Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

07. janúar 2021

Fundargerð 110. fundar skipulags- og umferðarnefndar dags. 7. janúar 2021 kl. 8:15.

Fjarfundur – Micosoft Teams

Fundinn sátu: Ragnhildur Jónsdóttir formaður, Ingimar Sigurðsson, Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson og Ragnhildur Ingólfsdóttir.
Einnig sátu fundinn Einar Már Steingrímsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og Margrét Harðardóttir sem ritaði fundargerð.

Gestur fundarins var: Árni Geirsson frá Alta undir 7. dagskrárlið.

Fundur settur kl. 8:18.

Eftirfarandi mál voru tekin fyrir:

A. Skipulagsmál samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010:

 1. Mál nr. 2020110254
  Heiti máls: Fornaströnd 8 – umsókn um byggingarleyfi.
  Lýsing: Umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga á innra skipulagi og viðbyggingu, dags. 30. nóvember 2020, sbr. meðfylgjandi teikningar.
  Afgreiðsla: Umsókn um byggingarleyfi er hafnað.

 2. Mál nr. 2017110013
  Heiti máls: Miðbraut 16 – sótt um staðfestingu á áður samþykktum breytingum.
  Lýsing: Áður samþykktar framkvæmdir á bílskúr, gluggum, innra skipulagi og breytingu úr tvíbýli í einbýli kynntar og óskað eftir staðfestingu á fyrri samþykki frá 11. maí 2006, sbr. meðfylgjandi gögn dags. 1. nóvember 2017.
  Afgreiðsla: Áður samþykktar teikningar staðfestar.

 3. Mál nr. 2020080120
  Heiti máls: Selbraut 72 – umsókn um byggingarleyfi.
  Lýsing: Umsókn um byggingarleyfi, dags. 7. desember 2020. Sótt er um að breyta hluta bílskúrs í íbúð og fá samþykki fyrir áður gerðum breytingum, sbr. meðfylgjandi teikningar.
  Afgreiðsla: Samþykkt stækkun á núverandi íbúð inn í hluta bílskúrs og áður gerðar breytingar skv. teikningum.

 4. Mál nr. 2020110113
  Heiti máls: Tillaga að viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026.
  Lýsing: Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn um tillögu að viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026 ásamt umhverfismati, dags. 13.11.2020. Umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um tilllöguna einnig lögð fram.
  Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

 5. Mál nr. 2020090179
  Heiti máls: Sæbraut 6 – kæra nr. 84/2020 vegna viðbyggingar.
  Lýsing: Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna heimilaðrar viðbyggingar að Sæbraut 6 á Seltjarnarnesi, dags. 30. desember 2020, kynntur.
  Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

 6. Mál nr. 2019110082
  Heiti máls: Leikskóli við Suðurströnd.
  Lýsing: Minnisblað Kristjáns Garðarsonar, arkitekts FAÍ, dags. 6. janúar 2021, lagt fram og kynnt sbr. bókun á 109. fundi skipulags- og umferðarnefndar þann 3. desember 2020. 
  Á 109. fundi nefndarinnar var lögð fram tillaga til kynningar á vinnslustigi um breytingu á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033 sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, dags. 26. nóvember 2020, og er hún tekin aftur fyrir nú.
  Afgreiðsla: Tekin er fyrir tillaga til kynningar á vinnslustigi um breytingu á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033 vegna byggingar leikskóla við Suðurströnd, dags. 26. nóvember 2020. Tillagan til kynningar á vinnslustigi er samþykkt og vísað til staðfestingar bæjarstjórnar sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 7. Mál nr. 2020100154
  Heiti máls: Verslun og þjónusta í Ráðagerði.
  Lýsing: Tillaga til auglýsingar um breytingu á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033 sbr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, dags. 5. janúar 2021. Árni Geirsson frá Alta mætti á fundinn undir þessum fundarlið.
  Afgreiðsla: Tekin er fyrir tillaga til auglýsingar um breytingu á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033 vegna verslunar og þjónustu í Ráðagerði, dags. 5. janúar 2021. Tillagan til auglýsingar er samþykkt og vísað til staðfestingar bæjarstjórnar sbr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


  B. Umferðarmál og önnur mál:

 8. Mál nr. 2020110117
  Heiti máls: Söfnunargámar Grænna skáta á Eiðistorgi.
  Lýsing: Grænir skátar óska eftir því að fá leyfi til að staðsetja tvo söfnunargáma aftur á Eiðistorgi.
  Afgreiðsla: Nefndin tekur jákvætt í erindið að því gefnu að hægt sé að tryggja öryggi vegfarenda og útfærslan sé unnin í samráði við hagsmunaaðila.


Afgreiðslur byggingarfulltrúa til staðfestingar

Mál nr. 200100199
Heiti máls: Barðaströnd 51 – umsókn um byggingarleyfi.
Lýsing: Sótt er um að gera op fyrir útidyrahurð ásamt hliðarglugga í steyptan útvegg kjallarahæðar að forrými fyrir bílskúr.
Afgreiðsla: Staðfest.

Mál nr. 2020120157
Heiti máls: Sefgarðar 10 – umsókn um byggingarleyfi.
Lýsing: Sótt er um að grafa frá neðri hæð hússins, byggja tröppur og setja nýja hurð.
Afgreiðsla: Staðfest.

Fundi slitið kl. 9:43.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?