Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

11. nóvember 2021

119. fundur skipulags- og umferðarnefndar

11. nóvember, 2021, kl. 8:05-9:15

Í fundarsal bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Nefndarmenn 
Ragnhildur Jónsdóttir, formaður
Ingimar Sigurðsson, varaformaður
Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir, aðalmaður
Karen María Jónsdóttir, aðalmaður
Garðar Gíslason, varamaður

Starfsmenn
Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri

Fundargerð ritaði: Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri

Dagskrá:

  1. 2021100157 - Kynning á tillögu friðlýsingar Bessastaðaness
    Lögð fram tillaga Umhverfisstofnunar í samstarfi við embætti forseta Íslands, Garðabæ, forsætisráðuneytið, umhverfis- og auðlindaráðuneytið og Minjastofnun Íslands að friðlýsingu Bessastaðaness, dagsett 22. október, 2021.

    Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við framkomna tillögu að friðlýsingu Bessastaðaness.

  2. 2021090142 - Ráðagerði - umsókn um byggingarleyfi
    Lögð fram byggingarleyfisumsókn Hússins á nesinu ehf., dagsett 15. september, 2021, þar sem sótt er um að gera breytingar á húsnæði að Ráðagerði undir veitingarekstur ásamt því að byggja 24m2 garðskála á lóðinni.

    Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir umsóknina að því gefnu að tekið sé tillit til skilyrða Minjastofnunar um að kvisti á suðurhlið hússins verði ekki breytt. Brunastigi verði ekki breiðari en nauðsyn krefur og þannig útfærður að auðvelt verði að fjarlægja hann. Nýju hurðirnar á norður- og austurhlið séu sérsmíðaðar og hlutföll á gluggum/rúðum í hurðunum verði í samræmi við upprunalega glugga. Frágangur hurða skal taka mið af upphaflegum stíl hússins skv. meðfylgjandi uppdráttum Arkþings, dags. 8. september, 2021. Umsókn samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

  3. 2021100097 - Suðurmýri 6
    Lögð fram fyrirspurn Halldórs Þ. Matthíassonar og Gunnars Bergmann Stefánssonar, dagsett 26. október, 2021, þar sem spurst er fyrir um heimild til að setja svalir á austurhlið Suðurmýrar 6.

    Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir erindið, samræmist deiliskipulagi Kolbeinstaðarmýrar.

  4. 2021060103 Deiliskipulag Bakkahverfis - breyting vegna Bakkavarar 28
    Lagt fram bréf Björgvins Snæbjarnarsonar arkitekts ásamt fylgigögnum fyrir hönd lóðarhafa Bakkavarar 28, dagsett 1. nóvember, 2021, þar sem óskað er eftir því að heimilað verði að breyta deiliskipulagi fyrir lóðina þannig að byggja megi viðbyggingu og lagfæra núverandi garðskála á lóðinni. Málið var áður á dagskrá á 116. fundir skipulags- og umferðarnefndar 12. ágúst 2021.

    Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Bakkahverfis skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

  5. 2021110091 - Tillaga að breyttu deiliskipulagi - Hamarsgata 6
    Lögð fram umsókn Helga Indriðasonar fyrir hönd Kára Hallgrímssonar um breytingu á deiliskipulagi Lambastaðahverfis , dagsett 8. nóvember 2021, þar sem sótt er um breytingu á lóðinni Hamarsgötu 6 vegna byggingu garðhýsa.

    Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Lambastaðahverfis skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

  6. 2019110082 - Aðal- og deiliskipulag Seltjarnarness - bygging nýs leikskóla
    Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dagsett 28. október, 2021, þar sem stofnunin leggst gegn auglýsingu deiliskipulags leikskólareits við Suðurströnd á Seltjarnarnesi í B-deild Stjórnartíðinda.

    Skipulags- og umferðarnefnd felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að bregðast við athugasemdum Skipulagsstofnunar og leggja nýja tillögu að Aðal- og deiliskipulagi á reit S-3 í gildandi Aðalskipulagi fyrir næsta fund nefndarinnar.

  7. 2021100134 - Kæra 160/2021 til ÚUA vegna framkvæmda að Tjarnarstíg 10
    Kynnt framkomin stjórnsýslukæra, dagsett 20. október, 2021, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa Seltjarnarness um að heimila byggingu bílskúrs á lóðinni Tjarnarstíg 10.

    Skipulags- og umferðarnefnd felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að svara framkominni stjórnsýslukæru.

Fundi slitið: 09:15
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?