Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

15. janúar 2020

Fundargerð 97. fundar skipulags- og umferðarnefndar haldinn miðvikudaginn 15. janúar kl. 8.00 að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi.

Mættir: Ragnhildur Jónsdóttir, formaður, Ingimar Sigurðsson, Guðrún B. Vilhjálmsdóttir, varamaður, Ragnhildur Ingólfsdóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson, skipulags- og byggingarfulltrúi.

Forföll boðuðu: Sigríður Sigmarsdóttir og Þorleifur Örn Gunnarsson.

Fjarverandi: Ari Hallgrímsson, áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs.

Fundargerð ritaði Hervör Pálsdóttir.

Fundur settur kl. 8:00.

Eftirfarandi mál voru tekin fyrir:

A. Skipulagsmál samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010:

  1. Mál nr. 2019080750

    Heiti máls: Breyting á svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðisins 2040.

    Lýsing: Erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um lokaafgreiðslu á breytingu á svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðisins 2040, dags. 30.12.2019, lagt fram.

    Afgreiðsla: Nefndin gerir ekki athugasemdir og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

    1. Byggingarmál samkvæmt Mannvirkjalögum nr. 160/2010:

  2. Mál nr. 2017090204

    Heiti máls: Kirkjubraut 7 – skúr á lóð.

    Lýsing: Afstöðumynd og teikning lögð fram.

    Afgreiðsla: Nefndin felur byggingarfulltrúa að kynna fyrirliggjandi gögn fyrir lóðarhafa aðliggjandi lóðar.

  3. Mál nr. 2019080064

    Heiti máls: Skerjabraut 7 - umsókn um byggingarleyfi vegna bílskúrs/breyting á deiliskipulagi.

    Lýsing: Umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr. Umsögn deiliskipulagshöfundar liggur fyrir.

    Afgreiðsla: Nefndin heimilar að farið verði í breytingu á deiliskipulagi og hún grenndarkynnt að því gefnu að samþykki meðlóðarhafa að Skerjabraut 7A liggi fyrir.

  4. Mál nr. 2019110075

    Heiti máls: Spennistöðvar OR - lóðarblöð, staðfesting eigna.

    Lýsing: Lóðarblöð lögð fram til samþykktar – unnið í samstarfi við VSÓ Ráðgjöf og Orkuveitu Reykjavíkur. Lóðarblöð spennistöðva við Sævargarða 14, Tjarnarból 17, Skólabraut 15, Tjarnarmýri 8a, Miðbraut 3 og Lindarbraut 13 og 13a lögð fram.

    Afgreiðsla: Nefndin óskar eftir því að aðkoma að lóð og lóðarmörk aðliggjandi lóða verði sýnd sem og að kvaðir, eftir atvikum, verði settar inn á lóðarblöðin. Málinu frestað.

  5. Mál nr. 2019040025

    Heiti máls: Sævargarðar 1.

    Lýsing: Garðskáli, skjólveggur og pallur. Teikningar, umsókn um byggingarleyfi og samþykki nágranna lagt fram.

    Afgreiðsla: Garðskáli er utan byggingarreits. Nefndin bendir eiganda á að sækja um breytingu á deiliskipulagi.

  6. Mál nr. 2019110091

    Heiti máls: Lambastaðabraut 14 – bygging einbýlishúss.

    Lýsing: Bygging einbýlishúss.

    Afgreiðsla: Nefndin samþykkir byggingu einbýlishúss samkvæmt fyrirliggjandi teikningum þó aðeins með tveimur bílastæðum á lóðinni, fyrir framan bílskúr. Samþykki siglingasviðs Vegagerðarinnar þarf að liggja fyrir vegna bátaskýlis, sbr. deiliskipulag. Nefndin óskar einnig eftir því að gert verði nýtt lóðarblað/mæliblað vegna lóðarinnar.

    C.
    Önnur mál

  7. Mál nr. 2020010259

    Heiti máls: Lambastaðabraut 14 - umsókn um gerð sjávarvarnargarðs.

    Lýsing: Umsókn um gerð sjávarvarnargarðs.

    Afgreiðsla: Nefndin óskar eftir umsögn siglingasviðs Vegagerðarinnar. Nefndin leggur áherslu á að samþykktir uppdrættir að breyttum varnargarði liggi fyrir áður en til framkvæmda kemur.

  8. Mál nr. 2020010214

    Heiti máls: Eiðistorg 13-15 - umsókn um byggingarleyfi vegna stækkunar á verslunarrými ÁTVR.

    Lýsing: Stækkun á verslunarrými ÁTVR. Teikningar lagðar fram.

    Afgreiðsla: Nefndin samþykkir umsóknina enda liggi fyrir samþykki stjórnar húsfélagsins Eiðistorgs 13-15.

  9. Mál nr. 2020010152

    Heiti máls: Vivaldi völlur, stækkun stúku og aðstöðusköpun fyrir knattspyrnudeild.

    Lýsing: Beiðni um framkvæmdaleyfi vegna stækkunar stúku og staðsetningu á girðingum. Þarfagreining, minnisblað og úttekt á Vivaldivelli lögð fram.

    Afgreiðsla: Nefndin samþykkir framkvæmdaleyfi vegna stækkunar stúku og staðsetningu á girðingum.

    Samþykktir byggingarfulltrúa samkvæmt Mannvirkjalögum nr. 160/2010, til staðfestingar:

  10. Mál nr. 2019120018

    Heiti máls: Lindarbraut 7.

    Lýsing: Ósk um að byggja garðhýsi – yfirlýsing nágranna lögð fram.

    Afgreiðsla. Samþykkt.

  11. Mál nr. 2020010120

    Heiti máls: Nesbali 96.

    Lýsing: Breyting á gluggasetningu og breyting innanhúss.

    Afgreiðsla. Samþykkt.

  12. Mál nr. 2019090280

    Heiti máls: Austurströnd 10.

    Lýsing: Umsókn um svalalokun.

    Afgreiðsla: Byggingarfulltrúa falið að afgreiða málið í samræmi við niðurstöðu grenndarkynningar, enda sé svalalokun í samræmi við aðrar svalalokanir á Austurströnd.

Næsti fundur nefndarinnar er ákveðinn miðvikudaginn 29. janúar 2020 kl. 8:00.

Fundi slitið kl. 9:33.

___________________________

Ragnhildur Jónsdóttir, formaður.

___________________________

Ingimar Sigurðsson

___________________________

Ragnhildur Ingólfsdóttir

___________________________

Guðrún B. Vilhjálmsdóttir

___________________________

Sigurður Valur Ásbjarnarson.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?