Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

12. ágúst 2021

Fundargerð 116. Fundar Skipulags- og umferðarnefndar Seltjarnarnesbæjar
12. ágúst 2021 kl. 08:04 kom skipulags- og umferðarnefnd saman til fundar í bæjarstjórnarsal Seltjarnarnesbæjar, Austurströnd 2.

Fundinn sátu á Teams: Ragnhildur Jónsdóttir formaður, Ingimar Sigurðsson, Guðmundur Ari Sigurjónsson og Garðar Svavar Gíslason.

Á staðnum voru Arnar H. Halldórsson og Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir.

Einnig sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Arnar H. Halldórsson.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

A. Skipulagsmál samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010:

  1. Mál nr. 2021060103
    Heiti máls: Bakkavör 28 – umsókn um breytingu á deiliskipulagi.
    Lýsing: Nýr byggingarreitur og nýtt nýtingarhlutfall skilgreint. Tillagan gerir ráð fyrir því að núverandi garðskáli víki fyrir nýjum.
    Afgreiðsla: Umsókn hafnað að höfðu samráði við deiliskipulagshönnuð hverfisins.

  2. Mál nr. 2020120322
    Heiti máls: Bakkahverfi, deiliskipulag – Melabraut 16 – breyting á deiliskipulagi.
    Lýsing: Óskað er eftir því að heimila hækkun á Melabraut 16 í samræmi við nærliggjandi húsnæði. Byggð yrði inndregin 3. hæð með einhallandi þaki í stað núverandi valmaþaks. Með þessari breytingu verður Melabraut 16 í samræmi við önnur hús í götunni og í samræmi við götumynd Melabrautar. Tillagan hefur verið auglýst og athugasemdir bárust ekki.
    Afgreiðsla: Nefndin samþykkir breytingu á deiliskipulagi dags. 24.2.2021 sbr. 43.gr. laga nr. 160/2010.

  3. Mál nr. 2021080040
    Heiti máls: Starfsreglur svæðisskipulagsnefndar og samkomulag sveitarfélaganna um svæðisskipulag.
    Lýsing: Drög að nýju samkomulagi sveitarfélaganna um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins og starfsreglur Svæðisskipulagsnefndar lagðar fram til kynningar.
    Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

  4. Mál nr. 2020040221
    Heiti máls: Deiliskipulag Bakkahverfis – Aflétting hverfisverndar á hús nr. 3, 5, 7, 9 og 11 við Bakkavör.
    Lýsing: Lögð fram tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Bakkavör 3-11, Seltjarnarnesi dags. 25.8.2020.
    Afgreiðsla: Nefndin samþykkir skilmálabreytingu á deiliskipulagsbreytingu fyrir Bakkavör 3-11 dags. 25.8.2020, aflétting hverfisverndar.

    B. Byggingarmál samkvæmt lögum um mannvirki nr. 160/2010:

  5. Mál nr. 2021040001
    Heiti máls: Barðaströnd 20 – umsókn um byggingarleyfi.
    Lýsing: Sótt er um leyfi til að byggja við og breyta einbýlishúsinu.
    Afgreiðsla: Umsókn samþykkt, samræmist deiliskipulagi.

  6. Mál nr. 2021070125
    Heiti máls: Suðurmýri 60.
    Lýsing: Sótt er um breytingu á útliti húss.
    Afgreiðsla: Samþykkt með fyrirvara um að þakform húss sé samkvæmt deiliskipulagi.

    C. Samþykktir byggingarfulltrúa samkvæmt Mannvirkjalögum nr. 160/2010, til staðfestingar:

  7. Mál nr. 2021050137
    Heiti máls: Nesbali 114.
    Lýsing: Sótt um að bæta við miðjuglugga í stofurými sem snýr í vesturátt. Sambærilegar framkvæmdir hafa verið samþykktar og framkvæmdar á raðhúsum númer 118 og 120 við Nesbala. Byggingarfulltrúi afgreiðir þetta enda framkvæmd undanþegin byggingarleyfi.
    Afgreiðsla: Nefndin staðfestir afgreiðsluna.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 9:42.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?