Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

134. fundur 15. desember 2022

Haldinn var 134. fundur Skipulags- og umferðarnefndar í fundarsal bæjarstjórnar Seltjarnarness, fimmtudaginn 15. desember 2022 kl. 08:15.

Fundinn sátu: Svana Helen Björnsdóttir, Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir, Örn Viðar Skúlason, Karen María Jónsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson.
Starfsmaður: Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs

Dagskrá:

1. 2022110065 - Safnatröð 5 - byggingarleyfi
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Menningar- og viðskiptaráðuneytisins, dagsett 3. nóvember 2022, þar sem sótt er um leyfi til að fullklára byggingu hússins undir náttúruminjasafn. Málið var áður á dagskrá 133. fundar skipulags- og umferðarnefndar, 21. nóvember sl., þar sem því var frestað.

Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir erindið. Samræmist deiliskipulagi og ákvæðum laga nr. 160/2010.

2. 2022110119 - Nesvegur 103-105 - Deiliskipulagsbreyting
Lögð fram umsókn Guðna Valbergs fyrir hönd Sunnu Guðnadóttur, dagsett 12. desember 2022, um breytingu á deiliskipulagi Lambastaðhverfis vegna Nesvegar 103-105. Í umsókninni felst ósk um að hækka nýtingarhlutfall á lóðinni úr 0,3 í 0,4 en að byggingarreitur haldist óbreyttur.

Skipulags- og umferðarnefnd frestar erindinu og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

3. 2022120105 - Breyting á deiliskipulagi - Suðurmýri 60
Lögð fram umsókn Páls Gunnlaugssonar fyrir hönd Fannars Guðlaugssonar, dagsett 12. desember 2022, um breytingu á deiliskipulagi Kolbeinsstaðamýrar. Í umsókninni felst ósk um að hækka nýtingarhlutfall úr 0,55 í 0,68 og fjölga íbúðum úr einni í fjórar.

Samkvæmt gildandi deiliskipulagi Kolbeinsstaðamýri, samþykkt í bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar 15. apríl 2014, er staðfest á formlegan hátt byggðarmynstur hverfisins. Suðurmýri 52-54-56 og 58 eru allt einnar íbúðar hús og mynda ákveði byggðarmynstur einnar íbúða bygginga með Suðurmýri 60. Almennir skilmálar gildandi deiliskipulags Kolbeinsstaðamýrar kveða einnig á um að ekki sé heimilt að fjölga íbúðum á lóðum sem nú þegar eru byggðar.

Skipulags- og umferðarnefnd hafnar erindinu þar sem fjölgun íbúða við Suðurmýri 60 er í andstöðu við markmið og almenna skilmála gildandi deiliskipulags Kolbeinstaðamýrar.

4. 2022110134 - Gangbraut við Skólabraut
Lagður fram tölvupóstur frá Pétri Hrafni Hafsteinssyni, dagsettur 16. nóvember 2022, þar sem vakin er athygli á hættu sem skapast getur á T-gatnamótum við Skólabraut gegnt Tónlistarskóla Seltjarnarness.

Skipulags- og umferðarnefnd þakkar erindið og felur sviðsstjóra að bregðast við í samræmi við umræður á fundinum.

5. Önnur mál:
Fundartímar skipulags- og umferðarnefndar árið 2023 verða sem hér segir:

12. janúar
09. febrúar
13. mars
13. apríl
17. maí

Fundi slitið 09:22

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?