Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

11. maí 2021

Fundargerð 114. fundar skipulags- og umferðarnefndar haldinn 11. maí 2021 kl. 8:15, í sal bæjarstjórnar Seltjarnarness og sem fjarfundur á TEAMS.

Mættir: Ragnhildur Jónsdóttir formaður, Ingimar Sigurðsson, Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Garðar Svavar Gíslason, varamaður fyrir Ragnhildi Ingólfsdóttur, og Einar Már Steingrímsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Fundargerð ritaði: Einar Már Steingrímsson.

Fundur var settur kl. 8:19.

Eftirfarandi mál voru tekin fyrir:

A. Skipulagsmál samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010:

 1. Mál nr. 2020100154
  Heiti máls: Breyting á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033 og á deiliskipulagi Vestursvæðis, verslun og þjónusta í Ráðagerði.
  Lýsing: Tekin er fyrir endanleg útgáfa breytingar á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033 vegna verslunar og þjónustu í Ráðagerði, í kjölfar auglýsingar, dags. 28. apríl 2021. Athugasemdir um varúð vegna fuglalífs á svæðinu komu frá Jóhanni Óla Hilmarssyni og Umhverfisstofnun. Náttúrufræðistofnun gerði athugasemd við aukin bílastæði vegna fuglalífs og fágætra tegunda plantna. Minjastofnun fór fram á að vakin væri athygli á aldursfriðun hússins. Brugðist hefur verið við þessum atriðum í endanlegri útgáfu skipulagsskilmála. Lögð fram deiliskipulagstillaga, dags, 5. maí 2021, í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  Afgreiðsla: Nefndin samþykkir að vísa framlagðri útgáfu, tillögu um breytingu á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033, dags. 28. apríl 2021, til staðfestingar Skipulagsstofnunar í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar. Nefndin samþykkir jafnframt að auglýsa framlagða deiliskipulagstillögu, dags, 5. maí 2021, í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

 2. Mál nr. 2019010347
  Heiti máls: Aðal- og deiliskipulag Valhúsahæðar og aðliggjandi útivistarsvæða - breyting vegna nýrrar lóðar að Kirkjubraut 20.
  Lýsing: Tekin fyrir tillaga að breytingu á deiliskipulagi Valhúsahæðar og aðliggjandi útivistarsvæðis, dagsett 29. maí 2020, en breytt 20. október 2020. Breytingin felur í sér skilgreiningu á nýrri lóð við Kirkjubraut 20. Stærð lóðar um 1.900 m2 og innan lóðar er heimilað reisa hús að hámarki 560 m2 á einni hæð með samtals 6 íbúðum. Deiliskipulagsbreytingin er í samræmi við aðalskipulagsbreytingu sama efnis sem auglýst var með athugasemdafresti til 21. mars 2021.
  Afgreiðsla: Nefndin leggur til við bæjarstjórn að framlögð tillaga að breytingu á deiliskipulagi, dags. 20. október 2020, verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem ræddar voru á fundi nefndarinnar. Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

 3. Mál nr. 2019110082
  Heiti máls: Aðalskipulag Seltjarnarness 2015-2033 og deiliskipulag – breyting vegna byggingar leikskóla við Suðurströnd.
  Lýsing: Tillaga að deiliskipulagi fyrir reit S-3 á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033 vegna byggingar leikskóla við Suðurströnd, dags. 1. nóvember 2020, lögð fram.
  Afgreiðsla: Nefndin leggur til við bæjarstjórn að framlögð tillaga verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
  Guðmundur Ari Sigurjónsson sat hjá við afgreiðslu málsins og leggur fram eftirfarandi bókun: „Undirritaður fagnar að nú sé lögð fram deiliskipulagstillaga fyrir Leikskóla Seltjarnarness. Undirritaður hefur gert athugasemdir vegna aðkeyrslu frá Nesvegi og getur því ekki samþykkt fyrirliggjandi tillögu.“

 4. Mál nr. 2021020007
  Heiti máls: Deiliskipulag Stranda – tillaga að breytingu vegna Fornustrandar 8.
  Lýsing: Tillaga að breytingu vegna Fornustrandar 8 var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum að Fornuströnd 3, 5, 6, 7, 9 og 10 og Látraströnd 7, 9 og 11. Athugasemdafresti lauk þann 21. apríl 2021. Athugasemdir sem bárust lagðar fram.
  Afgreiðsla: Nefndin hafnar framkominni umsókn um deiliskipulagsbreytingu með vísan til athugasemda sem bárust.


  B. Umferðarmál og önnur mál:

 5. Mál nr. 2021040334
  Heiti máls: Gatnamót Suðurstrandar og Nesvegs, tillögur og forhönnun.
  Lýsing: Forhönnun gatnamóta – frumtillögur VSÓ lagðar fram.
  Afgreiðsla: Nefndin samþykkir frumtillögu A í framlögðum gögnum VSÓ sem kynnt var á fundi Vegagerðarinnar og bæjarins þann 30. apríl 2021 og að unnið verði áfram að hönnun gatnamótanna á þeim grunni. Nefndin leggur áherslu á að afgreiðslu málsins verði hraðað eins og unnt er.

 6. Mál nr. 2021040306
  Heiti máls: Norðurströnd – hraðamælingar.
  Lýsing: Skýrsla um hraðamælingar á Norðurströnd í maí 2021 lögð fram.
  Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar. Nefndin felur sviðsstjóra að skoða til hvaða hraðalækkandi aðgerða er hægt að grípa á Norðurströnd.

 7. Mál nr. 2020110219
  Heiti máls: Lindarbraut – umferðaröryggismál.
  Lýsing: Nefndin samþykkti á 113. fundi að lækka hámarkshraða á Lindarbraut úr 50 km/klst. niður í 30 km/klst. og fól sviðsstjóra að vinna að frekari útfærslu hraðalækkandi aðgerða og vísaði til staðfestingar bæjarstjórnar. Bæjarstjórn samþykkti með fjórum atkvæðum gegn tveimur að vísa málinu aftur til nefndarinnar til frekari skoðunar.
  Afgreiðsla: Samkvæmt Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033 eru Lindarbraut og Nesvegur skilgreindar safngötur, þ.e. meginleiðir innan hverfa sem flytja umferð frá húsagötum að tengibrautum, en húsagötur eru með hámarkshraða 30 km/klst. Nefndin samþykkir að lækka hámarkshraða á Lindarbraut úr 50 km/klst. niður í 40 km/klst. og lækka hámarkshraða á Nesvegi samhliða úr 50 km/klst. niður í 40 km/klst. og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar og lögreglustjóra. Sviðsstjóra er enn fremur falið að vinna að frekari útfærslu hraðalækkandi aðgerða á Lindarbraut og Nesvegi til samræmis við það sem rætt var á fundinum.

Fundi slitið kl. 9:15.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?