Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

10. mars 2022

123. fundur skipulags- og umferðarnefndar 

10. mars 2022 kl. 08:05- 09:33 

Í fundarsal bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar, Austurströnd 2 Seltjarnarnesi og í gegnum fjarfundarbúnað. 

Nefndarmenn:

Ragnhildur Jónsdóttir, formaður 
Ingimar Sigurðsson, varaformaður 
Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir, aðalmaður
Garðar Gíslason, varamaður
Karen María Jónsdóttir, aðalmaður 

Starfsmenn:

Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri

Fundargerð ritaði: Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri 


Gestir: Margrét Leifsdóttir og Haukur Geirmundsson mættu til fundar undir 3. dagskrárlið kl. 08:45 


Dagskrá:


1. 2022020191 - Bygggarðar 27-31 umsókn um byggingarleyfi 

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Ásgeirs Ásgeirssonar fyrir hönd Gróttubyggðar ehf., dagsett 24. febrúar 2022, þar sem sótt er um leyfi til að byggja þriggja hæða fjölbýli með 26 íbúðum ásamt bílakjallara. 

Skipulags- og umferðarnefnd frestar erindinu með vísan í umsögn byggingarfulltrúa. 


2. 2021120078 - Deiliskipulag Stranda - breyting vegna Fornustrandar 8 

Lagðar fram athugasemdir við grenndarkynnta tillögu að breyttu deiliskipulagi Stranda vegna Fornustrandar 8. Skipulags- og umferðarnefndar samþykkti á 120. fundi sínum 9. desember 2021 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum að Fornuströnd 3, 5, 6, 7, 9 og 10 og Látraströnd 7, 9 og 11. Fjórar athugasemdir bárust. 

Skipulags- og umferðarnefnd felur skipulagsfulltrúa að gera breytingar á tillögunni í þá veru að tryggt sé að ekki verði heimilaðar þaksvalir/þakgarður ásamt því að byggingarreitur verði ekki stækkaður. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að svara framkomnum athugasemdum og leggja endurbætta tillögu fyrir næsta fund nefndarinnar. 


3. 2022030062 -Nýtt skýli fyrir sjóböð við Bakkatjörn 

Margrét Leifsdóttir, arkitekt og Haukur Geirmundsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Seltjarnarnesbæjar mættu til fundar.  Margrét kynnti hugmyndir að nýju skýli í stað þess sem nú er til staðar fyrir sjóböð við Bakkatjörn. 

Nefndin tekur jákvætt í erindið og vísar kynningunni til umsagnar í umhverfisnefnd. 


4. 2021120050 - Deiliskipulag Bakkahverfis - breyting vegna Lindarbrautar 2a 

Skipulags- og umferðarnefndar samþykkti á 121. fundi sínum 20. janúar 2022 að grenndarkynna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Bakkahverfis vegna Lindarbrautar 2A fyrir lóðarhöfum að Lindarbraut 1 og 2. Engar athugasemdir bárust. 

Skipulags- og umferðarnefnd vísar skipulaginu til staðfestingar bæjarstjórnar skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 


5. 2019050407 - Deiliskipulag Bakkahverfis. Breyting vegna Melabrautar 20 og Valhúsabrautar 19 

Lagt fram minnisblað Ívars Pálssonar hrl. hjá Landslögum, dagsett 9. mars 2022, þar sem lagt er til að tillögurnar verði auglýstar að nýju. 

Skipulags- og umferðarnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram með umsækjanda í samræmi við niðurstöðu minnisblaðs Landslaga. 


6. 2021120139 - Fyrirspurn v. breytingar á gildandi deiliskipulagi fyrir Valhúsahæð - Skólabraut 10 

Lögð fram fyrirspurn Undra ehf., dagsett 1. mars 2022, þar sem óskað er eftir því að fá að breyta skilmálum í kafla 3.5 og 3.6 í gildandi deiliskipulagi fyrir Valhúsahæð og aðliggjandi útisvæði. Óskað er eftir því að fjölga íbúðum í 9 íbúðir og breyta bílastæðaskilmálum fyrir lóðina þannig að það verði 1 bílastæði á íbúð innan lóðarmarka. 

Skipulags- og umferðarnefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram með umsækjanda. 


7. 2022030006 - Deiliskipulag Vesturhverfis - breyting vegna Miðbrautar 33 

Lögð fram um umsókn Kjartans Rafnssonar fyrir hönd Ágústs Ingvarssonar, dagsett 16. febrúar 2022, þar sem sótt er um heimild til að breyta deiliskipulagi Vesturhverfis vegna Miðbrautar 33. Í breytingunni felst að stækka byggingarreit og hækka nýtingarhlutfall úr 0,3 í 0,4. 

Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Vesturhverfis skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar. 


Margrét Leifsdóttir og Haukur Geirmundsson yfirgáfu fundinn 8:56 

Fundi slitið 09:33

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?