Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

63. fundur 07. apríl 2005

Mættir: Inga Hersteinsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Elín Helga Guðmundsdóttir og Einar Norðfjörð byggingafulltrúi.

Fundargerð ritaði Ingimar Sigurðsson

Dagskrá:

1.       Fundur settur

2.       Umsókn frá byggingarfélaginu Smára ehf um byggingu 4 íbúða húss á lóðinni Melabraut 27.

3.       Lagðar fram breyttar teikningar af breytingu á innra fyrirkomulagi að Eiðistorgi 11, sbr. 3. lið 59. fundar.

4.       Umferðarmál.

5.       Umhverfi smábátahafnar.

6.       Önnur mál..

7.       Fundi slitið

         

1. Fundur settur af formanni kl. 08:04

 

2. Lögð fram umsókn frá byggingafélaginu Smára ehf um byggingu 4ra íbúða húss á lóðinni Melabraut 27.  Samþykkt að senda í grenndarkynningu í samræmi við umræður á fundinum.

 

3. Lagðar fram breyttar teikningar af breytingu á innra fyrirkomulagi að Eiðistorgi 11, sbr. 3. lið 59. fundar.  Samþykkt með fyrirvara um samþykki meðeigenda og jafnframt að fullnægjandi teikningar verði lagðar fram.

 

4. Lögð fram til kynningar skýrsla Rannsókna og greiningar um “Áhættuhegðun ungra ökumanna” í umferðinni, en rannsóknin nær til framhaldsskólanema á Íslandi.  Samþykkt að senda skýrsluna til skólanefndar og æskulýðs- og íþróttaráðs.  Lögð fram skýrsla Ágústar Mogensen um umferðaröryggi á Seltjarnarnesi. Rætt um að setja upp biðskyldumerki á Hæðarbraut frá Vallarbraut, Melabraut og Miðbraut.  Einnig rætt um að setja upp biðskyldumerki við útkeyrslu af bílstæði Hagkaupa við Eiðistorg inn á Nesveginn og biðskyldu frá Bygggörðum út á Norðurströnd.

 

5. Rætt um nánasta umhverfi smábátahafnarinnar.

 

6. Önnur mál:

            a. Byggingafulltrúi greindi frá því að Þjóðminjasafnið hafi óskað eftir að rífa svokallað “bíslag” við Nesstofu og færa Nesstofu þannig til upprunalegs útlits.  Húsafriðunarnefnd telur ekki ástæðu til þess að gera athugasemdir við erindið.  Byggingafulltrúa falið að fá formlegt erindi um málið frá Þjóðminjasafni og jafnframt að fá formlega umsögn Húsafriðunarnefndar.

 

7. Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 09:25.

 

Inga Hersteinsdóttir (sign)                       Elín Helga Guðmundsdóttir (sign)

Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)           Ragnhildur Ingólfsdóttir (sign)

Ingimar Sigurðsson (sign)

 Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?