Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

20. september 2021

17. september 2021 kl. 08:00 – 10:01

Í fundarsal bæjarstjórnar Seltjarnarness, Austurströnd 2 Seltjarnarnesi.

Nefndarmenn

Ragnhildur Jónsdóttir formaður 
Ingimar Sigurðsson varaformaður 
Garðar Gíslason varamaður 
Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir aðalmaður
Karen María Jónsdóttir aðalmaður

Starfsmenn

Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri
Arnar H. Halldórsson ráðgjafi
Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri

Fundargerð ritaði: Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri

Dagskrá.

 1. 2020100154 - Deiliskipulag vestursvæðis - breyting, verslun og þjónusta í Ráðagerði
  Engar efnislegar athugasemdir bárust. Skipulags- og umferðarnefnd vísar skipulaginu til staðfestingar bæjarstjórnar skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 2. 2019010347 - Deiliskipulag fyrir Valhúsahæð og aðliggjandi útivistarsvæði, breyting vegna sambýlis við Kirkjubraut 20 - uppbygging þjónustuíbúða
  Engar efnislegar athugasemdir bárust. Skipulags- og umferðarnefnd vísar skipulaginu til staðfestingar bæjarstjórnar skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 3. 2019110082 - Deiliskipulag fyrir reit S-3 í aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar, nýtt deiliskipulag, leikskóli
  Athugasemdir bárust frá íbúum við Selbraut. Nefndin felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að hafa framkomnar athugasemdir til skoðunar í hönnunarferli. Skipulags- og umferðarnefnd vísar skipulaginu til staðfestingar bæjarstjórnar skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 4. 2021080052 - Fyrirspurn um útilistaverk við Hrólfsskálavör 2
  Lögð fram fyrirspurn Kristjáns Arnar Kjartanssonar fyrir hönd Davíðs Helgasonar, dagsett 30.08.2021, þar sem óskað er álits Seltjarnarnesbæjar á að reisa útilistaverk í fjörunni fyrir neðan Hrólfsskálavör 2.

  Nefndin bendir á að samkvæmt fornleifaskráningu eru minjar á svæðinu. Nefndin vísar erindinu til umsagnar hjá menningarnefnd og umhverfisnefnd.

 5. 2021090122 - Fyrirspurn vegna stöðuleyfis fyrir Yurt-tjald og timburpall að Steinavör 10
  Lögð fram fyrirspurn Kristjáns Arnar Kjartanssonar fyrir hönd Davíðs Helgasonar, dagsett 30.08.2021, varðandi stöðuleyfi fyrir Yurt-tjald og timburpall á lóðinni Steinavör 10.

  Skipulags- og umferðarnefnd tekur jákvætt í erindið en bendir á að sækja þarf formlega um stöðuleyfi fyrir lausafé sem standa á lengur en tvo mánuði á þar til gerðu eyðublaði og skila inn til byggingarfulltrúa.

 6. 2021090121 - Fyrirspurn um niðurrif á einbýlishúsi og bílskúr að Steinavör 10
  Lögð fram fyrirspurn Kristjáns Arnar Kjartanssonar fyrir hönd Davíðs Helgasonar, dagsett 30.8.2021, varðandi niðurrif einbýlis og bílskúrs á lóðinni Steinavör 10.

  Skipulags- og umferðarnefnd tekur jákvætt í erindið en bendir á að samkvæmt gr. 2.3.1 Byggingarreglugerðar þarf að sækja formlega um byggingarleyfi fyrir niðurrifi mannvirkja á þar til gerðu eyðublaði og skila inn til byggingarfulltrúa.

 7. 2021080254 - Lindarbraut 2a - umsókn um byggingarleyfi
  Lögð fram umsókn Árna Friðrikssonar fyrir hönd Guðmundar Hafsteinssonar, dagsett 23.08.2021, um byggingarleyfi að Lindarbraut 2a fyrir skála með steyptu gólfi og hliðarveggjum.

  Skipulags- og umferðarnefnd hafnar erindinu þar sem byggingarmagn er komið yfir heimilað hámark byggingarmagns og nýtingarhlutfall samkvæmt deiliskipulagi Bakkahverfis.

 8. 2021050070 - Austurströnd 3 - byggingarleyfisumsókn
  Lögð fram umsókn Arnar Viðars Skúlasonar fyrir hönd Sjálfstæðisfélags Seltirninga, dagsett 23.08.2021, um byggingarleyfi fyrir breytingar á þaki Austurstrandar 3 þannig að byggðar verði svalir í stað innfellingar á þaki.

  Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs.

 9. 2021090125 - Selbraut 2-8, breyting á deiliskipulagi, fyrirspurn
  Lögð fram fyrirspurn Páls Melsted, dagsett 10.09.2021, fyrir hönd eigenda lóðarinnar Selbraut 2-8 varðandi mögulega breytingu á deiliskipulagi til byggingar á íbúðarhúsnæði austan við núverandi byggingar á lóðinni.

  Skipulags- og umferðarnefnd felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að óska eftir frekari gögnum.

 10. 2021090129 - Látraströnd 16 - fyrirspurn
  Lögð fram ódagsett fyrirspurn Hauks Haukssonar varðandi byggingu 20 fermetra gróðurhúss við Látraströnd 16.

  Sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs falið að ræða við umsækjanda í samræmi við umræður á fundinum.

 11. 2021060053 - Kirkjubraut 6 - fyrirspurn vegna framkvæmda við sólstofu og heitan pott
  Lögð fram ódagsett fyrirspurn Runólfs Ólafssonar og Önnu Dagnýar Smith varðandi framkvæmdir við sólstofu, heitavatnspott og skjólvegg við Kirkjubraut 6.

  Erindið er samþykkt, samræmist deiliskipulagi. Sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs falið að ræða við umsækjanda.

 12. 2021080349 - Nesvegur 123 - tilkynning um framkvæmdir
  Lögð fram tilkynning Sigríðar Maack fyrir hönd Rúnars Unnþórssonar og Sigurþóru Bergsdóttur, móttekin 27.08.2021, um framkvæmdir við Nesveg 123. Tilkynnt er um framkvæmd sem felst í byggingu tæplega 40m2 viðbyggingu út frá kjallara.

  Skipulags- og umferðarnefnd staðfestir afgreiðslu sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs.

 13. 2021090045 - Umsókn um starfsleyfi - Svanur ehf.
  Lögð fram umsókn Guðmundar Péturssonar fyrir hönd Svans ehf., dagsett 23.06.2021, um starfsleyfi fyrir heimaskrifstofu að Bollagörðum 26.

  Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir erindið. Sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs falið að svara Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis.

 14. 2021090131 - Lambastaðabraut 7 - Leiðrétting á skráningu og minniháttar breytingar
  Lögð fram umsókn Halldóru Bragadóttur fyrir hönd Önnu Guðmundsdóttur, dagsett 14.09.2021, um byggingarleyfi fyrir breytingum á herbergjaskipan, lagnakerfi og burðarvirki á einbýlishúsi við Lambastaðabraut 7.

  Erindið er samþykkt og sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs falið að uppfæra skráningar hússins.

 15. 2021090135 - Hofgarðar 16 - breyting á deiliskipulagi
  Lagðar fram umsóknir Önnu Margrétar Hauksdóttur, dagsettar 10.09.2021, um breytingar á deiliskipulagi fyrir lóðina Hofgarða 16.

  Skipulags- og umferðarnefnd tekur jákvætt í erindið. Sviðstjóra skipulags- og umhverfissviðs falið að vinna málið áfram með umsækjanda.

Fundi slitið 10:01.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?