Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

153. fundur 17. júlí 2024 kl. 16:00 - 17:19

Mættir: Svana Helen Björnsdóttir sem stýrði fundi, Erlendur Magnússon sem varamaður fyrir Dagbjörtu Snjólaugu Oddsdóttur, Hákon R. Jónsson, Bjarni Torfi
Álfþórsson og Karen María Jónsdóttir.

Fundarritari: Gunnlaugur Jónasson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og starfsmaður nefndar.

Dagskrá:

1. 2024070043 – Suðurmýri 60 - viðbygging

Ívar Hauksson, byggingarverkfræðingur sækir um að stækka áður samþykkt hús sem er í bygging við Suðurmýri 60. Nýtingarhlutfall er í samræmi við nýlega breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar og viðbyggingin er innan deiliskipulagsreits. Ekkert er minnst á þaksvalir í deiliskipulaginu, eins og gert er ráð fyrir á uppdráttum.

Afgreiðsla: Synjað. Nefndin telur að tillagan samræmist ekki deiliskipulagi.

2. 2023110002 – Sæbraut 4 breyting á deiliskipulagi - eftir grenndarkynningu

Fjallað var um tillöguna að lokinni grenndarkynningu á 151. fundi nefndarinnar þann 16. maí. Þá var lögð fram málamiðlunartillag og skýringaruppdráttur sem á að sýna að þó himinsýn nágranna minki ef litið er til kvistsins, þá aukist sýnin meira yfir bílskúrinn og þannig verði heildarútkoman þeim í hag.

Þá var eftirfarandi bókun gerð. Inngangur: Grenndarkynningu á þaksvölum yfir bílskúr og nýjum kvisti er lokið. Tvær athugasemdir bárust frá nágrönnum. Annarsvegar telja nágrannar sem búa norðan við umrædda framkvæmd að skuggavarp, sýn til himins og innsýn verði til þess að rýra lífsgæði sín og hins vegar telja nágrannar sem búa við hlið framkvæmdarinnar að handrið/veggur þyrfti að verða hærri til að minnka innsýn á sína lóð. Fyrir liggur athugasemd eiganda Sæbrautar 4 vegna andmælanna.
Nefndin frestaði málinu á síðasta fundi sínum. Eigendur leggja fram málamiðlunartillögu sem þeir hafa látið vinna sem kemur til móts við athugasemdirnar.

Bókun 151. fundar: Afgreiðsla: Frestað. Skipulagsfulltrúa falið að kynna framkomna miðlunartillögu fyrir nágrönnum.

Síðan þá hefur skipulagsfulltrúi fundað með nágrönnunum. Þeir telja að mótmælin sem lögð voru fram séu enn í fullu gildi hvað varðar útsýni, skuggavarp og innsýn.

Afgreiðsla: Synjað.

3. 2024040042 – Nesbali 50 - fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi

Á síðasta fundi nefndarinnar var málinu frestað og þá var bókað: Sigbjörn Kjartansson arkitekt, fyrir hönd húseiganda að Nesbala 50 leggur fram breytingu á deiliskipulagi sem heimilar að byggja um 96,7 fermetra viðbyggingu við húsið Nesbala 50. Við breytinguna fer hámarks nýtingarhlutfall lóðarinnar úr 0,33 í 0,41. Nefndin tók jákvætt í fyrirspurn um málið á fundi í apríl síðastliðnum.
Bókun 152. fundar var þessi: Afgreiðsla: Frestað.
Búið er að breyta tillögunni síðan þá og hefur hún verið minnkuð lítillega og skjólveggur dreginn fá lóðarmörkum og hann lækkaður.
Nýtingarhlutfall verður 0,426 við breytinguna og eru þá svokölluð B-rými talin með eins og fyrirmæli eru um í skipulagslögum.

Afgreiðsla: Samþykkt að lóðarhafa sé heimilt að láta vinna deiliskipulagsbreytingu í samræmi við þau áform sem nú eru kynnt.

4. 2024060044 – Steinavör 10 - fyrirspurn um skiptingu lóðar

Kannon arkitektar spyrja fyrir hönd lóðarhafa hvort heimilað verði að skipta lóðinni Steinavör 10 í þrjár einbýlihúsalóðir. Gert er ráð fyrir að einbýlishús sem stendur á miðri lóðinni verði rifið. Lóðin er í dag 3.464 skv deiliskipulagi en 5000 fermetrar skv. Þjóðskrá Íslands. Stærðin sem gefin er upp í deiliskipulaginu samsvarar þeim gögnum sem fyrir liggja hjá sveitarfélaginu.

Afgreiðsla: Samþykkt að lóðarhafa sé heimilt að láta vinna deiliskipulagsbreytingu í samræmi við framlögð gögn, sem geri skiptingu lóðarinnar mögulega.

5. 2024070049 – Viðmiðunarreglur um girðingar á lóðarmörkum

Komið hefur fram hugmynd um að Seltjarnarnesbær setji sér ákveðin viðmið eða starfsreglur hvað varðar girðingar við lóðarmörk þannig að húseigendur og embættismenn hafi viðmið þegar kemur að uppsetningu slíkra mannvirkja. Önnur sveitarfélög hafa gert þetta og eru viðmiðunarreglur sem gilda í Garðabæ gott dæmi.

Afgreiðsla: Frestað til næsta fundar.

