Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

137. fundur 09. mars 2023

137. fundur Skipulags- og umferðarnefndar var haldinn í fundarsal Bæjarstjórnar Seltjarnarness, fimmtudaginn 9. mars, 2023 kl. 08:15

Fundinn sátu: Svana Helen Björnsdóttir, Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir, Örn Viðar Skúlason, Karen María Jónsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson

Starfsmaður: Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs

Fundargerð ritaði: Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri

Dagskrá:

1. 2020040062 - Stefnumörkun varðandi gististarfsemi og gististaði fyrir íbúðabyggð

Lagðar fram ábendingar við tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Seltjarnarness 2015-2033 sem auglýst var á vinnslustigi frá 26. janúar sl. til og með 23. febrúar 2023.

Skipulags- og umferðarnefnd frestar erindinu og felur skipulagsfulltrúa að afla upplýsinga um málsmeðferð við afturköllun leyfis hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og leggja fyrir næsta fund.

2. 2022120105 - Breyting á deiliskipulagi - Suðurmýri 60

Á 135. fundi skipulags- og umferðarnefndar 12. janúar 2023 var samþykkt að grenndarkynna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Kolbeinsstaðamýrar vegna Suðurmýri 60, afgreiðsla nefndarinnar var staðfest á fundi bæjarstjórnar 25. janúar 2023. Í tillögunni felst að fjölga íbúðum á lóðinni úr einni í tvær og að nýtingarhlutfall verði 0,68. Tillagan var grenndarkynnt íbúum Suðurmýrar 52, 54, 56 og 58 frá 31. janúar 2023 til og með 3. mars 2023, engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og umferðarnefnd felur skipulagsfulltrúa að senda samþykkta breytingu til Skipulagsstofnunar í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og birta auglýsingu um gildistöku í B-deild stjórnartíðinda.

3. 2022110111 - Breyting á deiliskipulagi - Miðbraut 8

Lagðar fram athugasemdir við breytingu á deiliskipulagi Bakkahverfis vegna Miðbrautar 8. Á 133. fundi skipulags- og umferðarnefndar 21. nóvember 2022 var samþykkt að grenndarkynna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Bakkahverfis vegna Miðbrautar 8, afgreiðsla nefndarinnar var staðfest á fundi bæjarstjórnar 14. desember 2022. Í tillögunni felst að heimilað verði að byggja á lóðinni bílskúr/vinnustofu allt að 82m2. Tillagan var grenndarkynnt íbúum Miðbrautar 6 og 10 og Unnarbrautar 26 og 28 frá 21. desember 2022 til og með 26. janúar 2023.

Skipulags- og umferðarnefnd frestar erindinu og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram með umsækjanda.

4. 2023030040 - Deiliskipulag Bollagarða og Hofgarða - breyting vegna Hofgarða 16

Lögð fram fyrirspurn frá Agnari Þórði Úlfssyni, dagsett 2. mars 2023, þar sem spurst er fyrir um heimild til að vinna breytingu á deiliskipulagi Bollagarða og Hofgarða vegna Hofgarða 16. Í fyrirspurninni felst að bæta B-rýmum við nýtingarhlutfallið sem hækkar við það úr 0,41 í 0,48.

Skipulags- og umferðarnefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

5. 2023020196 - Deiliskipulag, Undrabrekka - reitur S-3 í Aðalskipulagi Seltjarnarness

Lögð fram til kynningar fyrstu drög að deiliskipulagi fyrir reit S-3 í Aðalskipulagi Seltjarnarness 2015-2033.

Skipulags- og umferðarnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

6. 2021090228 - Gatnamót Nesvegar og Suðurstrandar - Verkframkvæmd

Lögð fram valkostagreining, unnin af VSÓ ráðgjöf, á stillingu ljósabúnaðar á gatnamótum Nesvegar og Suðurstrandar.

Skipulags- og umferðarnefnd frestar málinu á meðan beðið er umferðargreiningargagna frá VSÓ ráðgjöf.

7. 2021080052 - Fyrirspurn um útilistaverk við Hrólfsskálavör 2

Málið var áður á dagskrá 117. fundi skipulags- og umferðarnefndar þar sem erindinu var vísað til umsagnar í menningarnefnd og umhverfisnefnd.

Tekið fyrir á fundi 153 í menningarnefnd 6. desember 2022. Nefndin skilaði svohljóðandi afgreiðslu:
Menningarnefnd tekur jákvætt í erindið að því gefnu að tilskilin leyfi fáist frá viðeigandi aðilum. Nefndin telur lofsvert að einstaklingar fjármagni og setji upp listaverk á Seltjarnarnesi fyrir alla að njóta.

Tekið fyrir á fundi 317 í umhverfisnefnd 10. janúar 2023. Nefndin skilaði svohljóðandi afgreiðslu:
Umhverfisnefnd telur skorta frekari gögn um umhverfisáhrif framkvæmdarinnar og tekur jafnframt undir umsögn náttúrufræðistofnunnar. Nefndin vekur einnig athygli á mögulegu fordæmisgildi slíkrar framkvæmdar. Meirihluti umhverfisnefndar getur ekki fallist á að umrætt verk verði sett upp í almannarými um miðbik fjöru utan lóðarmarka við Hrólfsskálamel.

Skipulags-og umferðarnefnd hafnar erindinu með vísan í umsögn umhverfisnefndar.

 

Fundi slitið: 09:52

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?