Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

20. janúar 2022

121. fundur skipulags- og umferðarnefndar

20. janúar 2022 kl. 08:06-09:25

Í fundarsal skipulags- og umhverfissviðs Seltjarnarnesbæjar, Austurströnd 1 Seltjarnarnesi og í gegnum fjarfundarbúnað.

Nefndarmenn
Ragnhildur Jónsdóttir, formaður 
Ingimar Sigurðsson, varaformaður
Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir, aðalmaður
Garðar Gíslason, varamaður
Karen María Jónsdóttir, aðalmaður

Starfsmenn
Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri

Fundargerð ritaði: Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri

Dagskrá:

  1. 2021060103 - Deiliskipulag Bakkahverfis - breyting vegna Bakkavarar 28
    Á 119. fundi skipulags- og umferðarnefndar, 11. nóvember 2021, var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Bakkahverfis skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Afgreiðsla skipulags- og umferðarnefndar var staðfest á 938. fundi bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar, þann 24. nóvember 2021. Tillagan var auglýst frá 1. desember 2021 til og með 12. janúar 2022. Engar athugasemdir bárust.

    Skipulags- og umferðarnefnd vísar skipulaginu til staðfestingar bæjarstjórnar skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  2. 2021110091 - Tillaga að breyttu deiliskipulagi - Hamarsgata 6
    Á 119. fundi skipulags- og umferðarnefndar, 11. nóvember 2021, var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Lambastaðahverfis skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Afgreiðsla skipulags- og umferðarnefndar var staðfest á 938. fundi bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar, þann 24. nóvember 2021. Tillagan var auglýst frá 1. desember 2021 til og með 12. janúar 2022. Engar athugasemdir bárust.

    Skipulags- og umferðarnefnd vísar skipulaginu til staðfestingar bæjarstjórnar skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  3. 2021120050 - Deiliskipulag Bakkahverfis - breyting vegna Lindarbrautar 2a
    Lögð fram umsókn Árna Friðrikssonar fyrir hönd Guðmundar Hafsteinssonar, dagsett 17. nóvember, 2021, þar sem sótt er um heimild til að breyta deiliskipulagi Bakkahverfis vegna fyrirhugaðrar byggingar glerskála við suðurhlið Lindarbrautar 2A. Breytingin felur í sér stækkun byggingarreits og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,37 í 0,40. Málið var áður á dagskrá 120. fundar skipulags- og umferðarnefndar þar sem málinu var frestað.

    Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að grenndarkynna breytingu á deiliskipulagi Bakkahverfis skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum að Lindarbraut 1 og 2. Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

  4. 2021120345 - Tillaga að breyttu deiliskipulagi - Melabraut 3
    Lögð fram umsókn Össurs Hafþórssonar fyrir hönd Mjalls ehf., dagsett 21. desember, 2021, þar sem sótt er um heimild til að breyta deiliskipulagi Bakkahverfis vegna fyrirhugaðrar stækkunar á Melabraut 3. Breytingin felur í sér stækkun byggingarreits og hækkunar nýtingarhlutfalls úr 0,43 í 0,50.

    Skipulags- og umferðarnefnd tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að ræða við umsækjanda.

  5. 2021120139 - Fyrirspurn v. breytingar á gildandi deiliskipulagi fyrir Valhúsahæð - Skólabraut 10
    Lögð fram fyrirspurn Undra ehf. fyrir hönd Landfells ehf., dagsett 9. desember, 2021, þar sem óskað er eftir afstöðu skipulags- og umhverfissviðs til breytinga á deiliskipulagi Valhúsahæðar og aðliggjandi útivistarsvæðis vegna fyrirhugaðrar stækkunar á Skólabraut 10. Tillagan gengur út á núverandi bygging verði rifin, að öllu eða að hluta og byggt verði þriggja hæða íbúðarhús í stað tveggja hæða á grunnfleti núverandi jarðhæðar. Nýtingarhlutfall breytist úr 0,59 í 0,76.

    Skipulags- og umferðarnefnd tekur neikvætt í erindið með vísan til gildandi deiliskipulags en þar kemur m.a. fram að leyfilegt hámarksnýtingarhlutfall skuli ekki fara yfir 0,5.

  6. 2022010190 - Lindarbraut 12 - Fyrirspurn til skipulagsstjóra
    Lögð fram fyrirspurn Styrmis Arnar Vilmundarsonar, dagsett 11. janúar, 2022, þar sem óskað er afstöðu til breytinga vegna fyrirhugaðrar fjölgunar bílastæða við Lindarbraut 12.

