Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

144. fundur 19. október 2023

143. fundur Skipulags- og umferðarnefndar var haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Seltjarnarness, fimmtudaginn 19. október 2023 kl. 08:15.

Nefndarmenn: Svana Helen Björnsdóttir stýrði fundi, Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir, Örn Viðar Skúlason, Karen María Jónsdóttir og Bjarni Torfi Álfþórsson.

Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Jónasson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Dagskrá:

1. 2023090261 - Látraströnd 50 - Beiðni um uppsetningu gróðurhúss

Eigandi óskar eftir að byggja tæplega 15m2 gróðurhús við gaflinn á húsi sínu sem er á endalóð í þriggja eininga raðhúsi.

Skipulags og umferðarnefnd samþykkir áformin fyrir sitt leyti að því tilskildu að húsið sé að hámarki 15 fermetrar og samræmist grein 2.3.5 lið f í byggingarreglugerð 112/2012 þar sem fjallað er um smáhýsi á lóð.

2. 2023100033 - Kirkjubraut 7, byggingarleyfisumsókn sólstofa

Sótt er um leyfi til að byggja sólstofu við íbúð á 1. hæð við Kirkjubraut 7. Húsið er þriggja hæða sambýli með 6 íbúðum. Áður hefur verið samþykkt samskonar sólstofa hjá hinni íbúðinni á 1. hæð. Í deiliskipulagsgreinargerð kemur eftirfarandi fram: Á lóðunum við Kirkjubraut 4-18 er veitt heimild skv. Deiliskipulagi þessu til að reisa sólstofur út frá stofurýmum , mest 4 m út frá aðalbyggingu og mest 18 fermetrar að grunnfleti. Sækja skal um byggingarleyfi hverju sinni.

Skipulags og umferðarnefnd vísar áformunum til afgreiðslu byggingarfulltrúa þar sem þau samræmast deiliskipulagi og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Tilskylið er að samþykki allra eiganda í húsinu liggi fyrir áður en endanlegt byggingarleyfi verður gefið út.

3. 2023080141 – Selbraut 36 - Byggingarleyfisumsókn

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi, dagsett 17. ágúst 2023, þar sem sótt er um heimild til að reisa sólskála ofan á svalir við Selbraut 36.

Nefndin frestaði málinu á fundi í ágúst. Þá var eftirfarandi bókað: Skipulags- og umferðarnefnd frestar erindinu, samræmist ekki deiliskipulagi.

Húsið er í dag 236,4 m2 og um er að ræða stækkun um 34,1 m eða tæp 15%. Samþykki nágranna í húsalengjunni liggur fyrir.

Skipulags og umferðarnefnd samþykkir að grenndarkynna áformin í samræmi við 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr 123/2010. Tillagan verði grenndarkynnt fyrir eigendum eignanna Selbraut 20, 22, 24, 26, 28 og 30 auk eignanna í sömu lengju sem eru Selbraut 32, 34, 38, 40 og 42.

4. 2023090277 - Aðalskipulagsbreyting 2040 - Breyting á Sundabraut

Lögð fram breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur AR2040 vegna breytingu á Sundabraut til umsagnar. Lýsingin fjallar bæði um fyrirhugaða skipulagsgerð og umhverfismat framkvæmdarinnar. Fyrirhuguð er breyting á skipulaginu þannig að Sundabraut verði möguleg og jafnframt er fyrirhugað umhverfismat vegna framkvæmdarinnar rammað inn.

Skipulags- og umferðarnefnd gerir engar athugasemdir við tillöguna að svo stöddu en áskilur sér rétt til að koma með athugasemdir á síðari stigum.

5. 2023090266 - Ósk um lóðir og samstarf um uppbyggingu námsmannaíbúða

Byggingarfélag námsmann óskar eftir samstarfi um mögulegar lóðir í bænum og uppbyggingu á námsmannaíbúðum.

Skipulags- og umferðarnefnd þakkar áhugann en bendir á að lóðir á Seltjarnarnesi eru af skornum skammti og sveitarfélagið á því miður ekki lóð fyrir félagið að svo stöddu.

6. 2023090293 - Vöktun umferðar – Nesvegur

Lögð fram skýrsla Lögreglu um umferðarvöktun á Nesvegi 27. september síðastliðinn. Af 167 ökutækjum reyndust 10% aka yfir löglegum hraða.

Skipulags- og umferðarnefnd þakkar Lögreglunni fyrir og hvetur hana jafnframt til áframhaldandi eftirlits í bænum.

7. 2023090279 - Beiðni um umsögn - Tillaga til þingsályktunar um réttlát græn umskipti.

Nefndasvið Alþingis óskar eftir umsögn um þingsályktun þar sem ríkistjórninni er falið að gera tímasetta fjármagnað aðgerðaráætlun til að tryggja réttlát græn umskipti í samráði við helstu hagsmunaaðila samfélagsins, þar á meðal sveitarfélög.

Skipulags- og umferðarnefnd hvetur ríkisstjórnina til dáða í þessu máli.

Málið verður einnig kynnt i umhverfisnefnd.

8. 2023090283 - Innviðir fyrir orkuskipti

Borist hefur bréf frá Stjórnaráðinu þar sem sveitarfélög eru hvött til þass að útbúa orkuskiptaáætlun á sínu svæði í góðu samráði við helstu hagaðila, þ.m.t. dreifiveitur.

Í því sambandi er hvatt til að huga að aðgengi áhugasamra aðila að lóðum undir hraðhleðslustöðvar og hleðslugarða og svigrúmi raforkufyrirtækja til að byggja upp innviði sem þjóna þurfa hleðsluþörfinni.

Lagt fram. Skipulags- og umferðarnefnd þakkar ábendinguna.

Málið verður einnig kynnt i umhverfisnefnd.

 

Fundi slitið kl. 9:14

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?