Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

66. fundur 23. maí 2005

Mættir: Ingimar Sigurðsson, Þórður Ó. Búason, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Elín Helga Guðmundsdóttir, Stefán Bergmann og Einar Norðfjörð byggingafulltrúi.

Fundargerð ritaði Ingimar Sigurðsson.

Dagskrá:

1.       Fundur settur

2.       Skipulagsmál. Afgreiðsla á tillögum rýnihóps um skipulagsmál.

3.       Önnur mál.

4.       Fundi slitið

 

1.Fundur settur af varaformanni kl. 08:03

2. Skipulagsmál. Afgreiðsla á tillögum rýnihóps um skipulagsmál.  Fyrir er tekin tillaga sem lögð var fram af varaformanni á 65. fundi skipulagsnefndar og hún rædd.  Tillagan rædd og samþykkt samhljóða með breytingum, svohljóðandi:

"Skipulags- og mannvirkjanefnd hefur fengið til umfjöllunar Niðurstöður og tillögur rýnihóps um skipulagsmál á Seltjarnarnesi, sem nefndin samþykkti að setja á fót þann 13. janúar s.l. Nefndin telur að rýnihópurinn hafi unnið mjög gott verk og vill nýta þetta tækifæri og færa rýnihópsmeðlimum og ráðgjöfum þakkir fyrir vel unnin störf í þágu bæjarbúa.

Nefndin telur að niðurstöðurnar og tillögur hópsins endurspegli hvor um sig þá umræðu sem fram hefur farið um skipulag á þessum svæðum og nýtist ásamt öðrum ábendingum hópsins við gerð nýs aðalskipulags fyrir Seltjarnarnes.  Er það mat nefndarinnar að þorri Seltirninga ætti að geta metið og tekið afstöðu á grundvelli þeirra, hvor tillagnanna sé betur fallin sem grunnur að deiliskipulagi Hrólfsskálamels og Suðurstrandar.

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir jafnframt að leggja til við bæjarstjórn að tillögurnar verði unnar frekar í samráði við Hornsteina og VSÓ ráðgjöf og síðan kynntar bæjarbúum. Jafnframt telur nefndin mikilvægt að íbúum gefist kostur á að taka afstöðu til þess hvor skipulagstillagan fyrir Hrólfsskálamel og Suðurströnd verði grunnur að formlegu deiliskipulagi fyrir umrætt svæði í anda samráðs og íbúalýðræðis.  Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur því til við bæjarstjórn að hún gangist fyrir kosningu um ofangreindar tvær tillögur meðal allra Seltirninga á kosningaaldri. Kosningin, sem verði bindandi niðurstaða um skipulag Hrólfsskálamels og Suðurstrandar, fari fram fyrir lok júní 2005."

3. Önnur mál voru engin

4.Fundargerð upplesin og samþykkt, fleira ekki fyrir tekið og fundi slitið kl. 8:30

 

Ingimar Sigurðsson (sign)

Þórður Ó. Búason (sign)

Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)

Stefán Bergmann (sign)

Elín Helga Guðmundsdóttir (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?