Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

171. fundur 18. desember 2025 kl. 08:15 - 09:19 fundarsal bæjarstjórnar að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi

Mætt: Svana Helen Björnsdóttir, formaður nefndarinnar sem stýrði fundi, Dagbjört Oddsdóttir, Örn Viðar Skúlason, Karen María Jónsdóttir. 

Fundarritari: Gunnlaugur Jónasson skipulagsfulltrúi.

Dagskrá:

1. 2025100188 – Steinavör 6 - óveruleg breyting á deiliskipulagi

Lagðar fram teikningar Jóns Davíðs Ásgeirssonar arkitekts af viðbygginu við húsið Steinavör 6.

Einnig er lögð fram tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi þar sem hámarks byggingarmagn lóðarinnar er aukið úr 0,4 í 0,5.

Um er að ræða 10,4 fermetra viðbyggingu við anddyri sem kemur undir núverandi þak hússins, þar sem fyrir er svokallað B-rými.

Húsið er 524 fermetrar fyrir breytinguna samkvæmt skráningu hjá Landskrá en er í raun 537,9 fermetrar og verður 548,3 fermetrar. Nemur stækkunin 4,6 % miðað við skráða fermetra. Nýtingarhlutfall er 0,4 samkvæmt gildandi deiliskipulagi en verður 0,5 við breytinguna.

Afgreiðsla: Nefndin samþykkir að grenndarkynna erindið. Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að grenndarkynna erindið í samræmi við 2. málsgrein 43.og 44. greinar skipulagslaga. nr. 123/2010. Tillagan verði grenndarkynnt með bréfi til lóðarrétthafa eftirfarandi lóða: Steinavör 4, 8 og 12.

2. 2025100013 – Umsókn um lóð undir hleðslustöðvar

Fyrirtækið Instavolt Iceland ehf. hefur sent bænum erindi þar sem fyrirtækið óskar eftir lóðum til að setja upp hraðhleðslustöðvar. Eiðistorgi og íþróttamiðstöðin eru sérstaklega nefnd sem ákjósanlegir staðir. Í erindi frá fyrirtækinu kemur eftirfarandi fram: „Instavolt Iceland ehf. óskar hér með eftir úthlutun lóðar/lóða til að koma upp 2-4 160 kW BYD hraðhleðslustöðvum fyrir rafbíla á Eiðistorgi og/eða við íþróttamiðstöð Seltjarnarnesbæjar. Markmið okkar er að styðja við orkuskipti og aukna notkun vistvænna samgöngumáta á svæðinu. Við viljum með þessu bæta aðgengi íbúa, ferðamanna og atvinnulífs að öruggri og öflugri rafbílahleðslu.“

Bærinn hefur þegar samið við Orku Náttúrunnar um uppsetningu á hverfishleðslustöð við íþróttamiðstöðina. Ekki er talið æskilegt að setja upp hraðhleðslu þar. Eiðistorg er talin álitlegur staður fyrir hraðhleðslu en þar hefur bæjarfélagið hefur ekki yfir að ráða lóð sem hentar fyrir slíka stöð.

Afgreiðsla: Hafnað.

3. 2025040112 – Staða verkefna umhverfissviðs og eignasjóðs í desember

Lagður fram uppfærður listi yfir verkefni umhverfissviðs og eignasjóðs Seltjarnarnesbæjar, þar sem kemur fram forgangsröðun og staða verkefna innan sviðsins. Þessa dagana er meðal annars í gangi breyting á Norðurströnd við Barðaströnd vegna umferðaröryggis.

Afgreiðsla: Lagt fram og rætt.

4. 2025120147 – Mælipunktar á Seltjarnarnesi vegna hækkandi sjávarstöðu

Komið hefur fram hugmynd um að framkvæma nákvæmar mælingar á sjóvarnargörðum til að fylgjast með landsigi vegna hækkandi sjávarstöðu. Skipulagsfulltrúi hefur verið í sambandi við mælingarmann og mun greina nefndinni frá því hvar málið stendur.

Afgreiðsla: Lagt fram og rætt.

5. 2024040061 – Umferðarslys á höfuðborgarsvæðinu frá 9. nóvember

Lagðar fram skýrslur um umferðarslys á höfuðborgarsvæðinu frá 9. nóvember 2025. Ekkert umferðarslys varð á Seltjarnarnesi.

Afgreiðsla: Lagt fram og rætt.

6. 2024100151 – Næsti fundur og fundir nefndarinnar árið 2026

Lögð fram tillaga um að næsti fundur nefndarinnar verði þann 15. janúar 2025 sem fellur á fimmtudag. Fundartími klukkan 8:15-10:00.

Bæjarstjórnarfundir á árinu 2026 verða á eftirtöldum dögum: 21. janúar, 11. og 25. febrúar, 11. og 25. mars, 15. og 29. apríl, 13. og 27. maí, 10. og 24. júní, 12. og 26. ágúst, 9. og 23. september, 14. og 24. október, 11. og 25. nóvember og 9. desember.

Lagt er til að miðað verði við að fundir nefndarinnar verði að jafnaði 6 dögum fyrir bæjarstjórnarfund, svo bæjarstjórn geti staðfest afgreiðslur og fundargerðir skipulags- og umferðarnefndar á sínum fundi. Þó getur eðlilega þurft að færa fundi nefndarinnar til eftir atvikum. Miðað verði við eftirtalda daga en líta ber á það sem tillögu og endanlegur fundartími verður ákveðinn á næsta fundi á undan hverjum fundi fyrir sig. Dagarnir eru:

15. janúar,

19. febrúar,

19. mars,

16. apríl, (23. apríl er sumardagurinn 1.)

21. maí,

18. júní

23. júlí,

20. ágúst,

17. september,

22. október,

19. nóvember,

17. desember.

 

Afgreiðsla: Samþykkt að næsti fundur verði þann 15. janúar 2026, kl 8:15. Einnig að stefnt verði á að aðrir fundir árið 2026 verði eftirtalda daga:

15. janúar,

19. febrúar,

19. mars,

16. apríl,

21. maí,

18. júní

23. júlí,

20. ágúst,

17. september,

22. október,

19. nóvember,

17. desember.

 

Í ljósi umræðu um hleðslustöðvar á fundinum felur nefndin sviðsstjóra að taka saman upplýsingar um forsendur og framkvæmd vals á þjónustuaðila varðandi hleðslustöðvar í sveitarfélaginu.

Fundi slitið kl. 9:19

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?