Mættir: Inga Hersteinsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Þórður Búason, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Stefán Bergmann, auk þess sat fundinn Einar Norðfjörð framkvæmdastjóri tæknisviðs.
Fundargerð ritaði Ingimar Sigurðsson
Dagskrá:
1. Fundur settur
2. Deiliskipulag vesturhverfis. Á fundinn mætir Valdís Bjarnadóttir arkitekt og kynnir stöðu mála.
3. Umhverfi Nesstofu. Á fundinn mætir Ragnhildur Skarphéðinsdóttir landslagsarkitekt og kynnir verkefnið.
4. Kaffihús á Snoppu.
5. Fyrirspurn frá Önnu Kr. Hjartardóttur arkitekti varðandi stækkun íþróttamiðstöðvar.
6. Erindi Menningarnefndar um útilistaverk við Kisuklappir. Fyrir liggur umsögn Umhverfisnefndar.
7. Lóðarframkvæmdir að Bakkavör 8.
8. Lóðarmörk Lindarbrautar 9-11.
9. Umsókn frá Friðgeiri Sigurðssyni og Ragnhildi Skúladóttur þar sem sótt er um leyfi til að byggja við inngang og breyta innra fyrirkomulagi hússins að Selbraut 4.
10. Önnur mál.
11. Fundarslit.
1. Fundur settur af formanni kl. 08:06
2. Valdís Bjarnadóttir lagði fram og skýrði út skipulagsuppdrátt fyrir deiliskipulag vesturhverfis. Valdísi falið að ganga frá lokaútgáfu deiliskipulagsins í samræmi við umræður á fundinum og leggja fram að nýju hjá nefndinni. Valdís vék af fundi.
3. Ragnhildur Skarphéðinsdóttir lagði fram og skýrði út tillögur sínar um svæðið í kring um Nesstofu. Stefnt að afgreiðslu málsins á næsta fundi. Ragnhildur víkur af fundi.
4. Lagt fram minnisblað bæjarstjóra um kaffihús við Snoppu. Bæjarstjóri gerði stutta grein fyrir stöðu málsins og vék af fundi.
5. Lögð fram fyrirspurn frá Önnu Hjartardóttur arkitekt varðandi stækkun íþróttamiðstöðvarinnar.
6. Tekið fyrir að nýju erindi Menningarnefndar um útislistaverk við Kisuklappir, sem Skipulagsnefnd vísaði til Umhverfisnefndar til umsagnar. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti fyrirhugaða staðsetningu verksins með vísan til bókunar Umhverfisnefndar frá 173. fundi hennar, sem fylgir hér með:
"Umhverfisnefnd hefur fengið til umsagnar frá Skipulags- og mannvirkjanefnd erindi Menningarnefndar um útilistaverk við Kisuklappir.
Nefndin hefur fjallað um erindið á tveimur fundum og samþykkti á fundi sínum þann 28. október s.l. að óska umsagnar Umhverfisstofnunar, Fornleifaverndar og Heilbrigðisfulltrúa Kjósarsvæðis.
Að fengu áliti þessara aðila, sem fylgir hér með gerir nefndin ekki athugasemdir við fyrirhugaða staðsetningu verksins.
Nefndin bendir þó á eftirfarandi atriði:
1. Nú er unnið að fornleifauppgreftri við Bygggarðsvör. Fyrirhuguð staðstetning verksins er á svæði þar sem hugsanlega gætu leynst fornminjar. Nefndin tekur undir með Fornleifavernd, að fulltrúi hennar verði viðstaddur þegar gröftur hefst og að framkvæmdir við verkið verði stöðvaðar, sé það nauðsynlegt með tilvísan til laga um fornleifar.
2. Við uppsetningu verksins verði þess gætt að raska sem minnst því umhverfi sem vinna þarf í.
3. Nefndin tekur undir með Umhverfisstofnun sem mælir með því að frárennsli frá lauginni liggi í grjótsvelg (púkk) og að efni í grjótsvelginn verði ekki sótt í fjöruna".
7. Frestað til næsta fundar.
8. Frestað til næsta fundar.
9. Lögð fram umsókn Friðgeirs Sigurðssonar og Ragnhildar Skúladóttur um að byggja inngang og breyta innra fyrirkomulagi hússins að Selbraut 4. Fyrir liggur samþykki nágranna. Erindið samþykkt.
10. Önnur mál
a. Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, þar sem tilkynnt er að stofnunin þurfi að taka sér lengri tíma en tilskildar fjórar vikur vegna afgreiðslu á breytingu á aðalskipulagi.
11. Fundi slitið kl. 10:00
Inga Hersteinsdóttir (sign) Ingimar Sigurðsson (sign)
Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign) Stefán Bergmann (sign)
Þórður Búason (sign)