Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

10. mars 2021

Fundargerð 112. fundar skipulags- og umferðarnefndar sem haldinn var þann 10. mars 2021 kl. 8:15 sem fjarfundur.

Fjarfundur.

Fundinn sátu: Ragnhildur Jónsdóttir formaður, Ingimar Sigurðsson, Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Garðar Svavar Gíslason, varamaður fyrir Ragnhildi Ingólfsdóttur og Einar Már Steingrímsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Ragnhildur Jónsdóttir vék af fundi undir dagskrárlið 10.

Fundargerð ritaði: Einar Már Steingrímsson.

Fundur settur kl. 8:15

Eftirfarandi mál voru tekin fyrir:

A. Skipulagsmál samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010:

 1. Mál nr. 2021020180
  Heiti máls: Rammahluti Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030/40. Borgarlínan í Reykjavík. 1. lota Borgarlínunnar | Ártún – Fossvogsbrú. Vinnslutillaga í forkynningu.
  Lýsing: Lagt fram erindi Reykjavíkurborgar, dags. 19. febrúar 2021, þess efnis að Kópavogur og Reykjavíkurborg hafi samþykkt að kynna drög að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélaganna í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, ásamt umhverfisskýrslu sbr. lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Óskað er eftir ábendingum umsagnaraðila.
  Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

 2. Mál nr. 2021020187
  Heiti máls: Borgarlínan - Forkynning á vinnslutillögu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 og Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030.
  Lýsing: Lagt fram erindi Kópavogsbæjar, dags. 18. febrúar 2021, þar sem vakin er athygli á að Kópavogur og Reykjavíkurborg hafi samþykkt að kynna drög að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélaganna í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og óskað eftir ábendingum umsagnaraðila.
  Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

 3. Mál nr. 2019110082
  Heiti máls: Aðalskipulag Seltjarnarness – breyting vegna byggingar leikskóla við Suðurströnd.
  Lýsing: Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar samþykkti á 922. fundi sínum þann 13. janúar 2021 að kynna tillögu á vinnslustigi um breytingu á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033, vegna byggingar leikskóla við Suðurströnd, sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillaga um breytingu á aðalskipulagi var kynnt á vinnslustigi og rann athugasemdafrestur út þann 21. febrúar sl. Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis, Minjastofnun Íslands, Reykjavíkurborg, Vegagerðinni og Umhverfisstofnun.
  Afgreiðsla: Tekin er fyrir breyting á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033. Kynningu á vinnslustigi er lokið og bárust umsagnir frá Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis, Minjastofnun, Reykjavíkurborg, Vegagerðinni og Umhverfisstofnun. Umsagnirnar gáfu ekki tilefni til efnislegra breytinga á tillögunni en haft var samráð við Vegagerðina um ábendingu sem fram kom í umsögn hennar. Haft verður samráð við Minjastofnun um fornleifakannanir á framkvæmdastigi. Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar.

 4. Mál nr. 2020090157
  Heiti máls: Aðalskipulagsbreyting í Reykjavík - Sérstök búsetuúrræði. Drög að breytingartillögu til kynningar.
  Lýsing: Útskrift út gerðarbók skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar frá 3. febrúar 2021 lögð fram.
  Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

 5. Mál nr. 2020120322
  Heiti máls: Deiliskipulag Bakkahverfis - breyting á deiliskipulagi vegna Melabrautar 16.
  Lýsing: Uppdráttur skv. 1. mgr. 43. gr., dags. 24.02.2021, lagður fram ásamt öðrum gögnum.
  Afgreiðsla: Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að auglýsa framlagða tillögu í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

 6. Mál nr. 2020050195
  Heiti máls: Lambastaðabraut 8 – fyrirspurn til skipulagsstjóra.
  Lýsing: Fyrirspurn um hvort byggja megi hæð ofaná núverandi hús og 5 m til austurs og suðurs lögð fram.
  Afgreiðsla: Skipulags- og umferðarnefnd tekur neikvætt í framlagða fyrirspurn.

 7. Mál nr. 2019050407
  Heiti máls: Deiliskipulag Bakkahverfis - breyting vegna Melabrautar 20 og Valhúsabrautar 19.
  Lýsing: Sótt er um deiliskipulagsbreytingu á lóðunum. Stærð lóða og byggingarreitur er óbreyttur en nýtingarhlutfall aukið og íbúðum fjölgað.
  Afgreiðsla: Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að auglýsa framlagða tillögu í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.


  B. Byggingarmál

 8. Mál nr. 2021010323
  Heiti máls: Sæbraut 17 – Umsókn um byggingarleyfi.
  Lýsing: Lögð fram umsókn um byggingarleyfi, móttekin dags. 22. janúar 2021. Þar er sótt um endurbætur og breytingar á einbýlishúsi sem og stækkun.
  Afgreiðsla: Samþykkt, samrýmist deiliskipulagi og lögum um mannvirki nr. 160/2010.

