Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

23. maí 2019

89. fundur skipulags- og umferðarnefndar, haldinn fimmtudaginn 23.05.2019 kl. 8.00 að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi.

Fundinn sátu: Ragnhildur Jónsdóttir, Sigríður Sigmarsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Þorleifur Örn Gunnarsson og Ragnhildur Ingólfsdóttir.

Áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs, Ari Hallgrímsson, var fjarverandi.

Fundargerð ritaði: Sigurður Valur Ásbjarnarson.

Fundur settur kl. 8.00

Eftirfarandi mál voru tekin fyrir:

A. Skipulagsmál samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010:

  1. Mál nr. 2019040217

    Heiti máls: Aðalskipulagsbreyting í Reykjavík.

    Lýsing: Sjómannaskólareitur og Veðurstofuhæð. Breytt landnotkun og fjölgun íbúða.

    Tillaga um breytingu á aðalskipulagi. Lögð fram sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Afgreiðsla: Ekki eru gerðar athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar á aðalskipulagi Sjómannaskólareits.

  2. Mál nr. 2019050123

    Heiti máls: Aðalskipulagsbreyting í Reykjavík.

    Lýsing: Korpulína. Jarðstrengur frá Geithálsi að tengivirki við Korpu. Niðurfelling háspennulínu – breytt lega Rauðavatnslínu.

    Afgreiðsla: Ekki eru gerðar athugasemdir við fyrirhugaða lagningu jarðstrengs.

  3. Mál nr. 2018080508

    Heiti máls: Aðalskipulagsbreyting í Reykjavík.

    Lýsing: Esjumelar – breytt skilgreining landnotkunar.Tillaga að breytingu á aðalskipulagi samkvæmt 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt umhverfisskýrslu sbr. lög nr. 105/2006.

    Afgreiðsla: Ekki eru gerðar athugasemdir við breytta skilgreiningu landnotkunar.

  4. Mál nr. 2019010347

    Heiti máls: Aðalskipulag og deiliskipulag Valhúsahæðar og aðliggjandi útivistarsvæða - breytingartillaga - ný lóð, Kirkjubraut 20 - uppbygging þjónustuíbúða.

    Lýsing: Verkefnislýsing og breytingartillaga á deiliskipulagi lögð fram.

    Afgreiðsla: Farið var yfir tillögu að deiliskipulagi á Valhúsahæð fyrir nýja lóð að Kirkjubraut 20 ásamt breytingu á aðalskipulagi þessu samfara. Nefndin samþykkir tillöguna og leggur áherslu á að hún verði til kynningar skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  5. Mál nr. 2018090207

    Heiti máls: Endurskoðun á skipulagi Bygggarðasvæðisins.

    Lýsing: Tillaga Landeyjar um endurskoðun á deiliskipulagi Bygggarðasvæðis lögð fram.

    Afgreiðsla: Nefndin samþykkir með öllum greiddum atkvæðum breytta tillögu og vísar henni til bæjarstjórnar til afgreiðslu og auglýsingar.

    Bókun fulltrúa Samfylkingar Seltirninga
    Fulltrúi Samfylkingar þakkar Páli Gunnlaugssyni kynninguna og fagnar skjótum og vönduðum vinnubrögðum ASK. Það er til fyrirmyndar að hlustað hafi verið á athugasemdir frá íbúum og breytingar gerðar á skipulaginu. Það er hinsvegar ekki til fyrirmyndar að bærinn hafi ekki lagt fram samningsmarkmið og unnið út frá fleiri forsendum en óskum framkvæmdaaðila. Þannig væri hægt að gera ráð fyrir ákveðnu hlutfalli af félagslegum íbúðum, grænum svæðum, fjölbreyttri byggð, búseta íbúðum og svo framvegis. Háværar athugasemdir ákveðinna íbúa bæjarins hefur lýst áhyggjum af fjölda bílastæða sem hefur nú komist inn í tillöguna. Hverfið er óbyggt og þeir sem flytja þangað ganga að ákveðnum forsendum, t.d. fjölda bílastæða. Samgöngur á höfuðborgarsvæðinu hafa breyst mikið á stuttum tíma og í það er ekki náttúrulögmál að hver íbúð þurfi nánast tvö bílastæði.
    Að því sögðu er skoðun fulltrúa Samfylkingar Seltjarnarness að þessi breyting á gildandi deiliskipulagi sé til hins betra. Hverfið sé fallegra, betri nýting á svæðinu og fjölbreyttari íbúðir.
    Þorleifur Örn Gunnarsson

  6. Mál nr. 2019040150

    Heiti máls: Selbraut 42.

