86. fundur Skipulags- og umferðarnefndar, haldinn miðvikudaginn 16. janúar 2019 kl. 8.00 að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi.
Fundinn sátu: Ragnhildur Jónsdóttir, Sigríður Sigmarsdóttir, Ingimar Sigurðarson, Þorleifur Örn Gunnarsson, Ragnhildur Ingólfsdóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson skipulags- og byggingarfulltrúi.
Áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs Ari Hallgrímsson var fjarverandi.
Fundargerð ritaði: Sigurður Valur Ásbjarnarson, skipulags- og byggingarfulltrúi.
Fundur settur kl. 8.00.
Eftirfarandi mál voru tekin fyrir:
A. Skipulagsmál samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010:
-
Mál nr. 2018120114
Heiti máls: Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins.
Lýsing: Vaxtarmörk á Álfsnesi – verkefnalýsing fyrir breytingu á svæðisskipulagi.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar án athugasemda.
B. Byggingarmál samkvæmt Mannvirkjalögum nr. 160/2010:
-
Mál nr. 2019010166
Heiti máls: Sæbraut 6, umsókn um byggingarleyfi.
Lýsing: Stækkun á húsnæði.
Afgreiðsla: Nefndin gerir ekki athugasemdir við hugmyndir um að stækkun Sæbrautar 6. Hins vegar leggur nefndin áherslu á að framfylgja gildandi deiliskipulagi og fari ekki út fyrir byggingarreit.
C. Umferðarmál
-
Mál nr. 2018020161
Heiti mál: Umferðaröryggisáætlun Seltjarnarnesbæjar – endurskoðuð.
Lýsing: Skýrsla VSÓ um umferðaröryggisáætlun 2018-2022 til umræðu. Skýrsluhöfundur mætir á fundinn með nýjar upplýsingar.
Afgreiðsla: Nefndin þakkar góða kynningu en leggur áherslu á neðanritað.
Nesvegurinn verði skoðaður heildrænt en aðgerðir verði hafnar við breytingar á gatnamótum Skerjabrautar og Nesvegar. Einstefnuakstri verði komið á Suðurmýri samkvæmt deiliskipulagi. Gatnamót við Nesveg og Suðurströnd verði skoðuð með tilliti til öryggis gangandi vegfarenda og sett í forgang að finna viðunandi lausn.
D. Önnur mál
-
Mál nr. 2016070036
Heiti mál: Safnatröð 2.
Lýsing: Lagt fram nýtt mæliblað frá VSÓ – tillaga til staðfestingar.
Afgreiðsla: Mæliblaðið með áorðnum breytingum samþykkt.
-
Mál nr. 2019010140
Heiti mál: Eiðistorg.
Lýsing: Ásýnd, merkingar, leiðarkerfi og nýsköpun fyrir torgið. Höfundar eru Helgi Páll Melsteð og Ármann Agnarsson.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.
Bókun vegna tillögu að endurmörkun Eiðistorgs
Samfylking Seltirninga lýsir yfir ánægju sinni með það frumkvæði sem Helgi Páll Melsteð og Ármann Agnarsson taka hér. Það er alveg ljóst að Eiðistorg hefur mátt muna sinn fífil fegurri. Seltirningar hafa horft á eftir fyrirtækjum, svo sem síðasta banka bæjarins, yfirgefa Eiðistorg síðustu árin og kvíða margir bæjarbúa því að fleiri fyrirtæki og þjónusta fylgi í fótspor þeirra út úr bæjarfélaginu. Það er kominn tími á endurmörkun Eiðistorgs ekki síst til að hlúa að þeirri þjónustu, rekstri og mannlífi sem finna má á Eiðistorgi.
Í þessu samhengi telur Samfylking Seltirninga mikilvægt að klára miðbæjarskipulagið í sátt við íbúa sveitarfélagsins, skipulag sem styður við Eiðistorg. Þann 3. október síðastliðinn vísaði bæjarstjórn, á 876. fundi sínum, tillögu að stofnun verkefnahóps um gerð nýs miðbæjarskipulags (mál 14.b.) til Skipulags- og umferðarnefndar. Málið hefur ekki enn verið tekið á dagskrá nefndarinnar. Nýtt miðbæjarskipulag með fallegt Eiðistorg í broddi fylkingar býður upp á marga spennandi möguleika til nýsköpunar, þjónustu og mannlífs á Seltjarnarnesi. Samfylking Seltirninga telur kjörið að hefjast handa.
Fyrir hönd Samfylkingar Seltirninga,
Þorleifur Örn Gunnarsson
-
Mál nr. 2017080619
Heiti mál: Deiliskipulag Valhúsahæðar og útivistarsvæðis.
Lýsing: Niðurstaða úrskurðarnefndar um kæru á deiliskipulagi Valhúsahæðar og útivistarsvæðis.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar. Niðurstaða úrskurðarnefndar var að kröfu kæranda var hafnað.
-
Dagsetningar á fundum nefndarinnar á árinu 2019.
mið 16. janúar
fim 21. febrúar
fim 21. mars
fim 2. maí
mið 5. júní
mið 3. júlí
mið 14. ágúst
mið 18. september
mið 16. október
fim 21. nóvember
Samþykktir byggingarfulltrúa samkvæmt Mannvirkjal. nr. 160-2010, til staðfestingar.
-
Mál nr. 2019010131
Heiti mál: Austurströnd 2.
Lýsing:. Stöðuleyfi fyrir tvo gáma.
Afgreiðsla: Samþykkt af byggingarfulltrúa 8. janúar 2019. Gildir til 1. júní 2019.
Skipulags- og umferðarnefnd staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa á máli nr. 8.
Fundargerð lesin og samþykkt.
Fleira ekki tekið fyrir og fundarlok kl. 10.00.
Sigurður Valur Ásbjarnarson, skipulags- og byggingarfulltrúi
Ragnhildur Jónsdóttir, formaður
Sigríður Sigmarsdóttir
Ingimar Sigurðarson
Þorleifur Örn Gunnarsson
Ragnhildur Ingólfsdóttir