Fundargerð 108. fundar skipulags- og umferðarnefndar dags. 19. nóvember 2020 kl. 8:15.
Fjarfundur – Micosoft Teams
Fundinn sátu: Ragnhildur Jónsdóttir formaður, Ingimar Sigurðsson, Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson og Ragnhildur Ingólfsdóttir.
Einnig sátu fundinn Einar Már Steingrímsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og Margrét Harðardóttir sem ritaði fundargerð.
Fundur settur kl. 8:17
Eftirfarandi mál voru tekin fyrir:
A. Skipulagsmál samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010:- Mál nr. 2020090034
Heiti máls: Tjarnarstígur 10 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lýsing: Umsókn um breytingu á deiliskipulagi og uppdráttur að breytingu á deiliskipulagi, dags. 7.10.2020, ásamt samþykki nágranna, lagður fram.
Afgreiðsla: Málinu frestað og sviðsstjóra falið að ræða við umsækjanda í samræmi við umræður á fundinum.
- Mál nr. 2020100009
Heiti máls: Tjarnarstígur 11 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lýsing: Umsókn um breytingu á deiliskipulagi tekin fyrir á ný, ásamt frekari gögnum sem nefndin óskaði eftir á 106. fundi dags. 8.10.2020. Skipulagsuppdráttur var uppfærður 18.11.2020.
Afgreiðsla: Nefndin samþykkir að tillaga dags. 18.11.2020 verði grenndarkynnt, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum á Tjarnarstíg 7, 8, 9, 12, 13, 15, 16 og 18. Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
- Mál nr. 2019010347
Heiti máls: Aðal- og deiliskipulag Valhúsahæðar og aðliggjandi útivistarsvæða - breyting vegna sambýlis við Kirkjubraut 20 - uppbygging þjónustuíbúða.
Lýsing: Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033 sbr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, dags. 2.11.2020.
Afgreiðsla: Tekin er fyrir tillaga um breytingu á aðalskipulagi vegna búsetukjarna fyrir fatlaða við Kirkjubraut dags. 2.11.2020. Tillagan hefur verið kynnt á vinnslustigi og hún fullunnin með hliðsjón af ábendingum sem fram komu. Nefndin samþykkir að auglýsa tillöguna í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
- Mál nr. 2019110082
Heiti máls: Lýsing fyrir breytt Aðalskipulag Seltjarnarnesbæjar vegna byggingar nýs leikskóla á horni Suðurstrandar og Nesvegar.
Lýsing: Uppdráttur dags. 1.11.2020 lagður fram til kynningar og kynntur ásamt athugasemdum sem bárust frá umsagnaraðilum og íbúum.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar. Sviðsstjóra falið að svara athugasemdum í samráði við skipulagshöfunda.
- Mál nr. 2020100154
Heiti máls: Lýsing fyrir breytt aðalskipulag og deiliskipulag Vestursvæðis vegna Ráðagerðis.
Lýsing: Lagðar fram athugasemdir frá umsagnaraðilum.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar. Sviðsstjóra falið að ræða við skipulagshöfunda um að taka tillit til þeirra athugasemda og sjónarmiða sem bárust, í samræmi við umræður á fundinum.
C. Afgreiðslur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs: - Mál nr. 2020110049
Heiti máls: Lóðarblöð vegna Bygggarða.
Lýsing: Lögð fram lóðarblöð vegna Bygggarða dags. 13.11.2020.
Afgreiðsla: Skipulags- og umferðarnefnd staðfestir afgreiðslu sviðstjóra og samþykkir framlögð lóðarblöð unnin af VSÓ fyrir eftirfarandi lóðir: Bygggarðar 2-8, 10, 12, 14, 16, 16b, 18, 20, 22, 24, 26, 28, 30-36, 38-44, 46-52, 54-60, 62-68, 70, 72, 74, 76, 78, 80, 82, 84, 84b, 1,-5, 7, 9, 11, 13, 15, 17, 19, 21, 23, 25 og 27-31, Sefgarðar 30-36 og 38-42 auk leiklóða L1-L6.
Fundi slitið kl. 9:53