    Lýsing: Fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi.

    Afgreiðsla:

    Skipulagsnefnd metur breytinguna, þ.e. stækkun byggingarreits vegna skála, óverulega og til samræmis við áður útgefið byggingarleyfi fyrir Selbraut 36. Því er hér um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og vísar nefndin breytingunni til grenndarkynningar. Grenndarkynna skal eigendum íbúða við Selbraut 32-44.

    B.
    Byggingarmál samkvæmt Mannvirkjalögum nr. 160/2010:

  7. Mál nr. 2019010166

    Heiti máls: Sæbraut 6.

    Lýsing:. Stækkun á bílskúr og útisturtu – áður til umræðu.

    Afgreiðsla: Erindinu vísað til grenndarkynningar og byggingafulltrúa falið að fylgja málinu eftir.

  8. Mál nr. 2019040306

    Heiti máls: Unnarbraut 20.

    Lýsing: Umsókn um leyfi til að setja upp vinnustofu í bílskúr.

    Afgreiðsla: Frestað.

  9. Mál nr. 2019020124

    Heiti máls: Lindarbraut 11.

    Lýsing: Umsókn - áður til umræðu. Greinargerð Hornsteina lögð fram.

    Afgreiðsla: Frestað.

    C.
    Önnur mál

  10. Mál nr. 2019040194

    Heiti máls: Veðurstofa Íslands.

    Lýsing: Uppsetning sjálfvirkrar veðurstöðvar.

    Afgreiðsla: Frestað.

  11. Mál nr. 2018030209

    12. Heiti máls: Samgöngustofa.

    Lýsing: Beiðni um umsögn um staðsetningu ökutækjaleigu.

    Afgreiðsla: Frestað.

  12. Mál nr. 2018080508

    Heiti máls: VSÓ ráðgjöf.

    Lýsing: Eiðistorg – lóðarblöð.

    Afgreiðsla: Lóðarblöðin eru samþykkt.

  13. Mál nr. 2018050154

    Heiti máls: Bakkavör 5.

    Lýsing: Sótt er um leyfi til að einangra húsið og klæða – áður hafnað.

    Afgreiðsla: Frestað.

  14. Mál nr. 2017120083

    Heiti máls: Skerjabraut 1.

    Lýsing: Breyting á sorpgerði.

    Afgreiðsla: Tillaga um breytingu á sorpgerði er samþykkt og vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

  15. Mál nr. 2019040190

    Heiti máls: Látraströnd 32.

    Lýsing: Kvörtun vegna lóðaframkvæmda.

    Afgreiðsla: Frestað.

  16. Mál nr. 2016050216

    Heiti máls: Úrskurðarnefnd Umhverfis- og auðlindarmála.

    Lýsing: Nesbali 35.

    Afgreiðsla: Frestað.

  17. Mál nr. 201905111

    Heiti máls: VSÓ ráðgjöf.

    Lýsing: Einstefna um Suðurmýri - umferðaröryggismál.

    Afgreiðsla: Nefndin þakkar Svanhildi Jónsdóttur, samgönguverkfræðingi VSÓ, kynningu á hugmyndum að umferðaröryggismálum á Eiðistorgi og Nesvegi. Einstefna um Suðurmýri frá gatnamótum Kolbeinsmýrar að Eiðistorgi sérstaklega skoðuð og samþykkt enda í samræmi við samþykkt deiliskipulag. Skipulagsfulltrúa falið að vinna með málið áfram.

