Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

06. september 2022

128. fundur skipulags- og umferðarnefndar haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Seltjarnarness, þriðjudaginn 6. september 2022, kl. 08:00.

Nefndarmenn:
Svana Helen Björnsdóttir, formaður 
Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir, varaformaður
Örn Viðar Skúlason, aðalmaður
Karen María Jónsdóttir, aðalmaður
Guðmundur Ari Sigurjónsson, varamaður 


Starfsmaður: María Björk Óskarsdóttir, sviðsstjóri þjónustu- og samskiptasviðs

Fundargerð ritaði: María Björk Óskarsdóttir, sviðsstjóri þjónustu- og samskiptasviðs.


Dagskrá:

1. 2020040062 - Stefnumörkun varðandi gististarfsemi og gististaði fyrir íbúðabyggð

Lagt fram minnisblað Alta, dagsett 2. september 2022, vegna breytinga á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033 varðandi takmarkanir á gistiþjónustu.

Skipulags- og umferðarnefnd ræddi málið og var því frestað til næsta fundar.


2. 2022050350 - Deiliskipulag Valhúsahæðar og aðliggjandi útivistarsvæðis - breyting vegna Skólabrautar 12

Lögð fram umsókn Helgu G. Vilmundardóttur, dagsett 30. maí 2022, um breytingu á deiliskipulagi Valhúsahæðar og aðliggjandi útivistarsvæðis, samþykkt í bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar 24. maí 2017. Í breytingunni felst að auka nýtingarhlutfall úr 0,42 í 0,47. Málið var áður á dagskrá 126. fundar skipulags- og umferðarnefndar, 21. júní 2022, þar sem málinu var frestað.

Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að grenndarkynna tillöguna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir íbúum Skólabrautar 3-5, 10 og 14 og Kirkjubrautar 9, 11 og 13. Vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.


3. 2022090001 - Nesbali 36, umsókn um byggingarleyfi

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Pálmars Kristmundssonar fyrir hönd Sigríðar M. Harðardóttur og Guðbergs G. Erlendssonar, dagsett 1. september 2022, þar sem sótt er um breytingar frá áður samþykktum aðaluppdráttum.

Skipulags- og umferðarnefnd frestar erindinu og felur byggingarfulltrúa að óska eftir frekari gögnum.


4. 2021060049 - Skólabraut 4 - Fyrirspurn um framkvæmdir

Lagður fram tölvupóstur frá íbúum Skólabrautar 4, dagsettur 31. ágúst 2022, þar sem óskað er eftir fresti til að færa geymsluskúr á lóðamörkum Skólabrautar 4 og 6.

Skipulags- og umferðarnefnd frestar erindinu og felur byggingarfulltrúa að vinna málið frekar.


5. 2022090026 - Umhverfisvottun Gróttubyggðar

Lögð fram tillaga Samfylkingarinnar og óháðra um að deiliskipulag Gróttubyggðar fái BREEAM-umhverfisvottun. Verkefnið verði unnið í samráði við viðkomandi þróunarfélag, lóðarhafa, verktaka og önnur skipulagsyfirvöld eftir því sem við á. Leitað verði til sérfræðinga og verkfræðistofa til ráðgjafar og útfærslu.

Skipulags- og umferðarnefnd frestar afgreiðslu tillögunnar en felur sviðstjóra skipulags- og umhverfissviðs að skoða málið nánar ásamt því að ræða við framkvæmdaaðilann.


6. 2022080251 - Umferðaröryggisáætlun Seltjarnarnesbæjar - endurskoðun 2022

Lögð fram til endurskoðunar Umferðaröryggisáætlun Seltjarnarnesbæjar 2018-2022.

Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að endurskoða umferðaröryggisáætlun Seltjarnarnesbæjar og felur sviðsstjóra að vinna áfram með málið.


7. 2022050299 - Nesvegur - hraðatakmarkandi aðgerðir Umræður um hraðatakmarkandi aðgerðir á Nesvegi.

Skipulags- og umferðarnefnd felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að láta setja upp hraðavaraskilti með hraðamælingu á Nesvegi.

Bókun:

Fulltrúar Samfylkingar og óháðra samþykkja að setja upp hraðavaraskilti við Nesveg en teljum mikilvægt að unnið verði að frekari hraðatakmarkandi aðgerðum við Nesveg. Við malbikun á götunni voru fjarlægðar fjölbreyttar hraðatakmarkandi aðgerðir sem voru til staðar til að halda niðri umferðarhraða og auka umferðaröryggi. Brýnt er að hraðatakmarkandi aðgerðir byggi á áliti sérfræðinga.


Fundi slitið: 10.02


Næsti fundur verður 20. september 2022 kl. 8.00

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?