Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

135. fundur 12. janúar 2023

135. fundur Skipulags- og umferðarnefndar var haldinn í sal bæjarstjórnar Seltjarnarness, fimmtudaginn 12. janúar, 2023 kl. 08:15

Fundinn sátu: Svana Helen Björnsdóttir, Örn Viðar Skúlason, Karen María Jónsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson, Hákon Róbert Jónsson
Starfsmaður: Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Dagskrá:

1. 2022120105 - Breyting á deiliskipulagi - Suðurmýri 60

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Kolbeinsstaðamýrar frá Páli Gunnlaugssyni, fyrir hönd eiganda Suðurmýri 60, dagsett 3. janúar 2023. Í tillögunni felst að fjölga íbúðum á lóðinni úr einni í tvær og að nýtingarhlutfall verði 0,68.

Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að grenndarkynna tillöguna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir íbúum Suðurmýrar 52, 54, 56 og 58. Vísað til staðfestingar í bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar.

2. 2022120194 - Fyrirspurn - Lambastaðabraut 8

Lögð fram fyrirspurn Hugrúnar Þorsteinsdóttur, fyrir hönd eiganda Lambastaðabrautar 8, dagsett 21. desember 2022, þar sem spurst er fyrir um heimildir til að bæta hæð ofan á núverandi byggingu og nýta byggingarreit núverandi bílskúrs.

Skipulags- og umferðarnefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

3. 2022120151 - Umsagnarbeiðni v/rekstrarleyfis: Hofgarðar 26 fl. II-C

Lögð fram umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, dagsett 5. janúar 2023, vegna rekstrarleyfis fyrir gististað í flokki II-C við Hofgarða 26 Seltjarnarnesi.

Skipulags- og umferðarnefnd felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að kynna umsóknina fyrir íbúum Hofgarða 18, 20, 21, 22, 23, 25 og Vesturströnd 12, 14, 16 og 18 einnig að óska eftir frekari gögnum frá umsækjanda um afgreiðslutíma gististaðar og fjölda áætlaðra bílastæða fyrir starfsemina.

4. 2022120200 - Umsagnarbeiðni vegna gistingar - Lindarbraut 13

Lögð fram umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, dagsett 29. desember 2022, vegna rekstrarleyfis fyrir gististað í flokki II-C við Lindarbraut 13 Seltjarnarnesi.

Skipulags- og umferðarnefnd felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að kynna umsóknina fyrir íbúum Lindarbrautar 11, 15, 15a, 14, 16 og 18 og Nesbala 21, 23 og 25 einnig að óska eftir frekari gögnum frá umsækjanda um afgreiðslutíma gististaðar og fjölda áætlaðra bílastæða fyrir starfsemina.

5. 2023010048 - Umsagnarbeiðni vegna tímabundins áfengisleyfis - þorrablót Seltjarnarness

Lögð fram umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, dagsett 2. janúar 2023, vegna tækifærisleyfis-tímabundins áfengisleyfis fyrir þorrablót í íþróttasal Gróttu, Suðurströnd 2-8, Seltjarnarnesi.

Skipulags- og umferðarnefnd felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að veita jákvæða umsögn um tækifærisleyfi/tímabundið áfengisleyfis fyrir þorrablót í íþróttasal Gróttu, Suðurströnd 2-8. Vísað til staðfestingar í bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar.

Fundi slitið: 09:33

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?