    Bókun fulltrúa Samfylkingar Seltirninga
    Fulltrúi Samfylkingar þakkar góðra kynningu frá Svanhildi Jónsdóttur, samgönguverkfræðingi hjá VSÓ. Hugmyndir og tillögur hennar fela í sér mjög mikilvægar framfarir á umferðar- og öryggismálum á Seltjarnarnesi. Tillögurnar kalla hinsvegar á að vinna verði hafin á miðbæjarskipulaginu sem vísað var til Skipulags- og umferðarnefndar haustið 2018. Breytingar á Nesvegi, byggingar nýs leikskóla og breytingar við Eiðistorg munu allar þurfa að falla að nýju skipulagi og því eðlilegt að vinna það samhliða þesari vinnu. Þetta er spennandi verkefni sem þarf að vinna í góðri samvinnu við íbúa. Nýtt miðbæjarskipulag þarf að klára og ef rétt er staðið að málum getur bætt sveitarfélagið mikið.
    Þorleifur Örn Gunnarsson

    Samþykktir byggingarfulltrúa samkvæmt Mannvirkjalögum nr. 160/2010, til staðfestingar:

  18. Mál nr. 201905007

    Heiti máls: Melabraut 12.

    Lýsing: Breyting á byggingarefni – nýr umsækjandi.

    Samþykkt af byggingarfulltrúa 6.05.2019

    Afgreiðsla: Staðfest.

  19. Mál nr. 2019030200

    Heiti máls: Suðurströnd 8.

    Lýsing: Kaldur pottur við sundlaug.

    Samþykkt af byggingarfulltrúa 27.03.2019.

    Afgreiðsla: Staðfest.

  20. Mál nr. 2019030197

    Heiti máls: Golfklúbbur Ness.

    Lýsing: Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám við golfvöll til 31.12.2020.

    Samþykkt af byggingarfulltrúa 27.03.2019.

    Afgreiðsla: Staðfest.

  21. Mál nr. 2019030191

    Heiti máls: Þjónustumiðstöð.

    Lýsing: Umsókn um áframhaldandi stöðuleyfi til eins árs.

    Samþykkt af byggingarfulltrúa 27.03.2019.

    Afgreiðsla: Staðfest, enda stöðuleyfi aðeins veitt til eins árs. Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að huga að framtíðarlausn á staðsetningu þjónustumiðstöðvar bæjarins áður en stöðuleyfið rennur út 27.03.2020.

  22. Mál nr. 2019030195

    Heiti máls: Vivaldivöllur.

    Lýsing: Umsókn um stöðuleyfi á blaðamannagámi við Vivaldivöll til 30.09.2019.

    Samþykkt af byggingarfulltrúa 6.05.2019.

    Afgreiðsla: Staðfest.

  23. Mál nr. 2019040153

    Heiti máls: Austurströnd 4.

    Lýsing: Umsókn um hækkun á lyftuhúsi. Verið að setja nýja lyftu og bæta aðgengi fyrir íbúa og fatlaða.

    Samþykkt af byggingarfulltrúa 13.05.2019.

    Afgreiðsla: Staðfest og lagt til að málið verði grenndarkynnt.

  24. Mál nr. 2018030209

    Heiti máls: Nestorg ehf.

    Lýsing: Framkvæmdir og kvartanir við Eiðistorg 13-15.

    Áður útgefið byggingarleyfi takmarkað af byggingarfulltrúa 13.05.2019.

    Afgreiðsla: Staðfest.

  25. Fyrirspurn og tillaga frá fulltrúa Samfylkingar til næsta fundar
    1) Hvar stendur stofnun bílastæðasjóðs Seltjarnarness?
    2) Hver gaf leyfi fyrir framkvæmdum á hringtorginu við Snoppu?
    Fulltrúi Samfylkingar leggur til að byggt verði gott skýli fyrir hjól við Íþróttamiðstöð Seltjarnarness. Skýlið þarf að veita hjólum öruggt og gott skjól meðan íbúar og aðrir gestir njóta hreyfingar. Staðsetning hjólaskýlisins kæmist vel fyrir í stað söluskálans við Sundlaugina sem nú hefur verið rifinn. Fjöldi bílastæða á svæðinu er gríðarlegur en nægir þó ekki á álgastímum. Gott og öruggt hjólaskýli hvetur til umhverfisvænna og heilsueflandi fararmáta fyrir gesti Íþróttamiðstöðvarinnar.

Fundi slitið kl. 10:45.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?