Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

20. febrúar 2020

Fundargerð 99. fundar skipulags- og umferðarnefndar haldinn 20. febrúar 2020 kl. 8.00, að Austurströnd 1 á Seltjarnarnesi.

Mættir: Ragnhildur Jónsdóttir formaður, Ingimar Sigurðsson, Sigríður Sigmarsdóttir, Karen María Jónsdóttir, Ragnhildur Ingólfsdóttir og Jóhann Kristinsson fyrir Sigurð Val Ásbjarnarson skipulags- og byggingarfulltrúa.

Fundargerð ritaði Hervör Pálsdóttir.

Fundur settur kl. 8:10.

Eftirfarandi mál voru tekin fyrir:

Skipulagsmál samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010:

 1. Mál nr. 2018090207

  Heiti máls: Deiliskipulag fyrir Bygggarða - umsókn um breytingu á deiliskipulagi.

  Lýsing: Tillaga að breyttu deiliskipulagi Bygggarðasvæðis á Seltjarnarnesi, auglýst að nýju. Athugasemdafresti lauk 13. febrúar sl. Engar athugasemdir bárust.

  Afgreiðsla: Á fundi skipulags- og umferðarnefndar 21. desember 2019 var samþykkt með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu og vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. Athugasemdafresti lauk 13. febrúar 2020. Engin athugasemd barst. Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir tillöguna og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 2. Mál nr. 2020020099

  Heiti máls: Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 og nýju deiliskipulag fyrir Leiðarenda, helli í upplandi Hafnarfjarðar.

  Lýsing: Óskað er eftir umsögn Seltjarnarnesbæjar um tillöguna.

  Afgreiðsla: Nefndin gerir ekki athugasemdir við tillöguna og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.

  Byggingarmál
  samkvæmt Mannvirkjalögum nr. 160/2010:

 3. Mál nr. 2019090280

  Heiti máls: Austurströnd 10.

  Lýsing: Umsókn um svalalokun. Grenndarkynningu lokið. Engar athugasemdir bárust.

  Afgreiðsla: Samþykkt.

  Önnur mál
  :

 1. Mál nr. 2018050013

  Heiti máls: Nesvegur 100 - lóðarstærð.

  Lýsing: Minnisblað lögmanns bæjarins, dags. 27. júní 2019, endurskoðað 19. febrúar 2020, um lóðamál Nesvegar 100, 102 og 104 og minnisblað ASK arkitekta, dags. 7. nóvember 2018, lögð fram.

  Afgreiðsla: Byggingarfulltrúa falið að kynna minnisblað lögmanns bæjarins, dags. 19. febrúar 2020, fyrir lóðarhöfum Nesvegar 100, 102 og 104.

Fundi slitið kl. 8.36.

Ragnhildur Jónsdóttir, formaður

Ingimar Sigurðsson

Sigríður Sigmarsdóttir

Karen María Jónsdóttir

Ragnhildur Ingólfsdóttir

Jóhann Magnús Kristinsson, staðgengill skipulags- og byggingarfulltrúa

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?