Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

139. fundur 08. maí 2023

139. fundur skipulags- og umferðarnefndar haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Seltjarnarness, mánudaginn 8. maí, 2023 kl. 08:15

Nefndarmenn: Svana Helen Björnsdóttir, Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir, Örn Viðar Skúlason, Karen María Jónsdóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson

Starfsmenn: Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri

Fundargerð ritaði: Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Dagskrá:

1. 2023040100 - Melabraut 16 - Umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Bakkahverfis frá Jóhanni Einari Jónssyni, fyrir hönd eiganda Melabrautar 16, dagsett 25. apríl 2023. Í tillögunni felst að fjölga íbúðum úr fjórum í sex og nýtingarhlutfall fari úr 0,59 í 0,75.

Skipulags- og umferðarnefnd frestar erindinu og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

2. 2022080251 - Umferðaröryggisáætlun Seltjarnarnesbæjar - endurskoðun

Lögð fram til endurskoðunar Umferðaröryggisáætlun Seltjarnarnesbæjar 2018-2022.

Skipulags- og umferðarnefnd felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að framkvæma þær endurbætur sem lagðar eru til í gildandi áætlun eins fljótt og auðið er, einnig að kalla saman samráðshópinn sem vann skýrsluna og fara yfir stöðu verkefna.

3. 2020040062 - Stefnumörkun varðandi gististarfsemi og gististaði fyrir íbúðabyggð

Þór Sigurgeirsson mætti til fundar undir þessum lið.

Lagðar fram ábendingar við tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Seltjarnarness 2015-2033 sem auglýst var á vinnslustigi frá 26. janúar sl. til og með 23. febrúar 2023 ásamt tölvupósti frá fagstjóra leyfisveitinga hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, dagsettur 4. apríl 2023.

Skipulags- og umferðarnefnd felur skipulagsfulltrúa að gera breytingar á tillögunni í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

Fundi slitið: 09:58

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?