6. 2024070004 – Umsókn um stöðuleyfi fyrir sýnishorn af kúluhúsum

Borist hefur umsókn um stöðuleyfi frá fyrir sýnishornum af kúluhúsum á bensínstöðvarlóðinni við Norðurströnd. Sótt eru að húsin fái að standa á lóðinni til eins árs. Umsækjandi hefur þegar gert samning við lóðarhafann sem er Orkan. Lóðin er á mjög áberandi stað í bænum og tilvalin undir þetta að mati umsækjandans.

Afgreiðsla: Synjað. Samræmist ekki notkun lóðarinnar.

7. 2024060037 – Tillaga um að Gróttubyggð verði BREEAM-vottað deiliskipulag

Á síðasta fundi var fjallað um tillögu Samfylkingarinnar um að Gróttubyggð yrði BREEAM vottað deiliskipulag. Þá var gerð eftirfarandi bókun: Samfylkingin leggur til að nýju að deiliskipulagsáætlun fyrir Gróttubyggð fái BREEAM umhverfisvottun. Tillagan gerir ráð fyrir að verkefnið verði unnið í samráði við viðkomandi þróunarfélag, lóðarhafa, verktaka og önnur skipulagsyfirvöld eftir því sem við á. Leitað verði til sérfræðinga og verkfræðistofa til ráðgjafar og útfærslu. Í viðhengi er ítarlegt erindi með rökstuðningi fyrir tillögunni. Þegar hefur verið gefið út byggingarleyfi fyrir fimm húsum með samtals 71 íbúð samkvæmt deiliskipulaginu sem tók gildi árið 2013 og var breytt árið 2020 og 2023.

Afgreiðsla: Frestað meðan beðið er frekari upplýsinga.

8. 2024070053 – Hraðamæling á Norðurströnd 13.6.2024

Borist hefur dagbókarfærsla frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem er að finna í viðhengi um mælingu á umferðarhraða á Norðurströnd vegna ábendingar. Hraði á Norðurströnd hefur verið í umræðunni að undanförnu, bæði í nefndinni og á samfélagsmiðlum. Eftirfarandi kemur fram í færslunni: Á tímabilinu frá kl. 09:30 til 10:30 þann 13/06/24 var vöktuð umferð með hraðamyndavél sem ekið var austur Norðurströnd við Austurströnd. Þarna er 50 km/klst. hámarkshraði. Á ofangreindu tímabili vaktaði vélin 101 ökutæki og var meðalhraði þeirra 53 km/klst. Af vöktuðum ökutækjum voru ljósmynduð 23 brot eða um 23%. Meðalhraði þeirra var 63 km/klst. og hraðast ekið á 71 km/klst. hraða.

Afgreiðsla: Lagt fram.

9. 2024070054 – Kortlagning hávaða frá umferð 2024

Verkfræðistofan EFLA hefur unnið að kortlagningu hávaða frá umferð á Eiðsgranda inna bæjarmarka Seltjarnarness og eru niðurstöður lagðar fram í skýrslu í viðhengi. Svo virðist sem hávaði við útveggi 15 íbúa sé milli 55 og 59 dB. Á kortum kemur fram að hávaði hefur aukist nokkuð frá árinu 2022.

Afgreiðsla: Lagt fram.

10. 2024060034 – Umferðaöryggisáætlun 2024

Borist hefur verklýsing frá VSÓ vegna fyrirhugaðrar endurskoðunar á umferðaröryggisáætlun. Núverandi umferðaröryggisáætlun var gerð árið 2018 og er kominn tími á að endurskoða hana. Áætlunin gerir ráð fyrir að 220 tímar fari í verkið sem gert er ráð fyrir að taki 9 mánuði. Ekki er fé til verksins á fjárhagsáætlun 2024 og ef að byrja á því í ár þarf að gera viðauka við fjárhagsáætlun.

Afgreiðsla: Nefndin leggur til að gerð verði tillaga að viðauka viðfjárhagsáætlun svo hægt sé að hefja verkið á haustmánuðum 2024.

11. 2024050081 - Orka náttúrunnar - fyrirspurn um hleðslustöð, hugsanlega við sundlaug

Orka náttúruunar hefur sent erindi varðandi uppsettningu á hleðslustöðvum í sveitarfélaginu. Meðal annars er bent á heppilegan stað við sundlaug Seltjarnarness þar sem stutt er í lagnir.

Afgreiðsla: Frestað. Gagnaöflun í gangi.

12. 20240200765 – 12 Fundagerð 128 fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins

Fundagerð 128. fundar svæðisskipulagsnefndar SSH lögð fram.

Afgreiðsla: Lagt fram.

13. 2024070055 - Aðalskipulag Reykjavíkur - breyting vegna þjónustukjarna

Reykjavíkurborg óskar eftir umsögn um skipulagslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur, þar sem áform eru um að heimila íbúðir í þjónustukjarna í Skerjafirði.

Afgreiðsla: Skipulag- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemd við breytinguna.

14. 2024040061 - Umferðarslys á höfuðborgarsvæðinu 2. júní til 6. júlí

Lagðar fram skýrslur um umferðaslys á höfuðborgarsvæðinu 2. júní til 6. júlí 2024. Ekkert slys
varða á Seltjarnarnesi.

Afgreiðsla: Lagt fram.

 

Fundi slitið kl. 17:19

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?