Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

05. maí 2022

125. fundur skipulags- og umferðarnefndar 5. maí kl. 08:06 Í fundarherbergi á Skipulags- og umhverfissviði Austurströnd 1 og í gegnum fjarfundarbúnað.

Nefndarmenn: Ragnhildur Jónsdóttir, formaður, Ingimar Sigurðsson, varaformaður Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir, aðalmaður Garðar Gíslason, varamaður Karen María Jónsdóttir, aðalmaður

Starfsmenn: Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri

Fundargerð ritaði: Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri


Dagskrá:


1. 2021120345 - Tillaga að breyttu deiliskipulagi - Melabraut 3

Á 122. fundi skipulags- og umferðarnefndar þann 17. febrúar 2022 og á 942. fundi bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar þann 23. febrúar 2022 var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Bakkahverfis vegna Melabrautar 3 skv. 1. mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Í deiliskipulagstillögunni felst stækkun byggingarreits og hækkun nýtingarhlutfalls úr 0,43 í 0,50. Tillagan var auglýst frá og með 7. mars 2022 til og með 19. apríl 2022, engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og umferðarnefnd vísar skipulaginu til staðfestingar bæjarstjórnar skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


2. 2021090135 - Hofgarðar 16 - breyting á deiliskipulagi

Lögð fram umsókn Önnu Margrétar Hauksdóttur fyrir hönd Fjársjóðs ehf., dagsett 13. apríl 2022, þar sem sótt er um heimild til að breyta deiliskipulagi Bollagarða og Hofgarða, samþykkt 9. september 2015. Í breytingunni felst að færa byggingarreit um 0,5m til norðurs að götu og að breyta skilmálablaði þannig að efri hæð verði ekki meira en 40% af flatarmáli byggingarreits.

Skipulags-og umferðarnefnd samþykkir að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Bollagarða og Hofgarða skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagsslaga nr. 123/2010. Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.


3. 2022040031 - Hamarsgata 6 - umsókn um byggingarleyfi

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Helga Indriðasonar ásamt uppdráttum fyrir hönd Kára Guðjóns Hallgrímssonar, dagsett 5. apríl 2022, þar sem sótt er um heimild til að reisa tvö stakstæð garðskýli á norðanverðri lóð Hamarsgötu 6.

Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir umsóknina. Samræmist deiliskipulagi og ákvæðum laga nr. 160/2010.


4. 2022040054 - Bakkavör 28 - Nýr garðskáli

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Björns Hjaltested Gunnarssonar ásamt uppdráttum, dagsett 1. apríl 2022, þar sem sótt er um heimild til að fjarlægja núverandi garðskála og byggja nýjan.

Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir umsóknina. Samræmist deiliskipulagi og ákvæðum laga nr. 160/2010.


5. 2022040184 - Unnarbraut 28a - Bílskúr - fyrirspurn

Lögð fram fyrirspurn Viktors Hagalíns Magnasonar, dagsett 20. apríl 2022, þar sem spurst er fyrir um heimild til að reisa bílskúr á norðurhlið lóðar Unnarbrautar 28a. Ekki eru heimildir í deiliskipulagi Bakkahverfis til byggingar bílskúrs á lóðinni Unnarbraut 28.

Skipulags- og umferðarnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.


6. 2022040218 - Miðbraut 18 - Fyrirspurn - Reykrör fyrir kamínu

Lögð fram fyrirspurn Ásdísar Kalman, dagsett 22. apríl 2022, þar sem spurst er fyrir um heimild til að setja upp viðarkamínu og tilheyrandi reykrör á þak Miðbrautar 18.

Skipulags- og umferðarnefnd frestar erindinu og felur byggingarfulltrúa að óska eftir frekari gögnum.


7. 2022040016 - Fornaströnd 8 - umsókn um byggingarleyfi

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Kjartans Ingvarssonar, dagsett 5. apríl 2022, þar sem sótt er um leyfi fyrir endurbótum og stækkun einbýlishússins við Fornuströnd 8.

Skipulags- og umferðarnefnd frestar erindinu og felur skipulagsfulltrúa að óska eftir áliti skipulagshönnuðar.

Karen María Jónsdóttir yfirgaf fund 08:46


8. 2022040178 - Hofgarðar 4 - smáhýsi

Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa Hofgarða 4, dagsett 19. apríl 2022, um heimild til að reisa smáhýsi innan þriggja metra fjarlægðar frá lóðarmörkum Hofgarða 2. Fyrir liggur samþykki lóðarhafa Hofgarða 2.

Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir erindið.


9. 2022050003 - Bygggarðar 3 - Niðurrif

Lögð fram umsókn Gróttubyggðar ehf., dagsett 29. apríl 2022, um niðurrif mannvirkja við Bygggarða 3.

Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir umsóknina. Samræmist deiliskipulagi og ákvæðum laga nr. 160/2010.


10. Önnur mál

Nefndin vill þakka sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs fyrir einstaklega farsælt og ánægjulegt samstarf á kjörtímabilinu.


Fundi slitið: 09:10

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?