Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

21. júní 2022

126. fundur skipulags- og umferðarnefndar Haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Seltjarnarness, þriðjudaginn 21. júní, 2022 kl. 08:08

Nefndarmenn:

Svana Helen Björnsdóttir, formaður
Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir, aðalmaður
Örn Viðar Skúlason, aðalmaður
Karen María Jónsdóttir, aðalmaður

Starfsmenn:

Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri

Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri


Fundargerð ritaði: Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs


Dagskrá:


1. 2022060075 - Endurskoðun Aðalskipulags Seltjarnarnesbæjar 2015-2033

Samkvæmt 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal sveitarstjórn að loknum sveitarstjórnarkosningum meta hvort ástæða sé til þess að endurskoða gildandi Aðalskipulag sveitarfélagsins. Skal sú ákvörðun m.a. taka mið af því hvort landsskipulagsstefna kalli á endurskoðun Aðalskipulagsins. Skal ákvörðun sveitarstjórnar að jafnaði liggja fyrir innan tólf mánaða frá sveitarstjórnarkosningum og skal niðurstaðan tilkynnt Skipulagsstofnun jafnskjótt og hún liggur fyrir.

Hvorki landskipulagsstefna né svæðisskipulag gefa tilefni til heildarendurskoðunar Aðalskipulags Seltjarnarnesbæjar 2015-2033 og telur skipulags- og umferðarnefnd því ekki ástæðu til að ráðast í endurskoðun á þessu kjörtímabili. Skipulags- og umferðarnefnd felur skipulagsfulltrúa að tilkynna Skipulagsstofnun um niðurstöðu nefndarinnar. Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.


2. 2022030006 - Deiliskipulag Vesturhverfis - breyting vegna Miðbrautar 33

Á 123. fundi skipulags- og umferðarnefndar þann 10. mars 2022 og á 944. fundi bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar þann 23. mars 2022 var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Vesturhverfis vegna Miðbrautar 33 skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í deiliskipulagstillögunni felst stækkun byggingarreits og hækkunar nýtingarhlutfalls úr 0,30 í 0,40. Tillagan er auglýst frá og með 8. apríl 2022 til og með 23. maí 2022, engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og umferðarnefnd vísar skipulaginu til staðfestingar í bæjarstjórn skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


3. 2022050350 - Deiliskipulag Valhúsahæðar og aðliggjandi útivistarsvæðis - breyting vegna Skólabrautar 12

Lögð fram umsókn Helgu G. Vilmundardóttur, dagsett 30. maí 2022, um breytingu á deiliskipulagi Valhúsahæðar og aðliggjandi útivistarsvæðis, samþykkt í bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar 24. maí 2017. Í breytingunni felst að auka nýtingarhlutfall úr 0,42 í 0,47.

Skipulags- og umferðarnefnd frestar erindinu og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.


4. 2022060012 - Bygggarðar - djúpgámar

Lögð fram tillaga Ásgeirs Ásgeirssonar fyrir hönd Gróttubyggðar, dagsett 9. júní 2022, þar sem lagt er til að djúpgámum verði komið fyrir í hverfinu í stað sorpgerða innan lóða.

Skipulags- og umferðarnefnd frestar erindinu og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.


5. 2022050229 - Unnarbraut 3 - umsókn um byggingarleyfi

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Þorgeirs Þorgeirssonar, dagsett 18. maí 2022, þar sem sótt er um leyfi fyrir svalalokun með einföldum glerskífum á svölum suðurhliðar Unnarbrautar 3.

Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir erindið. Samræmist deiliskipulagi og ákvæðum laga nr. 160/2010.


6. 2022040215 - Bygggarðar 25 - umsókn um byggingarleyfi

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Ásgeirs Ásgeirssonar fyrir hönd Gróttubyggðar ehf., dagsett 27. apríl 2022, þar sem sótt er um leyfi til að byggja fjögurra íbúða hús á tveimur hæðum við Bygggarða 25.

Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir erindið. Samræmist deiliskipulagi og ákvæðum laga nr. 160/2010.


7. 2022060022 - Melabraut 3 - Umsókn um byggingarleyfi

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Haraldar Ingvarssonar fyrir hönd Mjalls ehf., dagsett 30. maí 2022, þar sem sótt er um leyfi til að byggja bílskúr og hæð ofan á húsið, setja nýjar svalir og klæða húsið með álklæðningu.

Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir erindið. Samræmist deiliskipulagi og ákvæðum laga nr. 160/2010.


8. 2022040016 Fornaströnd 8 - umsókn um byggingarleyfi

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Kjartans Ingvarssonar, dagsett 5. apríl 2022, þar sem sótt er um leyfi fyrir endurbótum og stækkun einbýlishússins við Fornuströnd 8. Umsóknin var á dagskrá 125. fundar skipulags- og umferðarnefndar þar sem erindinu var frestað og skipulagsfulltrúa falið að óska eftir áliti skipulagshönnuðar.

Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir erindið. Samræmist deiliskipulagi og ákvæðum laga nr. 160/2010.


9. 2022050379 - Tjarnarstígur 8 - Fyrirspurn

Lögð fram fyrirspurn Guðrúnar Bjargar Karlsdóttur, dagsett 31. maí 2022, þar sem spurst er fyrir um heimildir til að stækka íbúðarhúsið við Tjarnarstíg 8.

Skipulags- og umferðarnefnd tekur jákvætt í erindið og felur byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.


10. 2022050329 - Nesvegur - Hraðahindranir - Andmæli

Lögð fram áskorun Sigurðar Lennart, dagsett 25. maí 2022, um að setja ekki aftur upp hraðahindranir á Nesveg eftir malbiksframkvæmdir.

Lagt fram til kynningar.


11. 2022060003 - Fiskbúðin Vegamót - Merking fyrir framan búð

Lagður fram tölvupóstur frá Birgir Ásgeirssyni fyrir hönd Fiskbúðarinnar Vegamót, dagsettur 1. júní 2022, þar sem óskað er eftir að bílastæði fyrir utan verslunina við Nesveg verði merkt sem skammtímastæði.

Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að bílastæði fyrir utan fiskbúðina Vegamót á Nesvegi 100 verði gerð að skammtímabílastæðum, hámark 30 mínútur, milli kl. 08:00 og 18:00 á virkum dögum. Nefndin felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að birta auglýsingu þess efnis í B-deild stjórnartíðinda og setja upp viðeigandi merkingar.


Fundi slitið 09:43

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?