Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

60. fundur 25. febrúar 2005

Mættir: Inga Hersteinsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Elín H. Guðmundsdóttir, Stefán Bergmann og Þórður Ólafur Búason.

Fundargerð ritaði Einar Norðfjörð.

1.  Tillaga Neslistans frá 610. fundi bæjarstjórnar.

     Meirihluti nefndarinnar leggur til að ráðgjöfum Alta sé falið að meta hvernig tillagan samræmist samráðsáætluninni.

     Minnihlutinn greiðir atkvæði gegn þessari afgreiðslu og vísar í því sambandi í bókun við 2. lið dagskrárinnar.

 2.  Samráðsferli vegna aðalskipulagsvinnu og erindisbréf rýnihóps.

     Á fundinn mætti Árni Geirsson frá Alta.

     Fór Árni yfir drög aðerindisbréfi fyrir rýnihóp um skipulag á Seltjarnarnesi sem ráðgjafar Alta hafa samið.

     Vék Árni síðan af fundi.

     Nefndin samþykkir erindisbréf og samráðsáætlun Alta fyrir sitt leyti og felur formanni og ráðgjöfum að ganga frá hvoru tveggja.

     Minnihlutinn leggur fram eftirfarandi bókun:

     Fulltrúar Neslistans í skipulags- og mannvirkjanefnd fagna því að loksins hefur meirihluti sjálfstæðismanna tekið þá kröfu Neslistans til greina að stofna formlegan samráðshóp um skipulagsmálin. Algjör viðsnúningur hefur nú átt sér stað.

     Við höfum ávallt lagt ofuráherslu á að skipa formlegan samráðshóp um skipulagsmálin og lögðum fyrst fram tillögu um það fyrir rúmlega tveimur árum, sem því miður var felld. Fulltrúar Neslistans lögðu enn á ný fram tillögu um formlegan hóp til samráðs nú í janúar. Sú tillaga hefur nú skilað þessum árangri.

     Fulltrúar Neslistans treysta því að nú fylgi hugur máli. Það er sérstakt fagnaðarefni ef meirihlutinn ætlar loksins að breyta um stjórnunarstíl og taka upp eðlileg og nútíma vinnubrögð í stjórnsýslunni hér á Nesinu. Það er hið raunverulega hagsmunamál allra Seltirninga. 

     Fulltrúar Neslistans leggja jafnframt til að gengið verði til formlegra kosninga um þá uppbyggingakosti sem samráðshópurinn sammælist um. Í því felst lýðræðið og með því sýna bæjaryfirvöld hug sinn til raunverulegs samráðs. 

     Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)                Stefán Bergmann (sign)

      Meirihlutinn leggur fram eftirfarandi bókun:

     Erindisbréf og samráðsferli unnin af ráðgjafarfyrirtækinu Alta, er afrakstur af tillögu meirihlutans um rýnihóp í skipulagsmálum.

     Sjálfstæðismenn á Seltjarnarnesi vinna nú sem fyrr í umboði bæjarbúa og munu leiða þetta mál til lykta á farsælan hátt.

     Inga Hersteinsdóttir (sign)     Þórður Ó. Búason (sign)     Elín H. Guðmundsdóttir (sign) 

 3.  Kynningarfundur fyrir bæjarbúa vegna nýs leiðakerfis Strætó bs.

     Ákveðið var að stefna að kynningarfundi þriðjudaginn 8. mars nk. kl. 17:30 í Valhúsaskóla.

 4.  Umsókn frá bæjarstjóra fh. bæjarsjóðs um breytingar á sundlaugarsvæði ásamt innra fyrirkomulagi Íþróttamiðstöðvarinnar.

     Frestað.


5.  Umsókn frá Aðalsteini Snorrasyni fh. Skeljungs hf. um deiliskipulagsbreytingu á bensínstöðvarlóðinni við Austurströnd.

     Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í umsóknina og felur jafnframt byggingarfulltrúa að afla frekari gagna.

 

6.  Umsókn frá Jóhanni Gunnari Jóhannssyni og Guðrúnu Kaldal um stækkun hússins að Melabraut 21.

     Samþykkt.

 

7.  Önnur mál.

     a.     Lóðarframkvæmdir að Bakkavör 8

     Nefndarmenn fóru í vettvangsskoðun á staðinn. Í framhaldi af þeirri skoðun var samþykkt að hafna ósk eiganda um leyfi fyrir girðingu og áhaldageymslu í n-v horni lóðarinnar sem reist var án leyfis, þar sem framkvæmdirnar samræmast ekki byggingarreglugerð og byggingarskilmálum.

     Ofangreind girðing ásamt áhaldageymslu skulu fjarlægjast.

Fundi slitið kl.10:00. 

Einar Norðfjörð.

Inga Hersteinsdóttir (sign)                       Þórður Ó. Búason (sign)

Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)           Stefán Bergmann (sign)

Elín H. Guðmundsdóttir (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?