Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

27. febrúar 2019

87. fundur Skipulags- og umferðarnefndar, haldinn miðvikudaginn 27. febrúar 2019 kl. 8.00 að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi.

Fundinn sátu: Ragnhildur Jónsdóttir, Sigríður Sigmarsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Þorleifur Örn Gunnarsson og Ragnhildur Ingólfsdóttir.

Áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs Ari Hallgrímsson var fjarverandi.

Fundargerð ritaði: Hervör Pálsdóttir.

Fundur settur kl. 8.00.

Eftirfarandi mál voru tekin fyrir:

A. Skipulagsmál samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010:

 1. Mál nr. 2019010347

  Heiti máls: Valhúsahæð og aðliggjandi útivistarsvæði.

  Lýsing: Breyting á aðal- og deiliskipulagi á Valhúsahæð – Kirkjubraut.

  Afgreiðsla: Byggingarfulltrúa falið að vinna áfram með málið.

 2. Mál nr. 2018100079

  Heiti máls: Skíðasvæði í Bláfjöllum, Kópavogsbær.

  Lýsing: Skíðasvæði í Bláfjöllum, Kópavogsbæ – beiðni um umsögn.

  Afgreiðsla: Nefndin leggur áherslu á nú sem fyrr að framkvæmdin verði unnin með tilliti til mats á umhverfisáhrifum.

  B.
  Byggingarmál samkvæmt Mannvirkjalögum nr. 160/2010:

 3. Mál nr. 2019010443

  Heiti máls: Hamarsgata 6-8.

  Lýsing: Fjarlægja hús og byggja nýtt.

  Afgreiðsla: Með vísan til kafla 2.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012, með síðari breytingum, er samþykkt að gefið verði út byggingarleyfi þ.e. rif á húsi í samræmi við óskir eigenda og umsókn. Einnig er samþykkt byggingarleyfi í samræmi við lög nr. 160/2010 um mannvirki og kafla 2.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012, með síðari breytingum, enda séu teikningar í samræmi við deiliskipulag sem var samþykkt í bæjarstjórn 6. júní 2018 og birt í B-deild Stjórnartíðinda þann 29. ágúst 2018.

 4. Mál nr. 2019010470

  Heiti máls: Nesvegur 103.

  Lýsing: Ósk um breytingu á gluggum og sólskála.

  Afgreiðsla: Samþykkt byggingarleyfi skv. lögum nr. 160/2010 um mannvirki og kafla 2.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012, ásamt áorðnum breytingum, enda séu teikningar í samræmi við gildandi deiliskipulag.

  C.
  Umferðarmál

 5. Mál nr. 2019020056

  Heiti máls: Hringbraut – umferðaröryggi.

  Lýsing: Formaður kynnti umræður sem fram fóru á fundi með forstjóra Vegagerðarinnar.

  D.
  Önnur mál

 6. Mál nr. 2019010426

  Heiti mál: Eiðismýri 2-6, 8-12 og 14-20. Fyrirspurn vegna breyttar hagnýtingar séreignar í húsum sem falla undir lög um fjöleignarhús.

  Lýsing: Fyrirspurn um breytingar á séreignum.

  Afgreiðsla: Lagt fram. Vísað til byggingarfulltrúa til frekari skoðunar.

 7. Mál nr. 2019010199

  Heiti mál: Bílastæðasjóður.

  Lýsing: Tillaga að stofnun bílasstæðasjóðs, bæjarráð óskar eftir umsögn skipulags- og umferðarnefndar.

  Afgreiðsla: Skipulags- og umferðarnefnd tekur jákvætt í tillögu að stofnun bílastæðasjóðs.

 8. Mál nr. 2019020120

  Heiti mál: Austurströnd 8 – Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis - gististaður í fl. II að Austurströnd 8.

  Lýsing: Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis.

  Afgreiðsla: Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

Fundargerð lesin og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundarlok kl. 9:15.

Ragnhildur Jónsdóttir, formaður

Sigríður Sigmarsdóttir

Ingimar Sigurðsson

Þorleifur Örn Gunnarsson

Ragnhildur Ingólfsdóttir

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?