Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

26. september 2018

82. fundur Skipulags- og umferðarnefndar, haldinn miðvikudaginn 26. september 2018, kl. 8.00 að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi.

Fundinn sátu: Ragnhildur Jónsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Sigríður Sigmarsdóttir, Karen María Jónsdóttir, Ragnhildur Ingólfsdóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson byggingarfulltrúi.

Áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs boðaði forföll.

Fundargerð ritaði: Sigurður Valur Ásbjarnarson, byggingarfulltrúi.

Fundur settur kl. 8.00.

Eftirfarandi mál voru tekin fyrir:

A. Skipulagsmál samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010:

 1. Mál nr. 2018090018

  Heiti máls: Innkeyrslur að húsum við Sefgarða frá Norðurströnd.

  Lýsing: Fyrirspurn frá nágranna um innkeyrslur með tilliti til umferðaröryggis og deiliskipulags.

  Afgreiðsla: Út frá mati á umferðaröryggi og með tilliti til gildandi deiliskipulags fyrir Vestursvæði að Lindarbraut, leggur samgöngusvið VSÓ til, að ekki sé hægt að mæla með þessum innkeyrslum að Sefgörðum 10 og 12, frá Norðurströnd.

 2. Mál nr. 2018090117.

  Heiti máls: Tveir póstar, matsáætlun og umsögn, er varðar Björgun í Álfsnesvík.

  Lýsing: Drög að tillögu að matsáætlun vegna starfsvæðis Björgunar.
  Afgreiðsla. Nefndin gerir ekki athugasemdir við framlögð drög að matsáætlun.

 3. Mál nr. 2018090143.

  Heiti máls: Fyrirspurn um bílastæði í deiliskipulag.

  Lýsing: Fyrirspurn varðandi bílastæði í botnlanga að Nesbala 2-12

  Afgreiðsla: Búið er að leysa málið í sátt við íbúa og bæjaryfirvöld.

 4. Mál nr. 2018050359.
  Heiti máls: Nýr leikskóli. Baldur Pálsson fræðslustjóri mætti á fundinn ásamt Margréti Gísladóttur leikskólastjóra.
  Lýsing: Samkeppni um nýjan leikskóla - kynningargögn.
  Afgreiðsla: Nefndin þakkar Baldri og Margréti fyrir góða kynningu og vel framsett gögn.
  Fram komu ábendingar á fundinum og var ákveðið að fela byggingarfulltrúa að taka þær saman fyrir næsta fund.
 5. Mál nr. 2018090207.
  Heiti máls: Ný tillaga um Bygggarða - umsókn.
  Lýsing: Ný tillaga um byggingar til kynningar og sótt er um breytingu á deiliskipulagi. Bygggarða á Seltjarnarnesi. Páll Gunnlaugsson arkitekt mætti á fundinn ásamt Þorgerði Einarsdóttur framkvæmdastjóra Landeyjar.
  Afgreiðsla: Nefndin þakkar Páli og Þorgerði fyrir góða kynningu og vel framsett gögn. Samþykkt að boða til íbúafundar við fyrsta tækifæri.
 6. Mál nr. 2018020002
  Heiti máls: Kirkjubraut 1, deiliskipulagsbreyting.
  Lýsing: Grenndarkynningu lokið, ein athugasemd barst. Málinu frestað á síðasta fundi.
  Afgreiðsla: Nefndin samþykkir deiliskipulagsbreytinguna enda er komið til móts við athugasemdir. Ljóst er að nefndin lagði áherslu á að gert yrði ráð fyrir sex bílastæðum á umræddri lóð í stað tveggja áður. Eitt þeirra verður bílastæði fyrir hreyfihamlaða.
 7. Mál nr. 2018050151,
  Heiti máls: Skólabraut 4, deiliskipulagsbreyting.
  Lýsing: Ósk um að byggja 20 m2 sólskála.
  Afgreiðsla: Í gildandi deiliskipulagi er heimilt að byggja 10 m2 sólskála. Nefndin hafnar breytingunni þar sem umsóknin er ekki í samræmi við gildandi skipulag.

  Byggingarmál samkvæmt Mannvirkjalögum nr. 160/2010:
 8. Mál nr. 2018020002
  Heiti máls: Kirkjubraut 1, umsókn um byggingarleyfi.
  Lýsing: Þrílyft íbúðarhús með sex íbúðum. Málinu frestað á síðasta fundi.
  Afgreiðsla: Samþykkt.

  Umferðarmál – málum frestað – vantar gögn frá lögreglu.

  Önnur mál

 9. Mál nr. 2018070020

  Heiti mál: Sævargarðar 12 heimild til viðbyggingar.

  Lýsing: Lagt fram bréf dagsett 6. september frá umsækjendum og umsögn skipulagshöfunda.

  Afgreiðsla: Umsóknin er ekki í samræmi við gildandi deilskipulag samkvæmt umsögn skipulagshöfunda og er því synjað.

 10. Mál nr. 2018090192,

  Heiti mál: Nesvegur – heiti á götu.

  Lýsing: Heiti á götu frá Suðurströnd að kirkju.

  Afgreiðsla: Gatan heitir Kirkjubraut að gatnamótum Suðurstrandar og Nesvegar.

Fundarlok kl. 9.50

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?