Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

07. apríl 2022

124. fundur skipulags- og umferðarnefndar 7. apríl 2022 kl. 08:02-08:50 Í fundarherbergi skipulags- og umhverfissviðs Seltjarnarnesbæjar, Austurströnd 1 Seltjarnarnesi og í gegnum fjarfundarbúnað.


Nefndarmenn:

Ragnhildur Jónsdóttir, formaður
Hannes Tryggvi Hafstein, varamaður
Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir, aðalmaður
Garðar Gíslason, varamaður
Karen María Jónsdóttir, aðalmaður

Starfsmenn:

Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri

Fundargerð ritaði: Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri


Dagskrá:


1. 2022020191 - Bygggarðar 27-31 umsókn um byggingarleyfi

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Ásgeirs Ásgeirssonar fyrir hönd Gróttubyggðar ehf., dagsett 24. febrúar 2022, þar sem sótt er um leyfi til að byggja þriggja hæða fjölbýli með 26 íbúðum ásamt bílakjallara.

Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir umsóknina, samræmist deiliskipulagi og ákvæðum laga nr. 160/2010.


2. 2022040016 - Fornaströnd 8 - umsókn um byggingarleyfi

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Kjartans Ingvarssonar, dagsett 5. apríl, þar sem sótt er um leyfi fyrir endurbótum og stækkun einbýlishússins við Fornuströnd 8.

Skipulags- og umferðarnefnd frestar erindinu með vísan í umsögn byggingarfulltrúa.


3. 2021120139 - Breytingar á gildandi deiliskipulagi fyrir Valhúsahæð - Skólabraut 10

Lögð fram umsókn Landfells ehf., dagsett 4. apríl 2022, ásamt uppdrætti af tillögu að breyttu deiliskipulagi og greinargerð, þar sem sótt er um heimild til að breyta deiliskipulagi Valhúsahæðar og aðliggjandi útivistarsvæðis vegna fyrirhugaðrar fjölgunar íbúða og breytinga á Skólabraut 10.

Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Valhúsahæðar og aðliggjandi útivistarsvæðis skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


4. 2022030046 - Umsókn um stöðuleyfi, veitingatjald við knattspyrnuvöll Gróttu

Lögð fram stöðuleyfisumsókn Íþróttafélagsins Gróttu, dagsett 1. apríl 2022, þar sem sótt er um stöðuleyfi fyrir veitingatjald við knattspyrnuvöll Gróttu. Umsóknartími er 1. apríl 2022 til 1. október 2022.

Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að veita Íþróttafélaginu Gróttu stöðuleyfi frá 1. apríl til 1. október 2022 fyrir veitingatjald á lóð Seltjarnarnesbæjar við knattspyrnuvöll Gróttu.


Fundi slitið: 08:50

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?