Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

09. september 2020

Fundargerð 105. fundar skipulags- og umferðarnefndar dags. 9. september 2020 kl. 8.00.

Mættir: Ragnhildur Jónsdóttir formaður, Ingimar Sigurðsson, Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir, Karen María Jónsdóttir, Ragnhildur Ingólfsdóttir og Einar Már Steingrímsson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs.

Fundargerð ritaði: Ingimar Sigurðsson

Fundur settur kl. 8:06.

Eftirfarandi mál voru tekin fyrir:

A. Skipulagsmál samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010:

 1. Málsnúmer 2019110082
  Heiti máls: Aðal- og deiliskipulag Seltjarnarness - bygging nýs leikskóla.
  Lýsing: Minnisblað Andrúm arkitekta, dags. 3. september sl. lagt fram.
  Afgreiðsla: Nefndin samþykkir niðurstöðu Skipulagsstofnunar um að gerð verði breyting á Aðalskipulagi og skipulagslýsingu varðandi það, sem kemur fram í minnisblaði, samhliða vinnu við deiliskipulag. Aðalskipulagsbreyting og tillaga að nýju deiliskipulagi verði auglýst á sama tíma. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 2. Málsnúmer 2020040221
  Heiti máls: Deiliskipulag Bakkahverfis - Aflétting hverfisverndar á hús nr. 3, 5, 7, 9 og 11 við Bakkavör.
  Lýsing: Lögð fram tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Bakkavör 3-11 Seltjarnarnesi: Aflétting hverfisverndar.
  Afgreiðsla: Samþykkt með fyrirvara um lagfæringar, sem ræddar voru á fundinum. Sviðsstjóra falið að ljúka málinu.
 3. Málsnúmer 2020090092
  Heiti máls: Starfsleyfistillaga fyrir SORPU í auglýsingu.
  Lýsing: Umhverfisstofnun vekur athygli á að tillaga að starfsleyfi fyrir Gas- og jarðgerðarstöð SORPU bs. í Álfsnesi er komin í auglýsingu. Allar upplýsingar og tillöguna er hægt að finna á vefsíðu Umhverfisstofnunar:
  https://ust.is/umhverfisstofnun/frettir/stok-frett/2020/09/04/Tillaga-ad-starfsleyfi-fyrir-Gas-og-jardgerdarstod-SORPU/
  Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.


  B. Byggingarmál samkvæmt Mannvirkjalögum nr. 160/2010:
 4. Málsnúmer 2020080120
  Heiti máls: Selbraut 72 – fyrirspurn til byggingarfulltrúa.
  Lýsing: Setja glugga á vesturhlið hússins samkvæmt teikningum. Glugginn er sömu stærðar og gerðar og aðrir gluggar hússins.
  Afgreiðsla: Nefndin tekur jákvætt í erindið.
 5. Málsnúmer 2020060107
  Heiti máls: Nesbali 36 – umsókn um byggingarleyfi.
  Lýsing: Nýjar teikningar lagðar fram.
  Afgreiðsla: Umsóknin samþykkt.
 6. Mál nr. 2020050158
  Heiti máls: Kirkjubraut 7 - umsókn um byggingarleyfi fyrir sólstofu.
  Lýsing: Samþykki meðlóðarhafa og næstu nágranna liggur fyrir.
  Afgreiðsla: Nefndin tekur jákvætt í erindið, enda er bygging sólskála allt að 10m2 heimil, skv. deiliskipulagi. Sviðsstjóra falið að afgreiða málið.


  Afgreiðslur byggingarfulltrúa ef við á:
  C. Umferðarmál og önnur mál:
 7. Málsnúmer 2020030031
  Heiti máls: Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 19/2020.
  Lýsing: Í úrskurðarorði kemur fram að kærumálinu vegna Kirkjubrautar 7, sé vísað frá úrskurðar­nefndinni.
  Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.
 8. Málsnúmer 2019080032
  Heiti máls: Gönguleiðir um Eiðistorg.
  Lýsing: Framkvæmdir á gönguleiðum um Eiðistorg og Suðurmýri til umræðu.
  Afgreiðsla: Sviðsstjóri gerði grein fyrir þeim breytingum og framkvæmdum sem hafa átt sér stað vegna tilkomu nýs lóðarleiguhafa, sem samþykkti ekki þær tillögur sem fyrir lágu.

  Fulltrúi Samfylkingarinnar lagði fram eftirfarandi bókun:
  „Samfylkingin leggur áherslu á að ósk bæjarbúa um aukið öryggi gagngandi vegfaranda á Eiðistorgi og Suðurmýri verði svarað og ekki verði vikið frá hönnun á gönguleiðum þeim er áður höfðu verið samþykktar í skipulagsnefnd og bæjarstjórn. Enda fór framkvæmdin í auglýsingu þar sem hagaðilum, íbúum og fyrirtækjum, gafst færi á að koma athugasemdum á framfæri. Hafi verið tilefni til breytinga á hönnun þá hefði verið réttast að stöðva framkvæmdina og taka málið upp í skipulagsnefnd þar sem ákvörðun yrði tekin um framhaldið.“

  Nefndin leggur áherslu á að vinna málið áfram í sátt við íbúa og lóðarleiguhafa og felur sviðsstjóra að taka upp viðræður við lóðarleiguhafa. Af því sögðu telja samgöngu­verkfræðingar hjá VSÓ að aðgengi skólabarna og annarra vegfarenda verði til mikilla bóta með framkvæmdinni og að umferðaröryggi verði gott.
 9. Málsnúmer 2020090091
  Heiti máls: Sebramerkingar á Vesturströnd, Barðaströnd, Látraströnd og Fornuströnd.
  Lýsing: Fram hefur komið ábending um hvort ekki eigi að setja sebramerkingu, gangbraut yfir göturnar Vesturströnd, Barðaströnd, Látraströnd og Fornuströnd þar sem m.a. grunnskólabörn fara yfir á leið í og úr skóla, þ.e. gönguleiðin frá kirkjunni að Hofgörðum. Um er að ræða fjórar þveranir. Nú eru hlið svo ekki sé hjólað beint út á götuna.
  Afgreiðsla: Nefndin tekur jákvætt í erindið enda séu allar forsendur til staðar miðað við leiðbeiningar frá Vegagerðinni um þverun gatna. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.


Fundi slitið kl. 9:30

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?