Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

21. mars 2019

88. fundur Skipulags- og umferðarnefndar, haldinn fimmtudaginn 21.03.2019 kl. 8.00 að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi.

Fundinn sátu: Ragnhildur Jónsdóttir, Sigríður Sigmarsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Þorleifur Örn Gunnarsson og Ragnhildur Ingólfsdóttir.

Áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs Ari Hallgrímsson var fjarverandi.

Fundargerð ritaði: Sigurður Valur Ásbjarnarson.

Fundur settur kl. 8.05

Eftirfarandi mál voru tekin fyrir:

A. Skipulagsmál samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010:

  1. Mál nr. 2019010347

    Heiti máls: Aðalskipulag og deiliskipulag Valhúsahæðar og aðliggjandi útivistarsvæða - breytingartillaga - ný lóð, Kirkjubraut 20 - uppbygging þjónustuíbúða.

    Lýsing: Verkefnislýsing og breytingartillaga á deiliskipulagi lögð fram.

    Afgreiðsla: Málinu er vísað til umsagnar hjá umhverfisnefnd Seltjarnarness og Náttúru­fræðistofnun. Nefndin felur byggingarfulltrúa að láta leiðrétta deiliskipulags­uppdrátt í samræmi við umræður á fundinum.

  2. Mál nr. 2019030067

    Heiti máls: Endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024. Skipulagslýsing.

    Lýsing: Í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er óskað umsagnar Seltjarnarnesbæjar. Skipulagslýsing lögð fram.

    Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar. Ekki eru gerðar athugasemdir við skipulags­lýsinguna.

  3. Mál nr. 2018090207

    Heiti máls: Endurskoðun á skipulagi Bygggarða.

    Lýsing: Skipulagslýsing lögð fram. Páll Gunnlaugsson og fulltrúar Landeyjar komu á fundinn.

    Afgreiðsla: Nefndin þakkar Páli fyrir góða kynningu á fundinum. Kynntar voru breytingar sem taka tillit til athugasemda sem komu fram á íbúafundi, sem haldinn var 31. janúar s.l. Nefndin tekur jákvætt í þær breytingar sem lagðar voru fram og telur rétt að vísa málinu til frekari umfjöllunar í bæjarstjórn þar sem um er að ræða breytingar á áðurgerðu samkomulagi við landeigendur og breytingar á gildandi deiliskipulagi.

    B.
    Byggingarmál samkvæmt Mannvirkjalögum nr. 160/2010:

  4. Mál nr. 2019030049

    Heiti máls: Selbraut 42 – garðskáli.

    Lýsing: Umsókn um leyfi til að byggja garðskála/viðbyggingu.

    Afgreiðsla: Erindinu hafnað enda ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag. Byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjanda.

  5. Mál nr. 2019020124

    Heiti máls: Lindarbraut 11 – fyrirspurn um nýbyggingu.

    Lýsing: Niðurrif og uppbygging á lóð.

    Afgreiðsla: Erindinu er hafnað. Samræmist ekki deiliskipulagi.

  6. Mál nr. 2019010341

    Heiti máls: Lindarbraut 13 – breyta bílskúr í gestaherbergi.

    Lýsing:. Teikning og umsókn.

    Afgreiðsla: Erindinu er hafnað. Samræmist ekki deiliskipulagi.

  7. Mál nr. 2019010166

    Heiti máls: Sæbraut 6 – stækkun á bílskúr.

    Lýsing: Teikning og umsókn.

    Afgreiðsla: Erindinu er hafnað. Samræmist ekki deiliskipulagi.

    C.
    Önnur mál

  8. Mál nr.

    Heiti máls: Tillaga frá Viðreisn/Neslistanum.

    Lýsing: Tillaga um hámarkshraða á hjólreiðastígum.

    Afgreiðsla: Tillaga um 15 km/klst. Byggingarfulltrúa falið að fylgja málinu eftir.

Sigurður Valur Ásbjarnarson skipulags- og byggingarfulltrúi.

Fundi slitið kl. 10:17

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?