Mætt: Svana Helen Björnsdóttir sem stýrði fundi, Dagbjört Oddsdóttir, Örn Viðar Skúlason, Karen María Jónsdóttir og Bjarni Torfi Álfþórsson.
Fundarritari: Gunnlaugur Jónasson skipulagsfulltrúi.
Dagskrá:
1. 2022040160 – Víkuströnd 2, byggingarleyfi fyrir bílskúr.
Sótt er um að byggja um 72 fermetra bílskúr innan byggingarreits á lóðinni Víkurströnd 2. Nefndin fjallaði um fyrirspurn um málið á maífundi sínum í ár og hafnaði erindinu þá, þar sem tillagan sem var lögð fram líktist íbúð frekar en bílskúr. Núna eru lagðir fram endurskoðaðir uppdrættir um sama mál, þar sem bætt hefur verið úr þessu.
Eldri skúr sem er 14,5 fm. verður rifinn. Nýtingarhlutfall lóðar að nýjum skúr meðtöldum verður 0,4 en er í um 0,34 í dag. Gildandi deiliskipulag heimilar hámarks nýtingarhlutfall 0,4 en þar segir: „ Nýtingarhlutfall einstakra lóða er að jafnaði 0,3-0,4.“
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að samþykkja byggingaráform bílskúrs í samræmi við 1. málsgrein greinar 2.1.2 í byggingarreglugerð og greinar nr. 2.3.7 a., 2.3.7 b. og 2.3.8 í sömu reglugerð. Byggingarleyfi verður gefið út þegar umsækjandi hefur skilað inn öllum tilskyldum gögnum í samræmi við byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilið er samþykki nágranna fyrir veggjum og öðrum framkvæmdum nærri lóðarmörkum.
2. 2025090142 – Byggingarleyfisumsókn frístund í Valhúsaskóla - Suðurströnd 14
Hornsteinar arkitektar sækja um byggingarleyfi fyrir innréttingum vegna frístundamiðstöðvar í kjallara Valhúsaskóla þar sem áður var smíðastofa, í samræmi við framlagðar teikningar. Skráning hússins breytist ekki við framkvæmdina.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að samþykkja byggingaráform í samræmi við 1. málsgrein greinar 2.1.2 í byggingarreglugerð og greinar nr. 2.3.7 a., 2.3.7 b. og 2.3.8 í sömu reglugerð. Byggingarleyfi verður gefið út þegar umsækjandi hefur skilað inn öllum tilskyldum gögnum í samræmi við byggingarreglugerð nr. 112/2012.
3. 2025090145 - Unnarbraut 14 - óveruleg breyting á deiliskipulagi
Sótt er um að breyta deiliskipulagi vegna lóðarinnar Unnarbrautar 14. Hluti byggingarreits er færður til svo unnt verði að byggja við bílskúr sem stendur í dag við hlið hússins. Hámarks nýtingarhlutfall lóðarinnar helst óbreytt.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að grenndarkynna erindið í samræmi við 2. málsgrein 43.og 44. greinar skipulagslaga. nr. 123/2010. Tillagan verði grenndarkynnt með bréfi til lóðarrétthafa eftirfarandi lóða: Unnarbraut 9, 12 og 16. Einnig Melabraut 3 og 5 og enn fremur Bakkavör 11.
4. 2025090146 – Athugun á heimild fyrir gerð sjóvarnargarða
Skipulagsfulltrúi hefur fengið lögmann bæjarins til að gera athugun á heimild til að gera sjóvarnargarða með strönd bæjarins. Endanleg niðurstaðan lögmannsins liggur ekki fyrir að svo stöddu.
Afgreiðsla: Frestað.
5. 2024040061 – Samantekt umferðarslysa á höfuðborgarsvæðinu frá 6 júlí 2025
Lagðar fram skýrslur um umferðarslys á höfuðborgarsvæðinu frá 6. júlí 2025. Ekkert umferðarslys varð á Seltjarnarnesi.
Afgreiðsla: Lagt fram.
6. 2025090015 - Hraðamæling á Suðurströnd 1. september 2025
Þann 01/09/25 á tímabilinu frá kl. 12:45 til 13:45 var umferð vöktuð sem ekið var vestur Suðurströnd við íþróttamiðstöð þar sem er 30 km hámarkshraði.
Á ofangreindu tímabili vaktaði vélin 114 ökutæki og var meðalhraði þeirra 40 km. Af vöktuðum ökutækjum voru ljósmynduð 62 brot eða um 54%. Meðalhraði þeirra var 46 km og hraðast ekið á 59 km hraða.
Afgreiðsla: Lagt fram.
7. 2024100151 – Fundartími næsta fundar nefndarinnar
Lögð fram tillaga um að næsti fundur nefndarinnar verði þann 16. október sem fellur á fimmtudag. Fundartími klukkan 8:15-10:00. Þetta er í samræmi við það sem áður hefur verið ákveðið varðandi fundartíma nefndarinnar.
Afgreiðsla: Samþykkt að næsti fundur verði þann 16. október 2025 kl 8:15.
Fundi slitið kl. 9:04