Mætt: Svana Helen Björnsdóttir sem stýrði fundi, Dagbjört Oddsdóttir, Örn Viðar Skúlason og Garðar Svavar Gíslason.
Fundarritari: Gunnlaugur Jónasson skipulagsfulltrúi.
Dagskrá:
1. 2024030060 – Hofgarðar 16 – kæra til úrskurðarnefndar auðlinda og umhverfismála.
Nýlega kærðu nágrannar byggingarleyfi sem gefið var út vegna Hofgarða 16 til úrskurðarnefndar auðlinda og umhverfismála. Megin innhald kærunnar eru þrjú atriði.
-Að húsið sé stærra en nýtingarhlutfall lóðarinnar heimilar skv. deiliskipulagi.
-Að húsið sé hærra en deiliskipulag heimilar.
-Að notkun (einbýlishús) sé ekki í samræmi við forsendur deiliskipulags.
Einnig kröfðust nágrannarnir að framkvæmdir yrðu stöðvaðar þar til niðurstaða nefndarinnar liggur fyrir. Úrskurðarnefndin hafnaði því nýverið.
Nefndin samþykkti breytingar á byggingarleyfinu á síðasta fundi sem eru viðleitni lóðarhafans til að koma til móts við mótmælin og meðal annars fólust í að húsið var lækkað í landi um 26 sentímetra.
Afgreiðsla: Lagt fram.
2. 2025070062 – Umsögn um gistileyfi Valhúsabraut 35
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir umsögn vegna umsóknar um gistileyfi sem hefur verið lagt fram fyrir gistiheimili í flokki II-C . Í eigninni hefur verið rekin gisting um árabil og er nú sótt um endurnýjun.
Afgreiðsla: Nefndin er jákvæð gagnvart erindinu sem hún telur að sé í samræmi við nýlega breytingu á aðalskipulagi sem fjallaði um gistiþjónustu í bænum. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að gefa jákvæða umsögn í samræmi við tillögu í fylgiskjali.
3. 2025080123 – Framkvæmdaleyfi vegna ljósleiðara við Lindarbraut
Byggingarfulltrúi gaf nýlega Ljósleiðaranum ehf framkvæmdaleyfi fyrir nokkurra metra löngum skurði við Lindarbraut til að lagfæra ljósleiðara sem þar liggur.
Afgreiðsla: Nefndin leggur áherslu á að framkvæmdum verði að fullu lokið fyrir 1. nóvember 2025, þar með talið yfirborðsfrágangur.
4. 2025040112 – Staða framkvæmda og verkefnalisti umhverfissviðs og eignasjóðs
Lagður fram uppfærður listi yfir verkefni umhverfissviðs og eignasjóðs Seltjarnarnesbæjar. Þar kemur meðal annars fram forgangsröðun og staða verkefna innan sviðsins.
Afgreiðsla: Lagt fram.
5. 2024040061 – Samantekt umferðarslysa á höfuðborgarsvæðinu frá 22 júlí 2025
Lagðar fram skýrslur um umferðarslys á höfuðborgarsvæðinu frá 22. júlí 2025. Ekkert umferðarslys varð á Seltjarnarnesi.
Afgreiðsla: Lagt fram.
6. 2024100151 – Fundartími næsta fundar nefndarinnar
Lögð fram tillaga um að næsti fundur nefndarinnar verði þann 15. september sem fellur á mánudagdag. Fundartími klukkan 8:15-10:00
Afgreiðsla: Samþykkt að næsti fundur verði þann 15. september 2025 kl 8:15.
Fundi slitið kl. 9:34