    Skipulags- og umferðarnefnd tekur neikvætt í erindið. Samkvæmt deiliskipulagi Bakkahverfis, samþykkt í bæjarstjórn 10. nóvember 2010, skal fjöldi og staðsetning bílastæða á lóðum vera í samræmi við samþykktar byggingarnefndarteikningar.

  7. 2020040062 - Stefnumörkun varðandi gististarfsemi og gististaði fyrir íbúðabyggð
    Lögð fram umsögn Landsslaga, dagsett 10. desember 2021, um tillögu skipulagsnefndar varðandi gististarfsemi og gististaði í íbúðarbyggð.

    Málið var tekið fyrir á 118. fundi skipulags- og umferðarnefndar, 14. október 2021, þar sem nefndin samþykkti að gerðar verði eftirfarandi breytingar á gildandi aðalskipulagi bæjarins og vísaði til samþykktar í bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar:

    Gerð verði breyting á gildandi aðalskipulagi bæjarins 2015-2033 þannig að gisting, önnur en heimagisting, sé óheimil í íbúðahverfum. Sett verði inn setning í almenna skilmála íbúðarsvæða á bls. 60 í greinargerð. Þar stendur nú þegar: Óheimilt er á íbúðarsvæðum að reka áfengisveitingastaði, sbr. flokk II og III skv. 4. gr. laga nr. 85/2007. Á eftir þessari setningu kæmi: Óheimilt er einnig á íbúðarsvæðum að reka gistingu aðra en heimagistingu sbr. 3. gr. sömu laga.

    Málinu var frestað á 936. fundi bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar, 27. október 2021, og vísað aftur til skipulags- og umferðarnefndar.

    Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að gerðar verði breytingar á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033 sem samþykktar voru á 118. fundi nefndarinnar, með vísan til lögfræðiálits frá Landslögum. Vísað til samþykktar í bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar.

  8. 2021120106 - Austurströnd 5
    Lögð fram byggingarleyfisumsókn Bjarna Óskars Þorsteinssonar fyrir hönd Golfklúbbs Seltjarnarness, dagsett 8.12.2021, þar sem óskað er heimildar til að breyta innra skipulagi Austurstrandar 5 í inniaðstöðu fyrir Golfklúbb Seltjarnarness.
    Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir umsóknina, samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

  9. 2021120198 - Kirkjubraut 20
    Afgreiðsla byggingarfulltrúa til staðfestingar. Sótt er um leyfi til að reisa nýbyggingu í samræmi við framlagða aðaluppdrætti.

    Skipulags- og umferðarnefnd staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa. Samræmist deiliskipulagi og ákvæðum laga nr. 160/2010.

  10. 2021110214 – Kæra nr. 123/2021 til ÚUA vegna deiliskipulags Bakkahverfis, breyting vegna Valhúsabrautar 19
    Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli 123/2021.

    Skipulags- og umferðarnefnd frestar málinu til næsta fundar.

  11. 2021110215 - Kæra nr. 124/2021 til ÚUA vegna deiliskipulag Bakkahverfis, breyting vegna Melabrautar 20
    Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli 124/2021.

    Skipulags- og umferðarnefnd frestar málinu til næsta fundar.

  12. 2022010157 - Suðurströnd - Ökuhraði - Mælingar lögreglunnar
    Lögð fram bókun úr dagbók Lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, dagsett 6. janúar 2022, varðandi vöktun á umferðarhraða á Suðurströnd við íþróttamiðstöð.

    Skipulags- og umferðarnefnd felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að fá umferðarsérfræðing til gera tillögur að hraðatakmarkandi aðgerðum á Suðurströnd og einnig að skoða aðrar þveranir í grennd við Grunnskóla Seltjarnarnesbæjar.

  13. 2021090228 - Gatnamót Nesvegar og Suðurstrandar
    Kynnt virkni umferðarljósa sem stýra umferð um gatnamót Suðurstrandar og Nesvegar. Ljósin voru nýlega uppfærð í því skyni að auka umferðaröryggi, ekki síst fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur sem þvera gatnamótin.

    Skipulags- og umferðarnefnd felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að óska eftir því að tími gönguljósa verði lengdur þannig tryggt sé að hægt verði að komast yfir Nesveg og Suðurströnd á eðlilegum gönguhraða á einum ljósum.

Fundi slitið 09:25.
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?