Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

61. fundur 17. mars 2005

Mættir: Inga Hersteinsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Stefán Bergmann og Þórður Ólafur Búason.

Fundargerð ritaði Einar Norðfjörð.

Dagskrá:

1.       Fundur settur

2.       Tekin fyrir að nýju umsókn frá bæjarstjóra f.h. bæjarsjóðs um breytingar í íþróttamiðstöð sbr. 4. lið síðasta fundar.  Á fundinn mætir arkitektinn Anna Kr. Hjartardóttir.

3.       Umsókn frá bæjarstjóra f.h. bæjarsjóðs Seltjarnarness um breytingar á innra fyrirkomulagi Mýrarhúsaskóla.

4.       Erindi frá Kristjáni Sveinbjörnssyni um samþykkt á risíbúð að Suðurmýri 6

5.       Niðurstaða grenndarkynningar um breytingu á opnu bílskýli að Suðurmýri 12.

6.       Fyrirspurn frá Ingva Jóni Einarssyni f.h. Karra ehf. varðandi leyfi til að breyta hluta 2. hæðar að Eiðistorgi17 í tvær íbúðir.

7.       Umsókn frá Margréti Gísladóttur og Jónmundi Guðmarssyni um breytingar á innra og ytra fyrirkomulagi hússins að Nesbala 12.

8.       Stöðvun framkvæmda við breytingar að Eiðistorgi 11.

9.       Önnur mál:

a.       Umsókn frá Skeljungi hf. um deiliskipulagsbreytingu á   bensínstöðvarlóðinni við Austurströnd.

 

1. Fundur settur af formanni kl. 08:03

 

3. Lögð fram umsókn frá bæjarstjóra f.h. bæjarsjóðs Seltjarnarness um breytingar á innra fyrirkomulagi Mýrarhúsaskóla.  Samþykkt.

 

2. Tekin fyrir að nýju umsókn frá bæjarstjóra f.h. bæjarsjóðs um breytingar í íþróttamiðstöð sbr. 4. lið síðasta fundar.  Á fundinn var mætt Anna Kr. Hjartardóttir arkitekt.  Anna lagði fram og skýrði teikningar að breytingum á íþróttamiðstöðinni.  Anna vék af fundi.  Framlagðar teikningar, 1. áfanga, sem innifela breytingar á búningsklefum, breytingar á útisvæðum og breytingar á eldhúsi og anddyri Félagsheimilis,  samþykktar með fyrirvara um samþykki forvarnadeildar SHS og eigendafundar Félagsheimilis Seltjarnarness.

 

4. Lagt fram erindi frá Kristjáni Sveinbjörnssyni um samþykkt á risíbúð að Suðurmýri 6 (Bjarg I).  Afgreiðslu erindisins frestað og byggingafulltrúa falið að óska eftir frekari gögnum.

 

5. Lögð fram niðurstaða grenndarkynningar um breytingu á opnu bílskýli að Suðurmýri 12.  Engar athugasemdir bárust og byggingafulltrúa falið að óska eftir frekari gögnum.

 

6. Lögð fram fyrirspurn frá Ingva Jóni Einarssyni f.h. Karra ehf. varðandi leyfi til að breyta hluta 2. hæðar að Eiðistorgi 17 í tvær íbúðir.   Nefndin synjar erindinu enda er húsnæðið samþykkt sem atvinnuhúsnæði og uppfyllir ekki kröfur til þess að verða íbúðarhúsnæði.

 

7. Lögð fram umsókn frá Margréti Gísladóttur og Jónmundi Guðmarssyni um breytingar á innra og ytra fyrirkomulagi hússins að Nesbala 12, ásamt verönd og heitum potti. Fyrir liggur samþykki næstu nágranna.  Umsóknin samþykkt skv. framlögðum teikningum og með fyrirvara um samþykki forvarnadeildar SHS.

 

8. Á 59. fundi Skipulags- og mannvirkjanefndar var lögð fram umsókn um breytingu á Eiðistorgi 11.  Á þeim fundi var samþykkt að óska eftir frekari gögnum.  Framkvæmdir hafa hins vegar verið hafnar án tilskilinna leyfa og þær því stöðvaðar uns nauðsynleg gögn hafa borist og erindið afgreitt í nefndinni.

 

9. Önnur mál

            a. Lögð fram umsókn frá Skeljungi hf. um deiliskipulagsbreytingu á bensínstöðvarlóðinni við Austurströnd.  Nefndin tekur áfram jákvætt í erindið og óskar eftir frekari gögnum.

            b. GHB spyr hvenær vænta megi nýrrar tillögu vegna Hrólfsskálamels og Suðurstrandar og hverjir séu að vinna verkið.  Tillögunnar er að vænta í byrjun næstu viku og Hornsteinar eru með verkið.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl.  10:00.

 

Inga Hersteinsdóttir (sign)                       Þórður Ó. Búason (sign)

Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)           Stefán Bergmann (sign)

Ingimar Sigurðsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?