Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

08. október 2020

Fundargerð 106. fundar skipulags- og umferðarnefndar dags. 8. október 2020 kl. 8:00.

Mættir: Einar Már Steingrímsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og Margrét Harðardóttir sem ritaði fundargerð. Aðrir fundarmenn voru á fundi gegnum fjarfundarbúnað: Ragnhildur Jónsdóttir formaður, Ingimar Sigurðsson, Karen María Jónsdóttir, Ragnhildur Ingólfsdóttir og Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir.

Fundur settur kl. 8:07

Eftirfarandi mál voru tekin fyrir:

A. Skipulagsmál samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010:

 1. Mál nr. 2019010347
  Heiti máls: Aðal- og deiliskipulag Valhúsahæðar og aðliggjandi útivistarsvæða - breyting vegna sambýlis við Kirkjubraut 20 - uppbygging þjónustuíbúða.
  Lýsing: Lagður fram nýr uppdráttur og samantekt athugasemda og umsagna frá deiliskipulagshönnuði.
  Afgreiðsla: Nefndin samþykkir uppdrátt dags. 16.09.2020 og felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að svara athugasemdum.
 2. Mál nr. 2020090159
  Heiti máls: Aðalskipulagsbreyting í Reykjavík - Stefna um íbúðarbyggð - stakir reitir.
  Lýsing: Lögð fram tillaga að aðskipulagsbreytingu í Reykjavík.
  Afgreiðsla: Nefndin gerir ekki athugasemd við tillögu að aðalskipulagsbreytingunni.
 3. Mál nr. 2020090158
  Heiti máls: Aðalskipulagsbreyting í Reykjavík - Nýi Skerjafjörður. Tillaga ásamt umhverfisskýrslu.
  Lýsing: Lögð fram tillaga ásamt umhverfisskýrslu.
  Afgreiðsla: Nefndin gerir ekki athugasemd við tillögu að aðalskipulagsbreytingunni.
 4. Mál nr. 2020090157
  Heiti máls: Aðalskipulagsbreyting í Reykjavík - Sérstök búsetuúrræði.
  Lýsing: Drög að breytingartillögu lögð fram til kynningar.
  Afgreiðsla: Nefndin gerir ekki athugasemd við drög að breytingartillögunni.
 5. Mál nr. 2020100009
  Heiti máls: Tjarnarstígur 11 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi
  Lýsing: Umsókn um breytingu á deiliskipulagi og uppdráttur að breytingu á deiliskipulagi.
  Afgreiðsla: Nefndin óskar eftir frekari gögnum til að hægt sé að taka afstöðu til umsóknarinnar.
 6. Mál nr. 2018100198
  Heiti máls: Suðurmýri 40-46. Breyting á heitum og númerum
  Lýsing: Uppdráttur að breytingu á deiliskipulagi lagður fram.
  Afgreiðsla: Breytingartillagan samþykkt og vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


  B. Byggingarmál samkvæmt Mannvirkjalögum nr. 160/2010:
 7. Mál nr. 2020090134
  Heiti máls: Melabraut 40 – umsókn um byggingarleyfi.
  Lýsing: Sótt er um að breyta skyggni við anddyri í lokað anddyri.
  Afgreiðsla: Samþykkt, samræmist deiliskipulagi.
 8. Mál nr. 2020100003
  Heiti máls: Borhola SN-5 við Norðurströnd – umsókn um byggingarleyfi.
  Lýsing: Lögð fram umsókn um byggingarleyfi og afstöðumynd, grunnmynd, útlit, og snið.
  Afgreiðsla: Samþykkt, samræmist deiliskipulagi.


  C. Umferðarmál og önnur mál:
 9. Mál nr. 2020090179
  Heiti máls: Sæbraut 6 - Kæra 84/2020 vegna viðbyggingar.
  Lýsing: Kæra lögð fram til kynningar.
  Afgreiðsla: Kæran er til afgreiðslu hjá lögmanni bæjarins.


  Afgreiðslur byggingarfulltrúa til staðfestingar
  Mál nr. 2020090126: Skólabraut 3 – umsókn um byggingarleyfi.
  Lýsing: Hannyrðarými breytt í íbúð.
  Afgreiðsla: Staðfest.

Fundi slitið kl. 9:37

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?