Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

25. september 2019

93. fundur skipulags- og umferðarnefndar, haldinn miðvikudaginn 25. september 2019 kl. 8.00 að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi.

Mættir: Ragnhildur Jónsdóttir, formaður, Ingimar Sigurðsson, Sigríður Sigmarsdóttir, Karen María Jónsdóttir, Ragnhildur Ingólfsdóttur og Sigurður Valur Ásbjarnarson, skipulags- og byggingarfulltrúi.

Fjarverandi: Ari Hallgrímsson, áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs.

Fundargerð ritaði Sigurður Valur Ásbjarnarson.

Fundur settur kl. 8:02.

Anna Margrét Hauksdóttir arkitekt mætti á fundinn kl. 8:30 og vék af fundi kl. 8:50.

Bjarni Andrésson og Runólfur Helgi Jónasson mæta á fundinn kl. 9:03 og véku af fundi kl. 9:18.

Eftirfarandi mál voru tekin fyrir:

A. Skipulagsmál samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010:

  1. Mál nr. 2019080750

    Heiti máls: Efnisvinnslusvæði í Álfsnesvík, breyting á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, aðalskipulagi Reykjavíkur og nýtt deiliskipulag.

    Lýsing: Breyting á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040 og aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, efnisvinnslusvæði í Álfsnesvík, lagt fram til kynningar sbr. 24 gr. og 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, ásamt umhverfisskýrslu sbr. lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana ásamt nýju deiliskipulagi fyrir Álfsnesvík sbr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, ásamt umhverfisskýrslu sbr. lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana.

    Afgreiðsla: Nefndin gerir ekki athugasemdir við auglýstar skipulagsbreytingar á efnisvinnslusvæði í Álfsnesvík. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

  2. Mál nr. 2019080751

    Heiti máls: Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Sjómannaskólareitur og Veðurstofuhæð.

    Lýsing: Breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, Sjómannaskólareitur og Veðurstofuhæð, breytt landnotkun og fjölgun íbúða lagt fram til kynningar sbr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Afgreiðsla: Nefndin gerir ekki athugasemdir við tillögur um breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 sem gera ráð fyrir breyttri landnotkun á Sjómannaskólareit og Veðurstofuhæð. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

  3. Mál nr. 2018090207

    Heiti máls: Deiliskipulag fyrir Bygggarða - umsókn um breytingu á deiliskipulagi.

    Lýsing: Athugasemd við tillögu að breyttu deiliskipulagi Bygggarðasvæðis á Seltjarnarnesi. Ein athugasemd barst, móttekin 7. ágúst 2019, og var hún kynnt nefndarmönnum.

    Afgreiðsla: Byggingarfulltrúa ásamt lögmanni bæjarfélagsins falið að svara athugasemdinni sem barst.

  4. Mál nr. 2019010347

    Heiti máls: Deiliskipulag Valhúsahæðar og aðliggjandi útivistarsvæða - breytingartillaga - ný lóð, Kirkjubraut 20 - uppbygging búsetukjarna.

    Lýsing: Anna Margrét Hauksdóttir, arkitekt, kemur á fundinn. Farið yfir ábendingar frá umhverfisnefnd bæjarfélagsins.

    Afgreiðsla: Nefndin þakkar Önnu Margréti góða kynningu á breyttum tillögum. Nefndin vísar málinu til umsagnar hjá umhverfisnefnd.

  5. Mál nr. 2019090086

    Heiti máls: Tjarnarstígur 8 – fyrirspurn til byggingarfulltrúa um íbúð í kjallara.

    Lýsing: Eigandi Tjarnarstígs 8 fyrirhugar að stækka húsið að Tjarnarstíg 8.

    Afgreiðsla: Byggingarfulltrúa falið að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

    B.
    Byggingarmál samkvæmt Mannvirkjalögum nr. 160/2010:

  6. Mál nr. 2018050154

    Heiti máls: Bakkavör 5 – klæðning.

    Lýsing: Ítrekað erindi um að klæða Bakkavör með sléttu stáli. Bjarni Andrésson og Runólfur Helgi Jónasson mæta á fundinn.