 9. Mál nr. 2021020196
  Heiti máls: Sólbraut 2 – umsókn um byggingarleyfi.
  Lýsing: Sótt er um leyfi til að síkka glugga og breyta innra skipulagi húss m.a. opna á milli eldhúss, borðstofu og stofu ásamt því að auka lofthæð í viðkomandi rýmum.
  Afgreiðsla: Samþykkt, samrýmist deiliskipulagi og lögum um mannvirki nr. 160/2010.


  C. Umferðarmál og önnur mál:

 10. Mál nr. 2020030141
  Heiti máls: Kæra vegna synjunar á framlengingu gistileyfis í flokki II að Látraströnd 54.
  Lýsing: Umsagnir nágranna lagðar fram ásamt umsögn Landslaga, dags. 8. mars 2021.
  Afgreiðsla: Með vísan til fyrirliggjandi umsagnar Landslaga, dags. 8. mars 2021, og gegn andmælum hluta nágranna, telur nefndin ekki unnt að veita jákvæða umsögn um endurnýjun leyfis skv. umsókn þar sem slíkur rekstur sé andstæður ákvæðum aðalskipulags. Fyrra leyfi var veitt fyrir gildistöku núgildandi aðalskipulags.

  Ragnhildur Jónsdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

 11. Mál nr. 2019100279
  Heiti máls: Umsókn um framlengingu rekstrarleyfis fyrir gististað í flokki II að Lindarbraut 13.
  Lýsing: Umsagnir nágranna lagðar fram ásamt umsögn Landslaga, dags. 8. mars 2021.
  Afgreiðsla: Með vísan til fyrirliggjandi umsagnar Landslaga, dags. 8. mars 2021, og gegn andmælum hluta nágranna, telur nefndin ekki unnt að veita jákvæða umsögn um endurnýjun leyfis skv. umsókn þar sem slíkur rekstur sé andstæður ákvæðum aðalskipulags. Fyrra leyfi var veitt fyrir gildistöku núgildandi aðalskipulags.

 12. Mál nr. 2021020002
  Heiti máls: Umsagnarbeiðni vegna nýs rekstrarleyfis – Hofgarðar 5.
  Lýsing: Umsagnir nágranna lagðar fram ásamt umsögn Landslaga, dags. 8. mars 2021.
  Afgreiðsla: Með vísan til fyrirliggjandi umsagnar Landslaga, dags. 8. mars 2021, og gegn andmælum hluta nágranna, telur nefndin ekki unnt að veita jákvæða umsögn um endurnýjun leyfis skv. umsókn þar sem slíkur rekstur sé andstæður ákvæðum aðalskipulags. Fyrra leyfi var veitt fyrir gildistöku núgildandi aðalskipulags.

 13. Mál nr. 2021020179
  Heiti máls: Gönguleið við Vivaldi völlinn.
  Lýsing: Minnisblað VSÓ, dags. 24. febrúar lagt fram.
  Afgreiðsla: Nefndin samþykkir tillögur eftir minnisblaði VSÓ og leggur enn fremur til að aðrar gönguleiðir að Vivaldi velli verði skoðaðar með tilliti til öryggis gangandi vegfarenda.

 14. Mál nr. 2021030001
  Heiti máls: Norðurströnd – Fyrirspurn vegna hraða og hávaða.
  Lýsing: Erindi til skipulags- og umferðarnefndar Seltjarnarness, dags. 26. febrúar 2021, varðandi umferðarhraða, -öryggis og –hávaða á Norðurströnd, lagt fram.
  Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar. Sviðsstjóra falið að ræða við umferðarsérfræðinga.

 15. Mál nr. 2021030037
  Heiti máls: Umferðarhraði á Lindarbraut.
  Lýsing: Erindi til skipulags- og umferðarnefndar Seltjarnarness, dags. 1. mars 2021, varðandi umferðarhraða á Lindarbraut, lagt fram.
  Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar. Sviðsstjóra falið að ræða við umferðarsérfræðinga.

 16. Mál nr. 2021030049
  Heiti máls: Ferðavagnar á bílastæðum við leikskóla.
  Lýsing: Erindi frá Leikskóla Seltjarnarness, dags. 3. mars 2021, varðandi merkingu bílastæðis við leikskóla sem banni stöðu eftirvagna, báta, húsbíla og annarra svipaðra tækja, sbr. 29. og 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 og 20. gr. lögreglusamþykkt Seltjarnarnesbæjar nr. 555/2010.
  Afgreiðsla: Skipulags- og umferðarnefnd tekur undir röksemdafærslu leikskólastjóra og samþykkir að bílastæði við Leikskóla Seltjarnarness, Mánabrekku og Sólbrekku, á horni Suðurstrandar og Nesvegar, verði merkt með þeim hætti að bönnuð verði þar staða eftirvagna, báta, húsbíla og annarra svipaðra tækja, sbr. 29. og 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 og 20. gr. lögreglusamþykktar Seltjarnarnesbæjar nr. 555/2010. Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

Fundi slitið kl. 9:40.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?