Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

64. fundur 13. maí 2005

Mættir: Ingimar Sigurðsson, Þórður Ó. Búason, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Elín Helga Guðmundsdóttir, Stefán Bergmann og Einar Norðfjörð byggingafulltrúi.

Fundargerð ritaði Ragnhildur Ingólfsdóttir

Dagskrá:

1.       Fundur settur

2.       Erindi frá Golfklúbbi Ness sem tekið var fyrir á 615. fundi Bæjarstjórnar og vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar, varðandi stækkun golfvallarins.                                                                                   

3.       Tekin fyrir að nýju umsókn frá Skeljungi hf. um deiliskipulagsbreytingu á bensínstöðvarlóðinni við Austurströnd.

4.       Umsókn frá Sigmari Guðbjörnssyni og Jóhönnu Ástvaldsdóttur um byggingu garðstofu við húsið að Látraströnd 11.

5.       Umsókn frá Sigurði Grétari Geirssyni um stækkun hússins að Lindarbraut 13.

6.       Fyrirspurn frá Ingimundi Sveinssyni arkitekt f.h. eigenda hússins að Unnarbraut 19, um byggingu bílskúrs og glerskála að Unnarbraut 19.

7.       Erindi frá Kristni Guðmundssyni f.h. fasteignafélagsins Stoðir þar sem óskað er eftir leyfi til bráðabrigða fyrir lokun á milli 1. hæðar og kjallara að Eiðistorgi 11.

8.       Umsókn frá Arnari Sigurðssyni um stækkun og lokun á opnu bílskýli við húsið að Suðurmýri 12b.

9.       Skipulagsmál á Hrólfsskálamel og Suðurströnd.

10.   Staðsetning sparkvallar með gervigrasi við Lindarbraut. Niðurstaða grenndarkynningar.

11.   Umsókn frá eigendum raðhúsanna Selbraut 20-30 um byggingu sólskála. 

12.   Önnur mál:

a.       Erindi frá Jóhannesi Þórðarsyni arkitekti f.h eigenda Sólbrautar 9 varðandi leyfi til að stækka bílskúr að Sólbraut 9.

b.       Erindi frá Páli Gíslasyni f.h. Léns ehf þar sem farið er fram á leyfi til að breyta húsnæði fyrirtækisins á jarðhæð að Austurströnd 8 í íbúðarhúsnæði.

c.       Erindi frá Þjóðminjasafni um niðurrif “bíslags” við Nesstofu sbr. 2. lið síðustu fundargerðar.

13.   Fundarslit

 

1.       Fundur settur af varaformanni kl. 08:02.

2.       Lagt fram erindi frá Golfklúbbi Ness sem tekið var fyrir á 615. fundi Bæjarstjórnar og vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar, varðandi stækkun golfvallarins.  Skipulagsnefnd getur ekki mælt með erindinu við bæjarstjórn, m.a vegna þess að svæðið er skipulagt sem opið útivistarsvæði fyrir almenning.

3.       Tekin fyrir að nýju umsókn frá Skeljungi hf. um deiliskipulagsbreytingu á bensínstöðvarlóðinni við Austurströnd. Lagðar fram nýjar teikningar með lagfærðum lóðarmörkum ásamt hugmyndum af útliti húss. Samþykkt að fá fulltrúa Skeljungs á fund skipulags- og mannvirkjanefndar.

4.       Lögð fram umsókn frá Sigmari Guðbjörnssyni og Jóhönnu Ástvaldsdóttur um byggingu garðstofu við húsið að Látraströnd 11. Samþykkt að senda í grenndarkynningu.

5.       Lögð fram umsókn frá Sigurði Grétari Geirssyni um stækkun hússins að Lindarbraut 13. Byggingarfulltrúa falið að koma athugasemdum nefndarmanna á framfæri til umsækjanda.

 6.       Lögð fram fyrirspurn frá Ingimundi Sveinssyni arkitekt f.h. eigenda hússins að Unnarbraut 19, um byggingu bílskúrs og glerskála að Unnarbraut 19. Nefndin tekur jákvætt í fyrirspurn um sólskála en byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjanda um athugasemdir nefndarinnar varðandi bílskúr.

7.       Lagt fram erindi frá Kristni Guðmundssyni f.h. fasteignafélagsins Stoða þar sem óskað er eftir leyfi til bráðabrigða fyrir lokun á milli 1. hæðar og kjallara að Eiðistorgi 11. Ekki liggur fyrir samþykki meðeigenda og nefndin ítrekar fyrri kröfur um að samþykki meðeigenda liggi fyrir.

8.       Lögð fram umsókn frá Arnari Sigurðssyni um stækkun og lokun á opnu bílskýli við húsið að Suðurmýri 12b. Nefndin samþykkir erindið enda bárust engar athugsemdir við grenndarkynningu.

9.       Skipulagsmál á Hrólfsskálamel og Suðurströnd. Rætt um skipulagsmál.

10.   Grenndarkynning vegna sparkvallar við Lindarbraut hefur farið fram og bárust engar athugasemdir, en nokkrar jákvæðar umsagnir. Nefndin samþykkir ósk bæjarstjóra fyrir hönd bæjarsjóðs um framkvæmdarleyfi sparkvallar.

11.   Lögð fram umsókn frá eigendum raðhúsanna Selbraut 20-30 um byggingu sólskála.  Nefndin samþykkir að senda erindið í grenndarkynningu.

12.   Önnur mál:

a.       Lagt fram erindi frá Jóhannesi Þórðarsyni arkitekti f.h. eigenda Sólbrautar 9 varðandi leyfi til að stækka bílskúr að Sólbraut 9.  Erindinu synjað og byggingarfulltrúa falið að svara umsækjanda á grundvelli umræðna á fundinum.

b.       Lagt fram erindi frá Páli Gíslasyni f.h. Léns ehf þar sem farið er fram á leyfi til að breyta húsnæði fyrirtækisins á jarðhæð að Austurströnd 8 í íbúðarhúsnæði. Erindinu synjað.

c.       Lagt fram erindi frá Þjóðminjasafni um niðurrif “bíslags” við Nesstofu sbr. 2. lið síðustu fundargerðar. Erindið samþykkt.

d.       Lagt fram erindi Önnu M. Hauksdóttur Látraströnd 17 um stækkun á glugga á austurhlið hússins. Nefndin samþykkir erindið.

e.       Lagt fram erindi eigenda Sævargarða 16 um að bílskúr verði breytt í föndurherbergi. Samþykkt tímabundin breyting bílskúrs til þriggja ára.

f.         Lagt fram erindi eiganda Fornustrandar 16 vegna útsýnisskerðingar af völdum trjáa á lóð Fornustrandar 14. Byggingarfulltrúa falið að skrifa eiganda Fornustrandar 14.

13.   Fundargerð upplesin og samþykkt, fleira ekki fyrir tekið og fundi slitið kl.10:02

 

Ingimar Sigurðsson (sign)

Þórður Ó. Búason (sign)

Elín Helga Guðmundsdóttir (sign)

Stefán Bergmann (sign)

Ragnhildur Ingólfsdóttir (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?