Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

15. apríl 2020

Fundargerð 101. fundar skipulags- og umferðarnefndar, haldinn miðvikudaginn 15. apríl 2020 kl. 8.00, fjarfundur.

Mættir: Arnar Hannes Halldórsson, starfandi skipulags- og byggingarfulltrúi, en í gegnum fjarfundarbúnað eru Ragnhildur Jónsdóttir formaður, Ingimar Sigurðsson, Sigríður Sigmarsdóttir, Karen María Jónsdóttir og Ragnhildur Ingólfsdóttir.

Fundargerð ritar: Hervör Pálsdóttir.

Eftirfarandi mál voru tekin fyrir:

A. Skipulagsmál samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010:

  1. Mál nr. 2019110082

    Heiti máls: Deiliskipulag – nýr leikskóli.

    Lýsing: Bæjarstjóri upplýsir að bæjarráð hefur samþykkt að vinna við gerð deiliskipulags verði sett í gang strax og að Andrúm arkitektar verði fengnir til að vinna verkið.

    Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

  2. Mál nr. 2020040033

    Heiti máls: Látraströnd 1 - fyrirspurn um viðbyggingu.

    Lýsing: Erindi ásamt hugmyndum að útfærslum lagt fram.

    Afgreiðsla: Nefndin tekur neikvætt í fyrirspurnina. Samræmist ekki deiliskipulagi.

  3. Mál nr. 2019060293

    Heiti máls: Deiliskipulag Melhúsatúns, Selbraut 80 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi.

    Lýsing: Erindi lagt fram ásamt uppdrætti að deiliskipulagsbreytingu, dags. 16. mars 2020.

    Afgreiðsla: Samþykkt að grenndarkynna framlagðan uppdrátt, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  4. Mál nr. 2020040016

    Heiti máls: Ný miðborg, Borgarlína – áskorun vegna borgarskipulags.

    Lýsing: Erindi lagt fram.

    Afgreiðsla: Kynnt.

    B.
    Byggingarmál samkvæmt Mannvirkjalögum nr. 160/2010:

  5. Mál nr. 2020030038

    Heiti máls: Fornaströnd 1 – umsókn um byggingarleyfi.

    Lýsing: Nýjar teikningar lagðar fram.

    Afgreiðsla: Samþykkt með 4 atkvæðum. Ragnhildur Ingólfsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins og bókar eftirfarandi; „Ástæðan er sú að breytingin er ekki til bóta fyrir húsið, heldur er hún þunglamaleg og bætir þannig ekki útlit hússins heldur þvert á móti. Auk þess er umfang breytinganna þess eðlist að réttast væri að grenndarkynna breytingu á gildandi deiliskipulagi, þar sem verið er að hækka húsið um 70 cm og stækka grunnflöt þess um 23m2.“

  6. Mál nr. 2019010443

    Heiti máls: Hamarsgata 6 – bygging nýs húss.

    Lýsing: Byggingarfulltrúi upplýsir og fer yfir málið, m.a. lóðarblað, byggingarreitur, lega frárennslislagnar o.fl.

    Afgreiðsla: Byggingarfulltrúa falið að stöðva framkvæmdir meðan málið er til skoðunar, enda hefur byggingarleyfi ekki verið gefið út.

  7. Mál nr. 2020010259

    Heiti máls: Lambastaðabraut 14 – sjávarvörn.

    Lýsing: Nýr uppdráttur, dags. 8. apríl 2020, lagður fram.

    Afgreiðsla: Nefndin óskar eftir umsögn siglingasviðs Vegagerðarinnar um framlagðan uppdrátt, sbr. afgreiðslu á 97. fundi nefndarinnar, dags. 15. janúar 2020.

    C.
    Önnur mál

  8. Mál nr. 2020030141

    Heiti máls: Látraströnd 54, umsagnarbeiðni vegna endurnýjunar á umsókn um rekstrarleyfi um gististað í fl. II að Látraströnd 54.

    Lýsing: Umsagnarbeiðni lögð fram.

    Afgreiðsla: Hafnað, samræmist ekki deiliskipulagi. Ragnhildur Jónsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.

    Bókun Karenar Maríu Jónsdóttur, Samfylkingunni: „Ferðaþjónusta er komin til að vera á Seltjarnarnesi, hún fyrirfinnst þegar í fjölbreyttu rekstrarformi og skapar bænum tekjur. Vinna við ferðamálastefnu bæjarins hófst árið 2016 og miðar lítið áfram. Á meðan eru ákvarðanir sem varða málaflokkinn ekki teknar heildstætt bænum og málaflokknum í hag. Samfylkingin leggur áherslu á að bæjaryfirvöld klári að móta stefnu og ramma utan um málaflokkinn þ.m.t. þá atvinnustarfsemi sem rekstur gististarfsemi er.“

  9. Mál nr. 2018120007

    Heiti máls: Nesvegur, göngustígur niður að sjó á milli Nesvegar 113 og 117.

    Lýsing: Minnisblað lögmanns bæjarins, dags. 8. apríl 2020, ásamt fylgigögnum lagt fram.

    Afgreiðsla: Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að senda lóðarhöfum lóðanna Nesvegar 111, 113, 115, 117 og 119 minnisblað lögmanns bæjarins.

  10. Mál nr. 2020030156

    Heiti máls: Fyrirspurn um ferli byggingarleyfis og áform framkvæmdaraðila í tengslum við hæð girðinga að Nesvegi 101.

    Lýsing: Erindið lagt fram og rætt. Byggingarfulltrúi reifar afstöðu til erindisins.

    Afgreiðsla: Byggingarfulltrúa falið að ræða við lóðarhafa lóðanna Nesvegar 101, 103 og 105 og afla álits skipulagshöfundar um kvaðir um umferð að lóðunum.

  11. Mál nr. 2020010156

    Heiti máls: Stofnhjólaleiðir á Seltjarnarnesi/höfuðborgarsvæðinu.

    Lýsing: Hönnunarleiðbeiningar fyrir hjólreiðar, leiðbeiningar sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins og Vegagerðarinnar, dags. 19. desember 2019, lagt fram til kynningar.

    Afgreiðsla: Nefndin fagnar nýjum hönnunarleiðbeiningum fyrir hjólreiðastíga á höfuðborgarsvæðinu sem undirbyggja enn frekar öfluga uppbyggingu hjólastígakerfis sem líklegt er til að fjölga þeim sem kjósa að nota hjól sem samgöngukost. Vöxtur höfuðborgarsvæðisins kallar á breytta nálgun í skipulagi samgangna og fjárfestingu sem miðar ekki einungis að bættu umferðaflæði einkabílsins heldur öflugu lagskiptu samgöngukerfi, hagkvæmri nýtingu lands og auðlinda, auknum umhverfisgæðum og lýðheilsu, vistvænum samgöngum og verndun náttúru.

    Fundi slitið kl. 10:47.

Arnar Hannes Halldórsson

Ragnhildur Jónsdóttir

Ingimar Sigurðsson

Sigríður Sigmarsdóttir

Karen María Jónsdóttir

Ragnhildur Ingólfsdóttir

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?