúr á lóð.
    Lýsing: Byggingarfulltrúi leggur fram erindi vegna málsins.
    Afgreiðsla: Nefndin felur byggingarfulltrúa að fylgja málinu eftir.

    Umferðarmál
  5. Mál nr. 2018080028
    Heiti máls: Umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfarenda.
    Lýsing: Málið rætt. Baldur Pálsson kom á fund nefndarinnar undir liðnum og fór yfir stöðu mála varðandi umferðaröryggi skólabarna.
    Afgreiðsla: Nefndin telur rétt að fá ráðgjafaraðila til að gera tillögu um merkingar leiða og hraðatakmarkanir fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur svo og gönguleiðir skólabarna. Nefndin leggur áherslu á að vinnu við endurskoðun stíga í sveitarfélaginu verði hraðað.
  6. Mál nr. 2018080003
    Heiti máls: Göngustígar á vestursvæðum.
    Lýsing: Málið rætt.
    Afgreiðsla: Nefndin vísar til afgreiðslu erindis undir lið 5 í fundargerð.

Fundi slitið kl. 10.00.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?