Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

172. fundur 15. janúar 2026 kl. 08:15 - 09:05 fundarsal bæjarstjórnar að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi

Mætt: Svana Helen Björnsdóttir, formaður nefndarinnar sem stýrði fundi, Dagbjört Oddsdóttir, Garðar Svavar Gíslason og Örn Viðar Skúlason. 

Fundarritari: Gunnlaugur Jónasson skipulagsfulltrúi.

Dagskrá:

1. 2025110219 – Tjarnarstígur 3 – óveruleg deiliskipulagsbreyting vegna nýs bílskúrs

Sótt er um leyfi til þess að auka nýtingarhlutfall svo byggja megi bílageymslu (mhl. 02) á lóðinni Tjarnarstígur 3.

Höfundur leggur bæði fram teikningar sem sýna hinn fyrirhugaða bílskúr og uppdrátt af óverulegri deiliskipulagsbreytingu lóðarinnar þar sem nýtingarhlutfall er aukið úr 0,5 í 0,54

Bílageymslan verður á einni hæð, tvískipt fyrir íbúa Tjarnarstígs 3. Tvær innkeyrsluhurðir og tvær inngangshurðir verða á byggingunni. Heildarstærð (brúttó) mhl. 02: 75,1 m²

Nýtingarhlutfall er 0,5 samkvæmt gildandi deiliskipulagi en verður 0,54 við breytinguna.

Afgreiðsla: Frestað.

2. 2025110083 – Svalalokun Eiðismýri 22-28 - byggingarleyfisumsókn

Sótt er um leyfi til að loka öllum svölum í húsinu Eiðismýri 22-28. Efstu svalir verða með glerþaki. Miðað er við að notað sé glerkerfi sem rennur á brautum svo hægt sé að opna framhlið svalanna í samræmi við grein 9.6.17 í byggingarreglugerð. Miðað er við að svalirnar verði ekki upphitaðar og hurðir og gluggar húsveggja innan svalanna séu óbreyttir.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að samþykkja byggingaráform svalalokanna í samræmi við 1. málsgrein greinar 2.1.2 í byggingarreglugerð og greinar nr. 2.3.7 a., 2.3.7 b. og 2.3.8 í sömu reglugerð. Byggingarleyfi verður gefið út þegar umsækjandi hefur skilað inn öllum tilskyldum gögnum í samræmi við byggingarreglugerð nr. 112/2012 og samþykkt húsfélags.

3. 2025100182 – Melabraut 15 - byggingarleyfisumsókn nýjar svalir

Sótt er um leyfi til að setja svalir til vesturs við íbúðir á 1. og 2. hæð, auk þess að koma fyrir hurð á kjallaraíbúð í samræmi við nýjar svalahurðir á 1. og 2. hæð, skv. meðfylgjandi teikningum.

Óveruleg breyting á deiliskipulagi sem heimilar þetta var samþykkt á fundi nefndarinnar 24. júlí 2025 og komu engar athugasemdir fram við kynningu á henni. Fyrir liggur yfirlýsing frá öllum eigendum í húsinu sem lýsa sig samþykka þessum breytingum.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að samþykkja byggingaráformin í samræmi við 1. málsgrein greinar 2.1.2 í byggingarreglugerð og greinar nr. 2.3.7 a., 2.3.7 b. og 2.3.8 í sömu reglugerð. Byggingarleyfi verður gefið út þegar umsækjandi hefur skilað inn öllum tilskyldum gögnum í samræmi við byggingarreglugerð nr. 112/2012.

4. 2025040112 – Staða verkefna umhverfissviðs og eignasjóðs í janúar

Lagður fram uppfærður listi yfir verkefni umhverfissviðs og eignasjóðs, þar sem kemur fram forgangsröðun og staða verkefna innan sviðsins. Breytingar í kjallara Valhúsaskóla vegna flutnings Selsins í skólann og breytingu á Norðurströnd við Barðaströnd vegna umferðaröryggis er um það bil að ljúka.

Afgreiðsla: Lagt fram og rætt.

5. 2024040061 – Umferðarslys á höfuðborgarsvæðinu frá 23. nóvember

Lagðar fram skýrslur um umferðarslys á höfuðborgarsvæðinu frá 23. nóvember 2025. Ekkert umferðarslys varð á Seltjarnarnesi.

Afgreiðsla: Lagt fram og rætt.

6. 2025120147 - Sjóvarnir - hæðarmælingar á völdum stöðum innan Seltjarnarness

Skipulagsfulltrúi fer yfir stöðu málsins sem er í vinnslu. Hugmyndin er að framkvæmdar verði hæðarmælingar svo hægt sé að fylgjast með breytingum á sjóvarnagörðum eða sigi lands næstu ár eða áratugi.

Afgreiðsla: Lagt fram og rætt.

7. 2025060117 - Rafhleðslustöðvar á Seltjarnarnesi

Settir hafa verið upp staurar fyrir hleðslustöðvar við sundlaugina sem eru tilbúnir til að taka við hleðslustöðvum. Að auki er gert ráð fyrir að hleðslustöðvar komi við sambýlið á Kirkjubraut, við ráðhúsið, við Skerjabraut og tónlistarskólann.

Fjallað var um málið á fundi nefndarinnar 24. júlí 2025 og þá var eftirfarandi bókað:

6. 2025060117 – Hleðslulausnir rafbíla í bænum

Skipulagsfulltrúi ásamt formanni nefndarinnar hafa að undanförnu skoðað hvaða möguleikar liggja fyrir varðandi hleðslulausnir fyrir rafbílaeigendur. Í fylgiskjali má sjá kort af bænum þar sem æskilegar staðsetningar hleðslustæða koma fram.

Orka náttúrunnar hefur boðist til að setja upp hleðslustæði á fjórum stöðum í bænum.

Í boði er að ON geri stæði við bæjarskrifstofurnar við Austurströnd, sundlaugina við Suðurströnd, tónlistarskólann við Skólabraut og sambýlið á Kirkjubraut bænum, að kostnaðarlausu.

Afgreiðsla: Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Skipulagsfulltrúi hefur síðan þetta var bókað fengið Orku náttúrunnar til undirbúa uppsetningu á stöðvum við sundlaugina eins og fyrr sagði. Framkvæmdinni er nánar lýst í minnisblaði skipulagsfulltrúa frá 12.1.2026.

Afgreiðsla: Lagt fram og rætt.

8. 2024100151 – Fundartími febrúarfundar nefndarinnar

Lögð fram tillaga um að næsti fundur nefndarinnar verði þann 19. febrúar 2026 sem fellur á fimmtudag. Fundartími klukkan 8:15-10:00. Er þetta í samræmi við það sem nefndin hefur áður ákveðið að stefnt skuli að.

Afgreiðsla: Samþykkt að næsti fundur verði þann 19. febrúar 2026, kl 8:15.

 

Fundi slitið kl. 9:05

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?