    Afgreiðsla: Nefndin leggur til að byggingarfulltrúa verði falið að ræða við skipulagshöfund og fá óháðan aðila til að meta hvaða viðgerðarkostir eru í boði, miðað við ástand hússins.

  7. Mál nr. 2019020124

    Heiti máls: Lindarbraut 11 – ný bygging – fyrirspurn.

    Lýsing: Lögð fram fyrirspurn um byggingu steinhúss á tveimur hæðum með fjórum íbúðum á Lindarbraut 11.

    Afgreiðsla: Byggingarfulltrúa falið að svara erindinu í samræmi við gildandi deiliskipulag.

  8. Mál nr. 2019070045

    Heiti máls: Lindarbraut 13.

    Lýsing: Bréf byggingarfulltrúa um smáhýsi á lóð frá 8. júlí 2019 og ítrekun á sama bréfi frá 4. september 2019 lögð fram til kynningar.

    Afgreiðsla: Um óleyfisframkvæmd er að ræða. Byggingarfulltrúa falið að fylgja málinu eftir.

  9. Mál nr. 2019080706

    Heiti máls: Sævargarðar 2 – umsókn um aukið byggingarmagn á lóð.

    Lýsing: Sótt er um að byggja 60m2 híbýli á lóðinni að Sævargörðum 2.

    Afgreiðsla: Erindinu er hafnað. Bygging er utan byggingarreits og samræmist ekki deiliskipulagi.

  10. Mál nr. 2019090317

    Heiti máls: Hesthús í Bollagarðalandi.

    Lýsing: Sótt er um leyfi til að rífa og endurbyggja hesthús, sjá erindi frá 10. jan. 2016.

    Afgreiðsla: Erindið sent til Minjastofnunar til umsagnar. Ekki er veitt leyfi til að rífa húsið að svo stöddu.

    C.
    Umferðarmál

  11. Mál nr. 2019080706

    Heiti máls: Bílastæðasjóður Seltjarnarnesbæjar.

    Lýsing: Gjaldskrá vegna stöðvunarbrota í Seltjarnarnesbæ lögð fram.

    Afgreiðsla: Staðfest. Vísað til bæjarstjórnar og til auglýsingar hjá ráðherra.

  12. Mál nr. 2019080032

    Heiti máls: Gönguleiðir um bílaplanið við Eiðistorg 11.

    Lýsing: Tillaga frá VSÓ-ráðgjöf hefur verið til kynningar á tveimur fundum með eigendum bílaplansins við Eiðistorg 11.

    Afgreiðsla: Á síðasta fundi skipulags- og umferðarnefndar var tekið jákvætt í framkomna tillögu VSÓ um breyttar gönguleiðir við Eiðistorg 11. Einnig var tekið vel í tillögu VSÓ á tveimur fundum sem byggingarfulltrúi hefur átt með hagsmunaaðilum.

    Byggingarfulltrúa er falið að kynna hugmyndina fyrir íbúum bæjarfélagsins á heimasíðu bæjarins og í bæjarblaði og vinna málið áfram með hagsmunaaðilum. Lögð er áhersla á að hraða afgreiðslunni sem frekast má þar sem málið varðar öryggi gönguleiða skólabarna.

    D. Önnur mál

  13. Mál nr. 2018050013.

    Heiti máls: Nesvegur 100 - lóðarstærð.

    Lýsing: Bréf Húseigendafélags Nesvegar 100, dags. 6. september 2019, lagt fram til kynningar.

    Afgreiðsla: Byggingarfulltrúa er falið að boða lóðarhafa til fundar með það að markmiði að leitast við að ná samkomulagi um lóðarmörk með hliðsjón af niðurstöðu minnisblaðs Landslaga frá 27. júní s.l.

Fundi slitið kl. 10:07

Ragnhildur Jónsdóttir, formaður

Ingimar Sigurðsson

Sigríður Sigmarsdóttir

Karen María Jónsdóttir

Ragnhildur Ingólfsdóttir

Sigurður Valur Ásbjarnarson

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?