Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

09. desember 2021

120. fundur skipulags- og umferðarnefndar

9. desember, 2021, kl. 08:06 – 09:49

Í fundarsal skipulags- og umhverfissviðs Seltjarnarnesbæjar, Austurströnd 1 Seltjarnarnesi.

Nefndarmenn 
Ragnhildur Jónsdóttir formaður 
Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir aðalmaður
Örn Viðar Skúlason varamaður
Karen María Jónsdóttir aðalmaður
Garðar Gíslason varamaður

Starfsmenn
Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri

Fundargerð ritaði: Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri

Dagskrá:

 1. 2018100198 - Suðurmýri 40-46 - beiðni um breytingu á heitum og númerum
  Lagðar fram athugasemdir við grenndarkynningu vegna breytingar á deiliskipulagi Kolbeinsstaðarmýrar, breyting vegna Suðurmýrar 40-46. Athugasemdir eru gerðar við niðurröðun húsnúmera.

  Skipulags- og umferðarnefnd felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að laga deiliskipulagstillöguna í samræmi við framkomnar athugasemdir og auglýsa breytinguna í B-deild stjórnartíðinda. Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

 2. 2021120050 - Deiliskipulag Bakkahverfis - breyting vegna Lindarbrautar 2a
  Lögð fram umsókn Árna Friðrikssonar fyrir hönd Guðmundar Hafsteinssonar, dagsett 17. nóvember, 2021, þar sem sótt er um heimild til að breyta deiliskipulagi Bakkahverfis vegna fyrirhugaðrar byggingar glerskála við suðurhlið Lindarbrautar 2a. Breytingin felur í sér stækkun byggingarreits og hækkun nýtingarhlutfalls úr 0,37 í 0,40.

  Skipulags- og umferðarnefnd frestar erindinu þar sem uppdrættir eru ekki fullnægjandi.

 3. 2021120051 - Deiliskipulag Vesturhverfis - breyting vegna Valhúsabrautar 29
  Lögð fram fyrirspurn Ískots ehf., dagsett 26. nóvember, 2021, þar sem leitað er heimildar til að breyta deiliskipulagi Vesturhverfis vegna Valhúsabrautar 29. Breytingin felur í sér að fjölga íbúðum á lóðinni úr 2 í 3.

  Skipulags- og umferðarnefnd tekur neikvætt í erindið.

 4. 2021120078 - Deiliskipulag Stranda - breyting vegna Fornustrandar 8
  Lögð fram umsókn Kjartans Ingvarssonar, dagsett 7. desember, 2021, þar sem sótt er um heimild til að breyta deiliskipulagi Stranda vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar við Fornuströnd 8. Breytingin felur í sér stækkun byggingarreits og hækkun nýtingarhlutfalls úr 0,30 í 0,31. Hámarksbyggingarmagn eykst úr 265,2 m2 í 275,7m2.

  Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að grenndarkynna breytingu á deiliskipulagi Vesturhverfis skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum að Fornuströnd 3, 5, 6, 7, 9 og 10 og Látraströnd 7, 9 og 11. Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

 5. 2021120017 - Barðaströnd 51 - umsókn um byggingarleyfi
  Lögð fram byggingarleyfisumsókn Kristjáns Eggertssonar fyrir hönd Kjarneplisins ehf., dagsett 1. desember, 2021, þar sem sótt er um að breyta gluggum og landhæðum ásamt því að reisa stoðveggi og setja heitan pott á lóðinni Barðaströnd 51.

  Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir umsóknina, samræmist deiliskipulagi Stranda og ákvæðum laga nr. 160/2010.

 6. 2021110113 - Austurströnd 10 - fyrirspurn
  Lögð fram ódagsett fyrirspurn Brennheitt ehf., móttekin 10. nóvember, 2021, þar sem spurst er fyrir um heimildir til að breyta iðnaðarrými á fyrstu hæð Austurstrandar 10 í íbúðarhúsnæði.

  Skipulags- og umferðarnefnd tekur neikvætt í erindið. Austurströnd 10 er á reit M-2 miðsvæði í Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033. Reiturinn er einn af þremur reitum sem skilgreindur er sem miðbær Seltjarnarness og er sú stefna mörkuð í Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar að miðbær sé blönduð byggð íbúða, verslunar og þjónustu.

 7. 2021050191 - Safnatröð 5 - fyrirspurn vegna mögulegrar stækkunar á lóð og safnahúsi
  Lögð fram fyrirspurn Ásdísar Helgu Ágústsdóttur, dagsett 18. maí, 2021, varðandi stækkun suðvestan við núverandi hús. Málið var áður á dagskrá 115. fundar nefndarinnar og vísað til umsagnar í umhverfisnefnd. Umsögn umhverfisnefndar frá 309. fundi 16. nóvember, 2021, lögð fram.

  Skipulags- og umferðarnefnd tekur jákvætt í erindið og telur að tillagan sé staðarprýði. Hún tekur að mati nefndarinnar tillit til umhverfisþátta og náttúrugæða svæðisins á sama tíma og hún lyftir upp inntaki þeirrar starfsemi sem þar er búið að tryggja þ.e. náttúruminja. Tillagan er hógvær í landslaginu, hún breytir ekki fagurfræði svæðisins og gefur til kynna að náttúran og fjölbreytt lífríki njóti forgangs og virðingar. Á sama tíma eykur tillagan notagildi byggingarinnar sem aðlaðandi og upplífgandi viðkomustaður bæjarbúa og gesta.

  Skipulags- og umferðarnefnd telur framkvæmdina ekki fordæmisgefandi þar sem hún treystir enn frekar stoðir þeirrar sýnar sem sett er fram í Aðalskipulagi, þ.e. að draga fram náttúrufarslega og menningarlega sérstöðu á svæðinu og skapa aðlaðandi aðstöðu til að nýta það sem kennslusvæði fyrir náttúruvísindi og náttúruskoðun.

 8. 2021120052 - Húsnæðisáætlun Seltjarnanesbæjar 2021 - kynning
  Kynnt drög að rafrænni húsnæðisáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2021.

  Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir áætlunina og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.

Fundi slitið kl. 09:49.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?