Mættir: Svana Helen Björnsdóttir sem stýrði fundi, Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir, Örn Viðar Skúlason og Karen María Jónsdóttir.
Fundarritari: Gunnlaugur Jónasson skipulagsfulltrúi.
Dagskrá:
1. 2025050278 – Suðurströnd 1 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir nýjum leikskóla
Sótt er um að byggja nýjan leikskóla á sameinaðri leikskólalóð á horni Suðurstrandar og Nesvegar á tveimur hæðum, í samræmi við teikningar sem Andrúm arkitektar hafa unnið. Tillagan er í samræmi við deiliskipulag sem nýlega var samþykkt fyrir lóðina og fjallar um reit sem í aðalskipulagi fyrir Seltjarnarnes er auðkenndur sem S-3.
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Byggingarleyfi verður gefið út þegar umsækjandi hefur skilað inn öllum tilskyldum gögnum í samræmi við byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Fundi slitið kl. 08:50