Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

11. október 2022

130. fundur skipulags- og umferðarnefndar haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Seltjarnarness, þriðjudaginn 11. október, 2022 kl. 08:15

Nefndarmenn: Svana Helen Björnsdóttir formaður, Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir varaformaður, Örn Viðar Skúlason aðalmaður, Karen María Jónsdóttir aðalmaður og Stefán Bergmann varamaður

Starfsmenn: Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri og Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri

Fundargerð ritaði: Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs


Dagskrá:

1. 2020040062 - Stefnumörkun varðandi gististarfsemi og gististaði fyrir íbúðabyggð

Lagt fram minnisblað Alta, dagsett 29. september 2022, varðandi stefnumörkun um gistiþjónustu í Seltjarnarnesbæ.

Skipulags- og umferðarnefnd felur skipulagsfulltrúa að gera eftirfarandi breytingar á áður auglýstri lýsingu þannig að eftirfarandi texti verði einnig hluti af breytingunni:

„Auk heimagistingar er heimil á íbúðarsvæðum rekstrarleyfisskyld gistiþjónusta í minni gistiheimilum og íbúðum, sbr. 4. og 9. gr. reglugerðar nr. 1277/2016, að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:

  • Gisting er á lögheimili gistisöluaðila og hann skal hafa þar aðsetur.
  • Hámarksfjöldi leigðra herbergja er fimm.
  • Hámarskfjöldi gesta er 10 einstaklingar.
  • Starfsemin má ekki hafa neikvæð áhrif á næsta nágrenni, t.d. vegna ónæðis eða hávaða.
  • Gestir nýti bílastæði innan lóðar.
  • Eitt stæði skal vera fyrir hverja fjóra gesti á gistiheimilum.
  • Heimilt er að gefa út nýtt leyfi fyrir skammtímaleigu í húsnæði á íbúðarsvæðum til samræmis við áður útgefin leyfi. Er þá miðað við að umfang starfseminnar aukist ekki frá því sem áður var heimilt. Gilda þá lög um fjöleignarhús nr. 26/1994 varðandi samþykki meðeigenda og lög um mannvirki nr. 160/2010 varðandi breytta notkun húss.

Skipulags- og umferðarnefnd Seltjarnarnesbæjar metur hvort umsókn um rekstrarleyfisskylda gististarfsemi samræmist ofangreindum skilyrðum. Einnig metur nefndin hvort gera þurfi breytingu á deiliskipulagi viðkomandi svæðis eða, ef deiliskipulag liggur ekki fyrir, hvort grenndarkynna þurfi umsóknina sbr. ákvæði 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.“

Eftir breytingu felur skipulags- og umferðarnefnd skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna á vinnslustigi. Vísað til staðfestingar í bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar.


2. 2022090220 - Deiliskipulag Stranda - breyting vegna Víkurstrandar 1-1A

Lögð fram fyrirspurn Páls Magnússonar, dagsett 1. júní 2022, þar sem óskað er heimildar til að stækka lóðina Víkurströnd 1-1A til norðurs um 80 fermetra.

Skipulags- og umferðarnefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.


3. 2022100054 - Tjarnarból 2-8 - Viðbótarbílastæði og rafhleðslustöðvar

Lögð fram fyrirspurn Húsfélagsins Tjarnarbóli 2-8, dagsett 5. október 2022, þar sem óskað er eftir heimild til að koma fyrir 6 rafhleðslubílastæðum á auðu svæði innan lóðar.

Skipulags- og umferðarnefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.


4. 2022090018 - Nesbali 36 - umsókn um byggingarleyfi

Lagður fram tölvupóstur frá lóðarhöfum að Nesbala 36 Guðbergi Erlendssyni og Sigríði Mörtu Harðardóttur, dagsettur 5. október 2022, þar sem ákvörðun skipulags- og umferðarnefndar á 129. fundi um að hafna umsókn um bílskýli er mótmælt.

Lagt fram til kynningar, sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs falið að svara viðkomandi.


5. 2022100018 - Umsókn um stöðuleyfi

Lögð fram stöðuleyfisumsókn Bárðar Guðlaugssonar, dagsett 4. október 2022, þar sem sótt er um leyfi fyrir gám á lóðamörkum Miðbrautar 17 og Vallarbrautar 8.

Skipulags- og umferðarnefnd hafnar erindinu. Samkvæmt. 2.6.1. gr. byggingarreglugerðar 112/2012 skal staðsetja lausafjármuni þannig að ekki sé hætt á að eldur geti borist frá þeim í aðliggjandi hús. Samkvæmt fyrirliggjandi umsókn er lausafjármunur staðsettur á lóðarmörkum Miðbrautar 17 og Vallarbrautar 8 þar sem nú þegar eru byggingar og hætta á að eldur geti borist á milli.


Fundi slitið: 09:58

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?